30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglumönnum: „Ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:45 Maðurinn neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær tónlistarmanninn Hjört Howser í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglumönnum á Facebook síðu sinni. Þann 28. júní 2016 birti Hjörtur tengil á frétt af Stundinni með fyrirsögninni „Myndband: Lögreglumenn drógu hælisleitendur út úr kirkju.“ Í mynd sem fyldi fréttinni mátti sjá lögreglumenn í lögregluaðgerðum. Skrifaði Hjörtur eftirfarandi með tenglinum á fréttina:VARÚÐ – HÓTUNARSTATUS! Ég vil fá að vita nöfn þessara tveggja lögreglubjána, útbólginna steraneitenda með hallærislegar „Game-of-Thrones“ klippingar sínar – því ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið – nákvæmlega eins kjaftshögg og þeim finnst eðlilegt og sjálfsagt að berja mann í andlitið á kirkjutröppum – þar sem grið höfðu rofin og 16 ára gamall drengur dreginn burt með lögregluofbeldi“.Rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi Hjörtur neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Sagði hann að færslan hafi verið rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi. Fyrst og fremst hafi reiði hans beinst að því hvernig málsmeðferð hælisleitenda væri háttað hér á landi, en ekki að þeim lögreglumönnum sem sjáist á myndbandi og fylgi hælisleitandanum út úr kirkjunni. Hins vegar hafi honum gramist að annar lögreglumannanna hafi slegið til ungs manns sem stóð utan kirkjunnar og hafði uppi athugasemdir við aðgerðir lögreglunnar. Þá þvertók hann fyrir það að ætlun hans hafi verið að vekja ótta hjá lögreglumönnunum, hvað þá að hann hafi haft í huga að fylgja skrifunum eftir með ofbeldi. Slíkt hafi aldrei verið ætlunin og kvaðst hann reiðubúinn að biðja lögreglumennina afsökunar hafi skrif hans vakið þeim ugg. Báðir lögreglumennirnir sögðu fyrir dómi að þeir hefðu tekið skrif ákærða alvarlega og litið á þau sem hótun um ofbeldi í þeirra garð. Í kjölfarið hafi þeir orðið varari um sig en ella. Kvaðst annar þeirra allt eins hafa átt von á því að ákærði kæmi að heimili sínu og fylgdi hótun sinni eftir gagnvart sér, eiginkonu sinni eða barni. Hjörtur játaði hins vegar skýlaust að hafa haft í vörslum sínum skammbyssu, skotgeymi og 3 byssukúlur án þess að hafa til þess tilskilið leyfi. Var Hirti sem fyrr segir dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Skammbyssan var gerð upptæk og þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Dómsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær tónlistarmanninn Hjört Howser í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglumönnum á Facebook síðu sinni. Þann 28. júní 2016 birti Hjörtur tengil á frétt af Stundinni með fyrirsögninni „Myndband: Lögreglumenn drógu hælisleitendur út úr kirkju.“ Í mynd sem fyldi fréttinni mátti sjá lögreglumenn í lögregluaðgerðum. Skrifaði Hjörtur eftirfarandi með tenglinum á fréttina:VARÚÐ – HÓTUNARSTATUS! Ég vil fá að vita nöfn þessara tveggja lögreglubjána, útbólginna steraneitenda með hallærislegar „Game-of-Thrones“ klippingar sínar – því ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið – nákvæmlega eins kjaftshögg og þeim finnst eðlilegt og sjálfsagt að berja mann í andlitið á kirkjutröppum – þar sem grið höfðu rofin og 16 ára gamall drengur dreginn burt með lögregluofbeldi“.Rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi Hjörtur neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Sagði hann að færslan hafi verið rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi. Fyrst og fremst hafi reiði hans beinst að því hvernig málsmeðferð hælisleitenda væri háttað hér á landi, en ekki að þeim lögreglumönnum sem sjáist á myndbandi og fylgi hælisleitandanum út úr kirkjunni. Hins vegar hafi honum gramist að annar lögreglumannanna hafi slegið til ungs manns sem stóð utan kirkjunnar og hafði uppi athugasemdir við aðgerðir lögreglunnar. Þá þvertók hann fyrir það að ætlun hans hafi verið að vekja ótta hjá lögreglumönnunum, hvað þá að hann hafi haft í huga að fylgja skrifunum eftir með ofbeldi. Slíkt hafi aldrei verið ætlunin og kvaðst hann reiðubúinn að biðja lögreglumennina afsökunar hafi skrif hans vakið þeim ugg. Báðir lögreglumennirnir sögðu fyrir dómi að þeir hefðu tekið skrif ákærða alvarlega og litið á þau sem hótun um ofbeldi í þeirra garð. Í kjölfarið hafi þeir orðið varari um sig en ella. Kvaðst annar þeirra allt eins hafa átt von á því að ákærði kæmi að heimili sínu og fylgdi hótun sinni eftir gagnvart sér, eiginkonu sinni eða barni. Hjörtur játaði hins vegar skýlaust að hafa haft í vörslum sínum skammbyssu, skotgeymi og 3 byssukúlur án þess að hafa til þess tilskilið leyfi. Var Hirti sem fyrr segir dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Skammbyssan var gerð upptæk og þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.
Dómsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira