Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 22:52 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði slökkvistarf á gróðureldum við gosstöðvarnar hafa gengið vel í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum. Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum.
Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira