Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 17:41 Innes lét á það reyna hvort 76 prósenta tollur íslenska ríkisins á innfluttar franskar væri löglegur. Vísir/Pjetur „Niðurstaðan er að sjálfsögðu vonbrigði og allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um dóm Hæstaréttar í máli Innes ehf. gegn íslenska ríkinu. Þar var látið á það reyna hvort að 76 prósenta tollur á franskar kartöflur sé lögmætur. Félag atvinnurekenda tekur fram í tilkynningu um málið að um sé að ræða hæsta prósentutollinn í íslensku tollskránni. Innes reisti kröfu sína á því að gjaldtaka tollsins færi í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar og skorti lagastoð sem gild skattlagningarheimild. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt tollalögum væri það meginregla að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skyldi greiða toll eins og mælt væri fyrir um í tollskrá. Var tekið fram að gjaldið teldist vera skattur enda væri það lagt á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins án þess að sérstakt endurgjald ætti að koma fyrir. Þá kom fram að ákvörðun um framangreindan verðtoll leiddi af tollabindingum samkvæmt samningsskuldbindingum íslenska ríkisins. Fallist var á með íslenska ríkinu að ákvörðun tollsins hefði rúmast innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis væri sett. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu Innes ehf. Félag atvinnurekenda segir ríkið hafa haldið því fram fyrir dómi að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar en ekki sem verndartollur fyrir innlenda framleiðslu. Í málsvörn ríkisins hafi hins vegar ekki komið fram neinar skýringar á því hvers vegna tollurinn væri svona hár eða hvers vegna franskar kartöflur ættu að vera tekjulind fyrir ríkið umfram aðrar vörur. „Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur. Hér liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar sem fastbindur þessa afstöðu íslenska ríkisins og frá henni verður því ekki horfið. Tollurinn verndar einfaldlega ekkert. Það þýðir það eitt að Alþingi er í lófa lagið að afnema þennan toll, rétt eins og 59% toll á snakk sem var aflagður fyrir rúmu ári með tilheyrandi hagsbótum fyrir neytendur. Það sama á við um þessa tvo tolla; þeir vernda enga innlenda landbúnaðarframleiðslu og eru fyrst og fremst vernd fyrir innlenda iðnaðarframleiðslu, sem notar að stórum hluta innflutt hráefni,“ segir Ólafur Stephensen í tilkynningu vegna dómsins. Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira
„Niðurstaðan er að sjálfsögðu vonbrigði og allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um dóm Hæstaréttar í máli Innes ehf. gegn íslenska ríkinu. Þar var látið á það reyna hvort að 76 prósenta tollur á franskar kartöflur sé lögmætur. Félag atvinnurekenda tekur fram í tilkynningu um málið að um sé að ræða hæsta prósentutollinn í íslensku tollskránni. Innes reisti kröfu sína á því að gjaldtaka tollsins færi í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar og skorti lagastoð sem gild skattlagningarheimild. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt tollalögum væri það meginregla að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skyldi greiða toll eins og mælt væri fyrir um í tollskrá. Var tekið fram að gjaldið teldist vera skattur enda væri það lagt á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins án þess að sérstakt endurgjald ætti að koma fyrir. Þá kom fram að ákvörðun um framangreindan verðtoll leiddi af tollabindingum samkvæmt samningsskuldbindingum íslenska ríkisins. Fallist var á með íslenska ríkinu að ákvörðun tollsins hefði rúmast innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis væri sett. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu Innes ehf. Félag atvinnurekenda segir ríkið hafa haldið því fram fyrir dómi að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar en ekki sem verndartollur fyrir innlenda framleiðslu. Í málsvörn ríkisins hafi hins vegar ekki komið fram neinar skýringar á því hvers vegna tollurinn væri svona hár eða hvers vegna franskar kartöflur ættu að vera tekjulind fyrir ríkið umfram aðrar vörur. „Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur. Hér liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar sem fastbindur þessa afstöðu íslenska ríkisins og frá henni verður því ekki horfið. Tollurinn verndar einfaldlega ekkert. Það þýðir það eitt að Alþingi er í lófa lagið að afnema þennan toll, rétt eins og 59% toll á snakk sem var aflagður fyrir rúmu ári með tilheyrandi hagsbótum fyrir neytendur. Það sama á við um þessa tvo tolla; þeir vernda enga innlenda landbúnaðarframleiðslu og eru fyrst og fremst vernd fyrir innlenda iðnaðarframleiðslu, sem notar að stórum hluta innflutt hráefni,“ segir Ólafur Stephensen í tilkynningu vegna dómsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira
Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49