Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. Innlent 30. desember 2021 19:59
Færri skjálftar þýða ekki minni líkur á gosi Nokkuð hefur dregið úr virkninni við Fagradalsfjall undanfarna tvo sólarhringa. Jörð er þó ekki hætt að skjálfa, en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Í morgun kom einn skjálfti sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er enn allt undir smásjá vísindamanna, enda minnkaði virknin töluvert í aðdraganda síðasta goss. Innlent 29. desember 2021 12:01
Skjálfti upp á 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti 3,7 að stærð fannst nokkuð vel á höfuðborgarsvæðinu og víða á suðvesturhorninu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu. Innlent 29. desember 2021 10:27
„Aðeins“ 90 skjálftar mælst frá miðnætti Rólegt hefur verið á slóðum skjálftahrinunnar við Fagradalsfjall. Frá miðnætti hafa tæplega 90 skjálftar mælst, allir í minni kantinum. Innlent 29. desember 2021 07:01
Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. Innlent 28. desember 2021 22:08
Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. Innlent 27. desember 2021 18:26
Vísindaráð fundar: Undir það búin að eldgos geti hafist hvað úr hverju Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaganum og mun vísindaráð almannavarna funda í dag til að fara yfir stöðuna og meta hverju megi eiga von á. Innlent 27. desember 2021 12:17
„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi. Innlent 26. desember 2021 23:57
Skjálfti að stærð 3,5: Skjálftahrinan heldur áfram Enn skelfur jörð á Reykjanesi en nú rétt fyrir klukkan ellefu varð skjálfti að stærð 3,5. Innlent 26. desember 2021 23:38
Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. Innlent 26. desember 2021 17:34
„Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. Innlent 26. desember 2021 12:32
Líkur á gosi aukist með hverjum degi sem virkni helst óbreytt Um þrjú þúsund skjálftar hafa mælst við eldstöðina í Fagradalsfjalli í dag. Það er svipaður fjöldi og hefur mælst dag hvern frá 21. desember. Líkur á eldgosi aukast með hverjum deginum sem líður með óbreyttu ástandi, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 25. desember 2021 20:44
Skjálftahviða á gosstöðvunum Skjálftahviða mældist við Fagradalsfjall klukkan hálf fjögur og stóð yfir í tæpa klukkustund. Að sögn náttúruvársérfræðings er ljóst að hreyfing er á kviku undir yfirborðinu en erfitt er að lesa nánar í aðstæðurnar. Innlent 25. desember 2021 16:47
Helst útlit fyrir gos við Meradali Næstum því 1.400 skjálftar hafa verið á Reykjanesi frá miðnætti sá stærsti upp á 4,5. Náttúruvársérfræðingur segir kviku hafa færst norður og nú sé helst útlit fyrir að það gjósi við Meradali. Innlent 25. desember 2021 14:16
Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. Innlent 25. desember 2021 08:01
Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. Innlent 25. desember 2021 07:26
Jörð skelfur á Reykjanesi Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 varð 2,5 kílómetra norðaustan af Grindavík klukkan 21:38 í kvöld. Skjálftinn varð á fimm kílómetra dýpi en hann er sá næststærsti sem hefur orðið í yfirstandandi skjálftahrinu sem hófst á þriðjudaginn. Innlent 24. desember 2021 22:46
Tvö þúsund skjálftar frá miðnætti Skjálftavirkni við Fagradalsfjall mælist enn mikil. Frá miðnætti hafa um tvö þúsund skjálftar mælst á svæðinu og flestir þeirra nærri gosstöðvunum. Innlent 23. desember 2021 16:50
Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. Innlent 23. desember 2021 14:33
Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. Innlent 23. desember 2021 12:06
Gengur upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara. Innlent 23. desember 2021 10:16
Atburðarásinni svipar til aðdraganda gossins Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum. Innlent 22. desember 2021 20:09
Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. Innlent 22. desember 2021 11:51
Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. Innlent 22. desember 2021 10:25
Aflýsa óvissustigi en vara fólk við að fara inn á hraunbreiðuna Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi vegna eldgoss í Geldingadölum. Þetta er gert í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Ekki hefur sést til hraunflæðis frá gígnum frá 18. september síðastliðnum. Innlent 3. desember 2021 12:50
Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. Innlent 3. desember 2021 07:01
Gosið búið í bili Eldgosið í Fagradalsfjalli er búið í bili að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnun undir Reykjanesinu bendi þó til þess að annað gos gæti verið fram undan. Innlent 24. nóvember 2021 19:18
Leituðu þriggja ferðamanna við gosstöðvarnar en fundu tvo aðra í staðinn Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út fyrr í dag vegna þriggja ferðalanga sem villtust við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Við leitina fann björgunarsveitarfólk tvo aðra ferðalanga sem voru kaldir og hraktir. Innlent 21. nóvember 2021 13:22
Dregur úr skjálftahrinunni Dregið hefur úr skjálftahrinu við Grindavík sem staðið hefur síðan í gær. Innlent 18. nóvember 2021 11:44
Landabruggið á Ísólfsskála breytti örlögum Guðbergs Uppræting bruggverksmiðju í helli við Ísólfsskála á fjórða áratugnum varð til þess að foreldrar Guðbergs Bergssonar rithöfundar ákváðu að flytja þaðan þegar Guðbergur var þriggja ára. Hann ólst því upp í Grindavík en ekki sem bóndasonur á Ísólfsskála, þar sem hann er fæddur. Lífið 13. nóvember 2021 15:30