Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt Bogason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni.Greint var frá því á vef RÚV í gær að Jón Steinar teldi Söndru vanhæfa til að dæma í málinu vegna ummæla Skúla Magnússonar, fyrrverandi formanns Dómarafélags íslands, á aðalfundi félagsins. Sandra sat með Skúla í stjórn og ekki er vitað að hún hafi gert athugasemdir við ummæli hans. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir meiðyrði í nóvember síðastliðnum og krefst hann þess að fimm ummæli í bók Jóns Steinars, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Í tilkynningu sem lögmaður Benedikts, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi fjölmiðlum í nóvember, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Í samtali við Vísi segist Jón Steinar taka ofan hatt sinn fyrir Söndru að taka þessa ákvörðun og segir hana hafa leyst úr málinu af málefnalegri yfirvegun. „Það er auðvitað vandinn í þessu að þegar maðurinn stefnir mér við þessar kringumstæður er erfitt að finna hlutlausan dómara. Hann leggur þetta upp þannig að það sé verið að ráðast á dómara landsins með þessari umfjöllun minni um þennan dóm og þess vegna má segja að sakarefnið sé dálítið þess háttar að það kunni að geta komið upp álitamál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ég treysti mörgum íslenskum dómurum mjög vel og efast ekki um að þar séu margir sem er treystandi til að fjalla um svona mál.“ Fyrst var greint frá úrskurði héraðsdóms í málinu á vef Fréttablaðsins. Dómsmál Tengdar fréttir Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni.Greint var frá því á vef RÚV í gær að Jón Steinar teldi Söndru vanhæfa til að dæma í málinu vegna ummæla Skúla Magnússonar, fyrrverandi formanns Dómarafélags íslands, á aðalfundi félagsins. Sandra sat með Skúla í stjórn og ekki er vitað að hún hafi gert athugasemdir við ummæli hans. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir meiðyrði í nóvember síðastliðnum og krefst hann þess að fimm ummæli í bók Jóns Steinars, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Í tilkynningu sem lögmaður Benedikts, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi fjölmiðlum í nóvember, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Í samtali við Vísi segist Jón Steinar taka ofan hatt sinn fyrir Söndru að taka þessa ákvörðun og segir hana hafa leyst úr málinu af málefnalegri yfirvegun. „Það er auðvitað vandinn í þessu að þegar maðurinn stefnir mér við þessar kringumstæður er erfitt að finna hlutlausan dómara. Hann leggur þetta upp þannig að það sé verið að ráðast á dómara landsins með þessari umfjöllun minni um þennan dóm og þess vegna má segja að sakarefnið sé dálítið þess háttar að það kunni að geta komið upp álitamál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ég treysti mörgum íslenskum dómurum mjög vel og efast ekki um að þar séu margir sem er treystandi til að fjalla um svona mál.“ Fyrst var greint frá úrskurði héraðsdóms í málinu á vef Fréttablaðsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30