„Viðkomandi virðist hafa gengið frá Reykjanesbraut. Eina sem við höfum upplýsingar um er að ferðafélagar hans tilkynna að viðkomandi sé örmagna,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í samtali við fréttastofu.
Þá sé ekki vitað mikið um viðkomandi sem leitað er að. „Eina sem við vitum er að hann er einhvers staðar í hrauninu við Þráinsskjöl sem mér skilst að sé erfiðara en margt annað að ganga.“
Uppfært klukkan 15:18:
Maðurinn sem leitað var að er fundinn heill á húfi en hann fannst á Höskuldarvallaleið. Að sögn Jóns Þórs var um erlendan ferðamann að ræða.