Innlent

Leituðu að mann­eskju á gos­stöðvunum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Björgunarsveitarfólk leitar nú að manneskju á gossvæðinu.
Björgunarsveitarfólk leitar nú að manneskju á gossvæðinu. Aðsend

Leitað var að karlmanni á gossvæðinu á Reykjanesskaga. Björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út úr mörgum sveitum sökum þess hve fáliðaðar þær eru á þessum árstíma.

„Viðkomandi virðist hafa gengið frá Reykjanesbraut. Eina sem við höfum upplýsingar um er að ferðafélagar hans tilkynna að viðkomandi sé örmagna,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í samtali við fréttastofu.

Þá sé ekki vitað mikið um viðkomandi sem leitað er að. „Eina sem við vitum er að hann er einhvers staðar í hrauninu við Þráinsskjöl sem mér skilst að sé erfiðara en margt annað að ganga.“

Uppfært klukkan 15:18:

Maðurinn sem leitað var að er fundinn heill á húfi en hann fannst á Höskuldarvallaleið. Að sögn Jóns Þórs var um erlendan ferðamann að ræða.


Tengdar fréttir

Opna aftur fyrir að­gang fólks að gossvæðinu

Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×