„Gasið hefur ekkert risið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 14:35 Eldgosið við Sundhnúkagíga. Vísir/Arnar Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur ennþá ofan í Melholsnámu og áfram er unnið að hækkun varnargarðanna. Talsverð gasmengun mældist í Grindavík og við Hafnir í nótt. Í Grindavík mældust gildi brennisteinsdíoxíðs um 9000 míkrógrömm á rúmmetra seint í gærkvöldi og eru það gildi sem talin eru óholl öllum. Við Hafnir mældust gildin um 2000 míkrógrömm á rúmmetra og er það talið óhollt fyrir viðkvæma. Vindáttin beinir gasinu í átt að Höfnum og Reykjanesbæ fram eftir degi. Tilkynning barst svo frá almannavörnum síðdegis í dag þar sem mælst var til þess að íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mikillar gasmengunar. „Vindáttin er þannig í dag að þetta ætti svona að blása í átt að Höfnum og mögulega Reykjanesbæ. En síðan er spurningin hvort að mökkurinn nái að lyfta sér, en það sem hefur einmitt skapað þessi háu gildi er að gasið hefur ekkert risið, það hefur verið við jörðu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að vindáttin snúist svo í norð-austur í kvöld og gasmenguninn verði þá mest við Grindavík. Hér má sjá upplýsingabækling almannavarna um loftmengun frá eldgosum. Áfram er unnið við hækkun varnargarðanna og hraun lekur enn ofan í Melholsnámu. „Það er áfram að flæða ofan í námuna heyrðum við á fundi með viðbragðsaðilum í morgun, og virðist ekki vera byrjað að flæða upp úr henni eða í áttina að Grindavíkurvegi í dag,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Talsverð gasmengun mældist í Grindavík og við Hafnir í nótt. Í Grindavík mældust gildi brennisteinsdíoxíðs um 9000 míkrógrömm á rúmmetra seint í gærkvöldi og eru það gildi sem talin eru óholl öllum. Við Hafnir mældust gildin um 2000 míkrógrömm á rúmmetra og er það talið óhollt fyrir viðkvæma. Vindáttin beinir gasinu í átt að Höfnum og Reykjanesbæ fram eftir degi. Tilkynning barst svo frá almannavörnum síðdegis í dag þar sem mælst var til þess að íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mikillar gasmengunar. „Vindáttin er þannig í dag að þetta ætti svona að blása í átt að Höfnum og mögulega Reykjanesbæ. En síðan er spurningin hvort að mökkurinn nái að lyfta sér, en það sem hefur einmitt skapað þessi háu gildi er að gasið hefur ekkert risið, það hefur verið við jörðu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að vindáttin snúist svo í norð-austur í kvöld og gasmenguninn verði þá mest við Grindavík. Hér má sjá upplýsingabækling almannavarna um loftmengun frá eldgosum. Áfram er unnið við hækkun varnargarðanna og hraun lekur enn ofan í Melholsnámu. „Það er áfram að flæða ofan í námuna heyrðum við á fundi með viðbragðsaðilum í morgun, og virðist ekki vera byrjað að flæða upp úr henni eða í áttina að Grindavíkurvegi í dag,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50