
Eignarhlutur konunnar 15%
Helmingaskipti við skilnað gilda ekki um fólk í óvígðri sambúð miðað við dóm Hæstaréttar í dag. Dómurinn fjallaði um mál pars sem var í sambúð í fjögur ár. Þegar upp úr slitnaði hafði parið keypt íbúð, sem karlmaðurinn hafði þó greitt öll gjöld af, og greitt útborgun með hagnaði af íbúð sem hann átti áður einn.