Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. Innlent 12. febrúar 2024 12:07
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. Innlent 12. febrúar 2024 12:03
Landris hafið á ný undir Svartsengi Mælar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé hafið og að kvika sé farin að safnast undir Svartsengi að nýju. Enn sé of snemmt að gera líkanreikninga eða mæla nákvæma staðsetningu. Innlent 12. febrúar 2024 10:42
Hitaveitan í gang: Húseigendur hvattir til að vitja eigna sinna Viðgerð er lokið á hitaveituæðinni frá Svartsengi og heitt vatn farið að streyma í tanka á Fitjum. Unnið er að undirbúningi þess að hleypa inn á kerfið og geta viðskiptavinir vænst þess að heitt vatn fari að streyma á næstu klukkstundum. Innlent 12. febrúar 2024 09:18
Leiðandi leiðtogar Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Skoðun 12. febrúar 2024 09:00
Flúði kuldann heima og gisti í Kópavogi Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er búsettur á Suðurnesjum en flúði kuldann þar og fór til Kópavogs. Innlent 12. febrúar 2024 08:37
Mikilvæg uppbygging orkuinnviða HS Orku á Reykjanesi Allra augu beinast nú að orkuinniviðum á Reykjanesskaga. Þar eru fordæmalausar aðstæður uppi sem valda því að heilt landsvæði hefur sem stendur ekki aðgengi að grunnþjónustu sem við Íslendingar teljum sjálfsagða. Skoðun 12. febrúar 2024 08:00
Vatn farið að streyma í heitavatnstanka á Fitjum Framkvæmdir við nýja hjáveitulögn Njarðvíkuræðarinnar gengu vonum framar í nótt og vatn er nú tekið að streyma inn í heitavatnstanka HS Orku á Fitjum. Innlent 12. febrúar 2024 07:46
Grindvíkingar gera ýmsar athugasemdir við uppkaupsfrumvarpið Alls hafa borist 172 umsagnir um drög að frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sem birt voru í samráðsgátt á föstudag. Umsagnartíminn rennur út í dag. Innlent 12. febrúar 2024 06:41
„Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. Innlent 11. febrúar 2024 21:00
„Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. Innlent 11. febrúar 2024 18:45
Álag við þolmörk um kvöldmatarleyti og brýnt að raforkunotkun sé takmörkuð HS veitur biðla enn og aftur til íbúa Suðurnesja að fara sparlega með rafmagn um kvöldmatarleytið vegna ástandsins sem þar er en heitavatnslaust hefur verið síðan á fimmtudag. Innlent 11. febrúar 2024 17:56
Sporthúsið býður íbúum aðgang að sturtu ókeypis Sporthúsið í Reykjanesbæ hefur ákveðið að bjóða heitavatnslausum íbúum ókeypis í sturtu. Æfingaaðstaða þeirra er líka opin. Innlent 11. febrúar 2024 16:56
„Þetta er óþarfa tjón“ Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. Innlent 11. febrúar 2024 13:16
Sumir með heitt vatn en eiga alls ekki að nota það Heitt vatn rennur nú um kerfi einhverra húsa í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir vatnið alls ekki vera til notkunar íbúa. Innlent 11. febrúar 2024 10:46
Vegagerð yfir hraunið er lokið Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. Innlent 11. febrúar 2024 10:44
Flúðu heimilið með fimm daga gamalt barn Ung hjón af Suðurnesjum flúðu heimili sitt á dögunum með tvö ung börn, þar af annað fimm daga gamalt. Þau eru á leið í sumarbústað sem þau fengu lánaðan hjá ókunnugri konu, en vita ekki hvenær þau geta snúið aftur heim. Innlent 10. febrúar 2024 20:01
„Þetta verður erfið vika“ Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. Innlent 10. febrúar 2024 19:21
Suðurnesjabúar fá frítt í sund í Hveragerði Hveragerðisbær býður íbúum á Suðurnesjum frítt í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði í dag og svo lengi sem heitavatnsleysi varir. Innlent 10. febrúar 2024 18:29
Fólk slökkvi á rafmagnsofnum meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð Vonast er til þess að rafmagn og heitt vatn verði komið aftur á öll Suðurnes eftir viku. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn eftir að hraun flæddi yfir hjáveitulögn í núliðnu eldgosi. Innlent 10. febrúar 2024 18:16
Almannavarnir boða til upplýsingafundar Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 17. Á fundinum verður farið yfir atburði síðustu daga á Reykjanesskaganum. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 10. febrúar 2024 14:50
Rafmagn er komið á í Vogum Rafmagnslaust er í Vogum á Vatnsleysuströnd og unnið er að því að koma rafmagni aftur á. Innlent 10. febrúar 2024 13:37
Geta hlaðið bíla sína frítt N1 hefur opnað fyrir hraðhleðslu í Reykjanesbæ þannig að íbúar geta hlaðið rafbíla sína frítt á hraðhleðslustöð félagsins. Innlent 10. febrúar 2024 13:29
Eldgosinu lokið Veðurstofan hefur lýst því yfir að eldgosinu sem hófst við Sundhnúksgíg morguninn áttunda febrúar sé lokið. Innlent 10. febrúar 2024 13:11
Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. Innlent 10. febrúar 2024 12:18
Staðan á kerfunum þokkalega góð Bæjarstjórar sveitarfélaga á Suðurnesjum koma saman til fundar í Reykjanesbæ um hádegisleytið og fara yfir stöðuna. Fundað verður reglulega í allan dag til að skipuleggja starfsemina og ákveða aðgerðir fyrir næstu daga. Innlent 10. febrúar 2024 10:58
Ekki hægt að segja til um hvenær heita vatnið kemur á Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið. Innlent 10. febrúar 2024 10:20
Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. Innlent 10. febrúar 2024 00:48
Vara við langvarandi rafmagnsleysi haldi fólk ekki út Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesi til að spara rafmagn og vara við alvarlegum afleiðingum haldi kerfið ekki út þessa álagstíma. Innlent 9. febrúar 2024 21:17
Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. Innlent 9. febrúar 2024 21:01