Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 16:38 Vísir/GVA Rithöfundurinn Auður Jónsdóttur var í dag sýknuð af ásökunum um meiðyrði vegna greinar hennar, Forseti landsins, sem birtist á Kjarnanum 13. júní árið 2016. Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Sá sem stefndi Auði fyrir meiðyrði er Þórarinn Jónasson, eigandi hestaleigunnar, jafnan kallaður Póri í Laxnesi, en hann vildi fá eftirfarandi ummæli dæmd dauð og ómerk:a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár- og enn þann dag í dag.“b. „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi [sic]. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“c. „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi [sic] sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ Auk þess vildi Þórarinn fá Auði dæmda til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur og að hún yrði dæmd til að greiða honum 500 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðu dómsins. Fyrir dóm voru kallaðir til fagaðilar á vegum landgræðslu og voru lögð fram gögn sem studd voru framburði vitna um áralanga ofbeit á svæðinu, þrátt fyrir tilmæli fagaðila um annað. Var því ekki fallist á að gagnrýni Auðar á meðferð aðstandenda hestaleigunnar á landinu í æsku hennar séu úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus. Þá þóttu fullyrðingar Auðar um að ofbeit á landinu fengi enn þann dag í dag að viðgangast eiga sér stoð í staðreyndum málsins að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Orð hennar væru innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu. Var Auður því sýknuð af ákærunni.Dóminn má lesa á heimasíðu dómstólanna. Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttur var í dag sýknuð af ásökunum um meiðyrði vegna greinar hennar, Forseti landsins, sem birtist á Kjarnanum 13. júní árið 2016. Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Sá sem stefndi Auði fyrir meiðyrði er Þórarinn Jónasson, eigandi hestaleigunnar, jafnan kallaður Póri í Laxnesi, en hann vildi fá eftirfarandi ummæli dæmd dauð og ómerk:a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár- og enn þann dag í dag.“b. „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi [sic]. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“c. „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi [sic] sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ Auk þess vildi Þórarinn fá Auði dæmda til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur og að hún yrði dæmd til að greiða honum 500 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðu dómsins. Fyrir dóm voru kallaðir til fagaðilar á vegum landgræðslu og voru lögð fram gögn sem studd voru framburði vitna um áralanga ofbeit á svæðinu, þrátt fyrir tilmæli fagaðila um annað. Var því ekki fallist á að gagnrýni Auðar á meðferð aðstandenda hestaleigunnar á landinu í æsku hennar séu úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus. Þá þóttu fullyrðingar Auðar um að ofbeit á landinu fengi enn þann dag í dag að viðgangast eiga sér stoð í staðreyndum málsins að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Orð hennar væru innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu. Var Auður því sýknuð af ákærunni.Dóminn má lesa á heimasíðu dómstólanna.
Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57