„Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 18:01 Neville segir að Cristiano Ronaldo eigi ekki afurkvæmt hjá Manchester United. Vísir/Getty Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira