546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 15:04 Frá Grindavík í vikunni þar sem jörðin gaf sig undan vinnuvél við jarðvegsprófun. Vísir/ArnarHalldórs Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Ísland.is. Þar segir að vinna standi yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hafi verið svarað og unnið sé að greiningu og flokkun umsókna. Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað af ríkinu í þeim tilgangi að sjá um kaup og rekstur fasteigna í Grindavík fyrir hönd ríkissjóðs. Örn Viðar Skúlason er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Í ljósi fjölda umsókna og fyrirspurna vill félagið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Við forgangsröðun kaupanna verður í flestum tilvikum miðað við dagsetningu umsóknar í stafræna umsóknarkerfinu sem sett var upp sérstaklega fyrir verkefnið. Við þá flokkun verður þó tekið tillit til þeirra sem ekki gátu klárað umsókn vegna tæknilegra ágalla fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir, en hafa síðar gengið frá umsókn sinni. Í tilviki þeirra sem óskað hafa eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í íbúðarhúsnæði kallar afgreiðslan á sérstaka skoðun á aðstæðum umsækjanda. Komi til þess að félagið telji ekki skilyrði til að fallast á undanþágubeiðnina mun umsækjanda gefast kostur á að andmæla áður en félagið tekur ákvörðun. Í tilviki húsa í smíðum mun afgreiðslan kalla á sérstaka skoðun á húsbyggingunni af hálfu félagsins. Slík skoðun verður framkvæmd í samráði við eigendur. Stefnt er að því að vinna við þær umsóknir hefjist upp úr miðjum apríl. Félagið hefur hafið samtal við Búmenn hsf. um lausn mála fyrir búseturéttarhafa. Lögð verður áhersla á að hraða málinu, en ólíklegt er að endanleg lausn fyrir búseturéttarhafa liggi fyrir, fyrr en í maí. Þrátt fyrir nokkur sérkenni lúta kaup félagsins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í öllum meginatriðum sömu reglum og gilda í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Félagið hefur einsett sér að eiga gott samstarf við núverandi eigendur íbúðarhúsnæðis við framkvæmd kaupanna. Ætlunin er að koma til móts við óskir eigenda um leigu eða eftir atvikum önnur afnot og/eða aðgengi að hinu selda húsnæði. Unnt verður að semja um slíkt fyrir afhendingu eða síðar. Unnið er að útfærslu á fyrirkomulagi leigu og öðrum skilmálum og verður upplýst um þau atriði í byrjun apríl. Í reglugerð um framkvæmd kaupanna segir að afhendingardagur húsnæðis skuli vera 1 – 3 mánuðum eftir undirritun kaupsamninga. Þannig má reikna með að fyrstu eignirnar verði afhentar fasteignafélaginu í byrjun maí. Endanlegur afhendingardagur verður ákveðinn í samráði við seljendur. Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Ísland.is. Þar segir að vinna standi yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hafi verið svarað og unnið sé að greiningu og flokkun umsókna. Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað af ríkinu í þeim tilgangi að sjá um kaup og rekstur fasteigna í Grindavík fyrir hönd ríkissjóðs. Örn Viðar Skúlason er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Í ljósi fjölda umsókna og fyrirspurna vill félagið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Við forgangsröðun kaupanna verður í flestum tilvikum miðað við dagsetningu umsóknar í stafræna umsóknarkerfinu sem sett var upp sérstaklega fyrir verkefnið. Við þá flokkun verður þó tekið tillit til þeirra sem ekki gátu klárað umsókn vegna tæknilegra ágalla fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir, en hafa síðar gengið frá umsókn sinni. Í tilviki þeirra sem óskað hafa eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í íbúðarhúsnæði kallar afgreiðslan á sérstaka skoðun á aðstæðum umsækjanda. Komi til þess að félagið telji ekki skilyrði til að fallast á undanþágubeiðnina mun umsækjanda gefast kostur á að andmæla áður en félagið tekur ákvörðun. Í tilviki húsa í smíðum mun afgreiðslan kalla á sérstaka skoðun á húsbyggingunni af hálfu félagsins. Slík skoðun verður framkvæmd í samráði við eigendur. Stefnt er að því að vinna við þær umsóknir hefjist upp úr miðjum apríl. Félagið hefur hafið samtal við Búmenn hsf. um lausn mála fyrir búseturéttarhafa. Lögð verður áhersla á að hraða málinu, en ólíklegt er að endanleg lausn fyrir búseturéttarhafa liggi fyrir, fyrr en í maí. Þrátt fyrir nokkur sérkenni lúta kaup félagsins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í öllum meginatriðum sömu reglum og gilda í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Félagið hefur einsett sér að eiga gott samstarf við núverandi eigendur íbúðarhúsnæðis við framkvæmd kaupanna. Ætlunin er að koma til móts við óskir eigenda um leigu eða eftir atvikum önnur afnot og/eða aðgengi að hinu selda húsnæði. Unnt verður að semja um slíkt fyrir afhendingu eða síðar. Unnið er að útfærslu á fyrirkomulagi leigu og öðrum skilmálum og verður upplýst um þau atriði í byrjun apríl. Í reglugerð um framkvæmd kaupanna segir að afhendingardagur húsnæðis skuli vera 1 – 3 mánuðum eftir undirritun kaupsamninga. Þannig má reikna með að fyrstu eignirnar verði afhentar fasteignafélaginu í byrjun maí. Endanlegur afhendingardagur verður ákveðinn í samráði við seljendur.
Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent