Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 20:30 Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar vill að ríkið komi að fjármögnun viðgerða á sprungum í bænum. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira