Dómur fyrir brot gegn 5 ára stúlku Tuttugu og eins árs karlmaður var í morgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til sjö mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku. Telpan greindi frá því að maðurinn, sem er kærasti eldri systur hennar, hafi oftar en einu sinni nuddað og kysst kynfæri sín. Innlent 3. desember 2004 00:01
Mistök við breytingu erfðafjárlaga Sex systkin sleppa við að greiða tæpar sex milljónir króna í erfðafjárskatt eftir lát foreldra þeirra vegna mistaka við breytingu á erfðafjárlögum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en Héraðsdómur hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Innlent 3. desember 2004 00:01
Ríkinu gert að bæta hreindýrakjöt Íslenska ríkið er bótaskylt, samkvæmt dómi Hæstaréttar, vegna hreindýrakjöts sem hvarf úr vörslu lögreglunnar en áður hafði lögreglan lagt hald á kjötið. Innlent 2. desember 2004 00:01
Sluppu við að greiða skattinn Sex erfingjar sem fengu samanlagt um 65 milljónir króna í arf þurfa engan erfðafjárskatt að greiða. Ástæðan eru mistök sem gerð voru við lagasetningu. Sýslumaðurinn í Reykjavík rukkaði erfingjana um tæpar sex milljónir króna í erfðafjárskatt en Hæstiréttur dæmdi í gær að engin heimild hefði verið fyrir skattlagningunni. Innlent 2. desember 2004 00:01
Spilaði tölvuleik eftir vopnað rán Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 2. desember 2004 00:01
Fær bætur vegna uppsagnar Hæstiréttur dæmdi Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli til að greiða fyrrum starfsmanni bætur vegna fyrirvaralausrar uppsagnar. Innlent 2. desember 2004 00:01
Dæmdur fyrir líkamsárásir Hæstiréttur staðfesti átta mánaða fangelsisdóm Héraðsdóm Austurlands yfir manni fyrir þrjár líkamsárásir. Árásirnar framdi maðurinn á hálfs árs tímabili frá desember árið 2002 til maí árið 2003. Innlent 2. desember 2004 00:01
Sló mann með bjórflösku Hæstiréttur staðfesti þrjátíu daga fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórflösku. Sá sem varð fyrir árásinni missti framtönn. Innlent 2. desember 2004 00:01
Hasssending stíluð á föðurinn Ungur maður er ákærður fyrir að flytja inn fimmtán kíló af hassi með föður sínum og tveimur jafnöldrum sínum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið í dekkjasendingu sem hann sótti á vöruhótel Eimskips. </font /></b /> Innlent 1. desember 2004 00:01
Fyrrverandi forstjóri SÍF sýknaður Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri SÍF, var í dag sýknaður af öllum ákærum um brot í starfi sem endurskoðandi Tryggingarsjóðs lækna á síðasta áratug. Innlent 30. nóvember 2004 00:01
Vilja endurgreiða í Lató-peningum Latibær ehf. hefur ekki ákveðið hvort dómi um að hann skuli endurgreiða lán frá Nýsköpunarsjóði, með hlutabréfum upp á tugi milljóna, verði áfrýjað. Talsmaður fyrirtækisins segir þó að þeir vilji helst endurgreiða með Lató-peningum. Innlent 30. nóvember 2004 00:01
Synjun gjafsóknar í bága við lög Afgreiðsla gjafsóknarnefndar og þar með dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á gjafsóknarmáli byggðist ekki á lögmætum og málefnalegum forsendum, að áliti Umboðsmanns Alþingis. Innlent 29. nóvember 2004 00:01
Latibær greiði í hlutabréfum Latibær ehf. var í dag dæmdur til að greiða Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði rúmlega 300 þúsund krónur. Sjóðurinn byggði kröfu sína á 20 milljóna króna láni til Latabæjarverkefnisins en í lánssamningnum voru ákvæði um að sjóðurinn hefði heimild til að krefjast hlutafjár í stað endurgreiðslu lánsins. Viðskipti innlent 29. nóvember 2004 00:01
Sýknaður af ákæru um hnífsstungu Hæstiréttur sýknaði í gær karlmann um fertugt fyrir að hafa stungið fyrrverandi sambýliskonu sína með hnífi eða skærum í bringu í heimahúsi í Fellahverfi í Breiðholti á aðfangadag árið 2002. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi manninn í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í mars. Innlent 25. nóvember 2004 00:01
Ríkið greiði miskabætur Ríkið hefur verið dæmt til að greiða konu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna mistaka sem urðu við brjóstaminnkunaraðgerð á Landspítalanum árið 1991. Konan fór fram á 22,6 milljónir króna í bætur. Innlent 25. nóvember 2004 00:01
Íslenska ríkið sýknað Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Innlent 25. nóvember 2004 00:01
Ríkið greiði 2,5 milljóna bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða karlmanni á fimmtugsaldri 2,5 milljónir króna í bætur. Maðurinn var starfsmaður á Hótel Íslandi árið 1995 þegar hann lenti í miklum átökum við drukkinn gest. Í kjölfar atburðarins var maðurinn úrskurðaður 25% öryrki. Innlent 25. nóvember 2004 00:01
2 1/2 ár fyrir líkamsárás Tveir menn voru dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. Annar þeirra var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en hinn í tveggja ára fangelsi. Í niðurstöðum dómsins segir meðal annars að árásin hafi verið hrottafengin og miskunnarlaus og valdið fórnarlambinu umtalsverðu líkamstjóni. Innlent 19. nóvember 2004 00:01
Fangelsi fyrir umferðalagabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi tuttugu og þriggja ára mann í þriggja mánaða fangelsi í gær fyrir að hafa tíu sinnum á fimm mánuðum gerst brotlegur við umferðarlög. Hann var réttindalaus í öllum tilvikum og nokkrum sinnum ók hann líka of hratt. Innlent 19. nóvember 2004 00:01
Dæmdur fyrir umboðssvik Jón Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela, var í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. En hann tók 37 milljóna króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. Innlent 18. nóvember 2004 00:01
Fangelsi fyrir fjársvik Rúmlega þrítug kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Konan sveik út vörur og þjónustu fyrir tæpar 260 þúsund krónur með því að gefa símleiðis upp númer á greiðslukorti sem hún átti ekki. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Fær lögheimili í Bláskógabyggð Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að fimm manna fjölskylda skuli fá lögheimili í Bláskógabyggð. Fjölskyldan flutti þangað í vor en sveitarstjórnin vildi ekki samþykkja umsókn um lögheimili fyrst heimilið er á sumarhúsasvæði. Börnin fengu heldur ekki skólavist í Bláskógabyggð. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Hæstiréttur lækkaði bæturnar Hæstiréttur lækkaði í dag bætur til konu sem varð fyrir slysi er hún var farþegi í bifreið með ölvuðum ökumanni. Maðurinn andaðist í slysinu. Héraðsdómur dæmdi konunni eina og hálfa milljón í bætur en Hæstiréttur lækkaði bæturnar í rúma milljón. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Sýknaður á grundvelli skófars Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru fyrir að hafa stolið þrjú þúsund krónum í innbroti í verslun í Mjóddinni. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en hann er síbrotamaður. Vafinn um sekt snerist um skófar. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Sýknaður af innbroti Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem 3.000 þúsund krónum var stolið úr peningakassa verslunarinnar. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
5 mánaða fangelsi fyrir fjársvik Kona á fertugsaldri var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir fjársvik. Hún sveik út vörur fyrir tæpar 260 þúsund krónur með kreditkorti í eigu fyrirtækis. Konan hefur hlotið átta dóma og margrofið skilorð. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Dæmdur fyrir að rífa upp klósett Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að rífa salernisskál upp úr gólfi hjá nágranna sínum. Salernisskálin eyðilagðist. Innlent 10. nóvember 2004 00:01
Framburður Jónasar þótti ótrúlegur Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, þremenningarnir í líkfundarmálinu, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þeir voru fundnir sekir um fíkniefnabrot, fyrir að koma manni í lífshættu ekki til hjálpar og fyrir illa meðferð á líki. Innlent 9. nóvember 2004 00:01
Fyrrum forstjóri SÍF fyrir dómi Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna og fyrrum forstjóri SÍF, stóð í ströngu í gær þegar mál ákæruvaldsins gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir alvarlega vanrækslu í endurskoðendastarfi sínu. Innlent 9. nóvember 2004 00:01
Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Innlent 9. nóvember 2004 00:01
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent