Sjúkrasaga þingmanns opin öllum á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 12. júní 2018 08:00 Hæstiréttur birti fyrir helgi dóm í máli Guðmundar Inga. Hann er nafngreindur í dómnum en miklar upplýsingar um sjúkrasögu hans er þar að finna. Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira