3,5 árs fangelsi fyrir að brjóta gegn fimm ára dóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 15:42 Frásögn stúlkunnar, meðal annars í Barnahúsi, þótti afar trúverðug og sannfærandi miðað við aldur hennar. Vísir/Valli Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira