Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Magnús Ólafur Garðarsson fær að óbreyttu að halda Teslunni sinni. Vísir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot. Magnús var ákærður fyrir að hafa í þrígang ekið rándýrum Teslu bíl sínum með einkanúmerið NO CO2 langt yfir hámarkshraða á Reykjanesbrautinni árið 2016. Það skipti sem töluvert hefur verið fjallað um var 20. desember 2016 á Reykjanesbrautinni þegar Magnús ók bílnum á 183 kílómetra hraða, við erfiðar aðstæður, aftan á Toyota Yaris bifreið. Bíllinn hafnaði utan vegar og slasaðist ökumaður bílsins töluvert. Var Magnús dæmdur til að greiða honum 600 þúsund krónur í bætur. Þá var Magnús dæmdur fyrir annað umferðarlagabrot en Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu héraðssaksóknara um að Tesla bifreið Magnúsar yrði gerð upptæk. Hann mun því að óbreyttu fá hana aftur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort dómnum, sem kveðinn var upp í gær, verði áfrýjað til Landsréttar.Frá samsetningu Tesla-bifreiðar í verksmiðju framleiðandans í Tilburg í Hollandi.Vísir/GettyBlaut og hál Reykjanesbraut Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærði Magnús fyrir tvö vægari brot sín, þegar honum var gefið að sök að hafa ekið bílnum á 140 og 148 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Þeir ákæruliðir voru sameinaðir ákæru héraðssaksóknara sem ákærði hann fyrir aksturinn á 183 kílómetra hraða vestur Reykjanesbraut að morgni 20. desember 2016. Hámarkshraði á Reykjanesbrautinni er 90 kílómetrar og ók Magnús því langt yfir leyfilegum hámarkshraða og auk þess of hratt miðað við aðstæður sem voru ekki góðar. Var slæmt skyggni vegna veðurs og myrkurs þennan þriðjudagsmorgun og Reykjanesbrauti blaut og hál í þokkabót. Á móts við álverið við Straumsvík tók hann fram úr fjölda bifreiða án þess að sinna aðgæsluskyldu við framúrakstur þannig að minnstu munaði að árekstur yrði við bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt. Þannig raskaði hann umferðaröryggi á alfaraleið. Samkvæmt ákæruliðnum, sem hann var sakfelldur fyrir, var hann á 183 kílómetra hraða skömmu áður en hann ók hægra framorni Teslunnar af miklum krafti á vinstra afturhorn Toyota Yaris sem ekið var í sömu akstursstefnu. Hafnaði Yarisinn utan vegar, skemmdist og bílstjórinn slasaðist. Ökumaður Yaris-bílsins skall með höfuðið í stýri bifreiðarinnar og missti meðvitund um stund og hlaut 2,5 sentímetra langan skurð á efra augnloki hægra megin, bólgu á nefi og glerungssprungur á hægri framtönn og hægri hliðarframtönn efri góms. Var Magnús dæmdur til að greiða honum 600 þúsund krónur vegna slyssins en maðurinn hafði farið fram á eina milljón króna.Í skýrslutöku sagði Magnús að möguleiki væri á að hnerri hefði orsakað það að hraði bílsins hefði skyndilega skotist upp í um 180 kílómetra hraða. Haukur Örn Birgisson, verjandi Magnúsar, sagði að um dýrustu hraðasekt sögunnar yrði að ræða yrði Teslan gerð upptæk. Dómarinn féllst á rök Hauks í málinu svo Magnús fær að óbreyttu að halda Teslunni.VÍSIR/STEFÁN„Dýrasta hraðasekt sögunnar“Blaðamaður Vísis fylgdist með málinu þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í desember síðastliðnum. Þar gerði ákæruvaldið kröfu um fjögurra til sex mánaða fangelsisvistar og sviptingu ökuleyfis í 12-15 mánuði. Fór svo að Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tólf mánuði. Þá gerði ákæruvaldið sömuleiðis kröfu um að Teslan yrði gerð upptæk til að koma í veg fyrir að Magnús gæti framið enn fleiri brot á bílnum. Hann hefur endurtekið verið tekinn fyrir hraðaakstur hér heima og í Danmörku þar sem hann hefur búið. Óli Ingi Ólason saksóknari og Haukur Örn Birgisson, verjandi Magnúsar, tókust á um þetta atriði fyrir dómi. Haukur Örn sagði að yrði það niðurstaðan væri um að ræða „dýrustu hraðasekt sögunnar“, en Teslan kostaði 25 milljónir króna. Dómurinn yrði að taka tillit til verðmæti bílsins. Óli Ingi benti á móti á að ef dómurinn tæki mið af verðmæti bílsins væri verið að mismuna fólki eftir efnahag og þannig skapa veruleika þar sem ríkir geti ekið um eins og brjálæðingar. Dómurinn féllst ekki á kröfu ákæruvaldsins um upptöku bílsins og fær Magnús Tesluna aftur að óbreyttu, þ.e. kæri annar aðilinn ekki niðurstöðuna til Hæstaréttar sem gætir komist að annarri niðurstöðu.Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon.Vísir/EyþórDæmdur fyrir annan hraðakstur Sömuleiðis var tekist á um það fyrir dómi hvort leggja mætti mælinguna á hraða Magnúsar, 183 kílómetrar, til grundvallar. Um var að ræða gögn úr bílnum en ekki af radarmæli lögreglu. Var tekist á um þetta sömuleiðis fyrir dómnum sem tók mælingarnar úr bílnum til grundvallar í niðurstöðu sinni. Hin tvö umferðarlagabrotin sem Magnús var ákærður fyrir um leið og fyrrnefndan ofsaakstur voru radarmælingar lögreglu í tvígang 25. ágúst 2016. Í annað skiptið var Magnús á 148 kílómetra hraða og 140 í hitt skiptið. Var Magnús dæmdur fyrir annan hraðaksturinn því ekki þótti sannað að um bíl Magnúsar hefði verið að ræða í hitt skiptið.Einnig grunaður um fjárdrátt Málið er ekki það eina þar sem Magnúsar kemur við sögu hjá ákæruvaldinu hér á landi. Í september síðastliðnum tilkynnt stjórn United Silicon að hún hefði sent kæru til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi Magnúsar í starfi forstjóra United Silicon. Er hann grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. Hefur því verið haldið fram að Magnús hafi dregið sér rúman hálfan milljarð króna en Magnús hefur sjálfur þverneitað þessum ásökunum. Málið er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Dómsmál United Silicon Tengdar fréttir Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot. Magnús var ákærður fyrir að hafa í þrígang ekið rándýrum Teslu bíl sínum með einkanúmerið NO CO2 langt yfir hámarkshraða á Reykjanesbrautinni árið 2016. Það skipti sem töluvert hefur verið fjallað um var 20. desember 2016 á Reykjanesbrautinni þegar Magnús ók bílnum á 183 kílómetra hraða, við erfiðar aðstæður, aftan á Toyota Yaris bifreið. Bíllinn hafnaði utan vegar og slasaðist ökumaður bílsins töluvert. Var Magnús dæmdur til að greiða honum 600 þúsund krónur í bætur. Þá var Magnús dæmdur fyrir annað umferðarlagabrot en Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu héraðssaksóknara um að Tesla bifreið Magnúsar yrði gerð upptæk. Hann mun því að óbreyttu fá hana aftur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort dómnum, sem kveðinn var upp í gær, verði áfrýjað til Landsréttar.Frá samsetningu Tesla-bifreiðar í verksmiðju framleiðandans í Tilburg í Hollandi.Vísir/GettyBlaut og hál Reykjanesbraut Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærði Magnús fyrir tvö vægari brot sín, þegar honum var gefið að sök að hafa ekið bílnum á 140 og 148 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Þeir ákæruliðir voru sameinaðir ákæru héraðssaksóknara sem ákærði hann fyrir aksturinn á 183 kílómetra hraða vestur Reykjanesbraut að morgni 20. desember 2016. Hámarkshraði á Reykjanesbrautinni er 90 kílómetrar og ók Magnús því langt yfir leyfilegum hámarkshraða og auk þess of hratt miðað við aðstæður sem voru ekki góðar. Var slæmt skyggni vegna veðurs og myrkurs þennan þriðjudagsmorgun og Reykjanesbrauti blaut og hál í þokkabót. Á móts við álverið við Straumsvík tók hann fram úr fjölda bifreiða án þess að sinna aðgæsluskyldu við framúrakstur þannig að minnstu munaði að árekstur yrði við bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt. Þannig raskaði hann umferðaröryggi á alfaraleið. Samkvæmt ákæruliðnum, sem hann var sakfelldur fyrir, var hann á 183 kílómetra hraða skömmu áður en hann ók hægra framorni Teslunnar af miklum krafti á vinstra afturhorn Toyota Yaris sem ekið var í sömu akstursstefnu. Hafnaði Yarisinn utan vegar, skemmdist og bílstjórinn slasaðist. Ökumaður Yaris-bílsins skall með höfuðið í stýri bifreiðarinnar og missti meðvitund um stund og hlaut 2,5 sentímetra langan skurð á efra augnloki hægra megin, bólgu á nefi og glerungssprungur á hægri framtönn og hægri hliðarframtönn efri góms. Var Magnús dæmdur til að greiða honum 600 þúsund krónur vegna slyssins en maðurinn hafði farið fram á eina milljón króna.Í skýrslutöku sagði Magnús að möguleiki væri á að hnerri hefði orsakað það að hraði bílsins hefði skyndilega skotist upp í um 180 kílómetra hraða. Haukur Örn Birgisson, verjandi Magnúsar, sagði að um dýrustu hraðasekt sögunnar yrði að ræða yrði Teslan gerð upptæk. Dómarinn féllst á rök Hauks í málinu svo Magnús fær að óbreyttu að halda Teslunni.VÍSIR/STEFÁN„Dýrasta hraðasekt sögunnar“Blaðamaður Vísis fylgdist með málinu þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í desember síðastliðnum. Þar gerði ákæruvaldið kröfu um fjögurra til sex mánaða fangelsisvistar og sviptingu ökuleyfis í 12-15 mánuði. Fór svo að Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tólf mánuði. Þá gerði ákæruvaldið sömuleiðis kröfu um að Teslan yrði gerð upptæk til að koma í veg fyrir að Magnús gæti framið enn fleiri brot á bílnum. Hann hefur endurtekið verið tekinn fyrir hraðaakstur hér heima og í Danmörku þar sem hann hefur búið. Óli Ingi Ólason saksóknari og Haukur Örn Birgisson, verjandi Magnúsar, tókust á um þetta atriði fyrir dómi. Haukur Örn sagði að yrði það niðurstaðan væri um að ræða „dýrustu hraðasekt sögunnar“, en Teslan kostaði 25 milljónir króna. Dómurinn yrði að taka tillit til verðmæti bílsins. Óli Ingi benti á móti á að ef dómurinn tæki mið af verðmæti bílsins væri verið að mismuna fólki eftir efnahag og þannig skapa veruleika þar sem ríkir geti ekið um eins og brjálæðingar. Dómurinn féllst ekki á kröfu ákæruvaldsins um upptöku bílsins og fær Magnús Tesluna aftur að óbreyttu, þ.e. kæri annar aðilinn ekki niðurstöðuna til Hæstaréttar sem gætir komist að annarri niðurstöðu.Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon.Vísir/EyþórDæmdur fyrir annan hraðakstur Sömuleiðis var tekist á um það fyrir dómi hvort leggja mætti mælinguna á hraða Magnúsar, 183 kílómetrar, til grundvallar. Um var að ræða gögn úr bílnum en ekki af radarmæli lögreglu. Var tekist á um þetta sömuleiðis fyrir dómnum sem tók mælingarnar úr bílnum til grundvallar í niðurstöðu sinni. Hin tvö umferðarlagabrotin sem Magnús var ákærður fyrir um leið og fyrrnefndan ofsaakstur voru radarmælingar lögreglu í tvígang 25. ágúst 2016. Í annað skiptið var Magnús á 148 kílómetra hraða og 140 í hitt skiptið. Var Magnús dæmdur fyrir annan hraðaksturinn því ekki þótti sannað að um bíl Magnúsar hefði verið að ræða í hitt skiptið.Einnig grunaður um fjárdrátt Málið er ekki það eina þar sem Magnúsar kemur við sögu hjá ákæruvaldinu hér á landi. Í september síðastliðnum tilkynnt stjórn United Silicon að hún hefði sent kæru til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi Magnúsar í starfi forstjóra United Silicon. Er hann grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. Hefur því verið haldið fram að Magnús hafi dregið sér rúman hálfan milljarð króna en Magnús hefur sjálfur þverneitað þessum ásökunum. Málið er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara.
Dómsmál United Silicon Tengdar fréttir Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00
Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00
Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30
Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent