Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2018 15:15 Atli Már í dómsal í dag íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki? Vísir/Vilhelm. Atli Már Gylfason var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum fyrir utan dómssal í Héraðsdómi Reykjaness eftir að Atli Már var sýknaður af öllum kröfum í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum. „Ég er virkilega sáttur. Ég var með besta lögfræðinginn í þessu fagi,“ sagði Atli Már brosandi. „Hann kann alla króka og kima í meiðyrðamálum en ég vonaðist alltaf til að réttlætið myndi sigra að lokum og það gerði það hérna í dag.“Lögmaður Atla Más í málinu var Gunnar Ingi Jóhannsonn hæstaréttarlögmaður. Blaðamannafélag Íslands stóð straum af málskostnaði Atla Más í málinu, en Guðmundur Spartakus þarf að greiða Atla Má 600 þúsund krónur í málskostnað.Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og sneri að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Fjallaði Atli Már um hvarf Friðriks í grein sem birtist á vef Stundarinnar 1. desember 2016. Krafðist Guðmundur Spartakus ómerkingu á ærumeiðandu ummælum í greininni sem og víðar, auk 10 milljóna króna í miskabætur.„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir mig. Þetta snerist um tíu milljóna króna skaðabótakröfu sem hefði sett mig á hausinn, persónulega,“ segir Atli sem segist einnig vera þakklátur fyrir að Stundin, sem einnig var stefnt í málinu, þurfi ekki að greiða bætur vegna málsins.Segir Atli Már að málið hafi tekið á og að honum hafi borist ítrekaðar líflátshótanir, þar af tvær um Hvítasunnuhelgina, sem hann segir hafa verið kærðar til lögreglu.„Þetta er búið að vera strembið“.Atli Már og Gunnar Ingi, lögmaður hans, fallast í faðma eftir að dómur í málinu var kveðinn upp.Vísir/VilhelmSegist finna til með fjölmiðlamönnum á RÚV Atli Már var ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings hérlendis.Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Þá krafðist Guðmundur Spartakus samtals tíu milljóna í bætur frá fjórum fréttamönnum RÚV. Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins.Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er sögð vera mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Segir Atli Már að í ljósi sýknudóma í máli hans og Sigmundar Ernis þurfi forsvarsmenn RÚV að svara fyrir ákvörðunina um að semja.„Það er eitthvað sem forsvarsmenn RÚV verða að svara fyrir. Ég að sjálfsögðu finn til með öllum fjölmiðlamönnum sem starfa á RÚV því að þessi sátt er gerð í algjörri andstæðu við þá og ég veit að menn eru ekki sáttir upp í Efsaleiti, bara langt í frá,“ segir Atli Már.Segir hann sátt RÚV við Guðmund Spartakus gera það að verkum að hann hafi fjármagn til þess að standa í baráttu við fjölmiðla í dómsmálum sem þessum.„Þó svo að ég hafi unnið þessa orrustu, þá vann Guðmundur Spartakus stríðið. Hann á pening til þess að greiða allan þennan málskostnað. Hann getur kært málið til Landsréttar sem hann kemur eflaust til með að gera og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að punga sjálfur út pening, RÚV er búið að borga allar málsbætur og kostnað fyrir hann.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Atli Már Gylfason var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum fyrir utan dómssal í Héraðsdómi Reykjaness eftir að Atli Már var sýknaður af öllum kröfum í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum. „Ég er virkilega sáttur. Ég var með besta lögfræðinginn í þessu fagi,“ sagði Atli Már brosandi. „Hann kann alla króka og kima í meiðyrðamálum en ég vonaðist alltaf til að réttlætið myndi sigra að lokum og það gerði það hérna í dag.“Lögmaður Atla Más í málinu var Gunnar Ingi Jóhannsonn hæstaréttarlögmaður. Blaðamannafélag Íslands stóð straum af málskostnaði Atla Más í málinu, en Guðmundur Spartakus þarf að greiða Atla Má 600 þúsund krónur í málskostnað.Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og sneri að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Fjallaði Atli Már um hvarf Friðriks í grein sem birtist á vef Stundarinnar 1. desember 2016. Krafðist Guðmundur Spartakus ómerkingu á ærumeiðandu ummælum í greininni sem og víðar, auk 10 milljóna króna í miskabætur.„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir mig. Þetta snerist um tíu milljóna króna skaðabótakröfu sem hefði sett mig á hausinn, persónulega,“ segir Atli sem segist einnig vera þakklátur fyrir að Stundin, sem einnig var stefnt í málinu, þurfi ekki að greiða bætur vegna málsins.Segir Atli Már að málið hafi tekið á og að honum hafi borist ítrekaðar líflátshótanir, þar af tvær um Hvítasunnuhelgina, sem hann segir hafa verið kærðar til lögreglu.„Þetta er búið að vera strembið“.Atli Már og Gunnar Ingi, lögmaður hans, fallast í faðma eftir að dómur í málinu var kveðinn upp.Vísir/VilhelmSegist finna til með fjölmiðlamönnum á RÚV Atli Már var ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings hérlendis.Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Þá krafðist Guðmundur Spartakus samtals tíu milljóna í bætur frá fjórum fréttamönnum RÚV. Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins.Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er sögð vera mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Segir Atli Már að í ljósi sýknudóma í máli hans og Sigmundar Ernis þurfi forsvarsmenn RÚV að svara fyrir ákvörðunina um að semja.„Það er eitthvað sem forsvarsmenn RÚV verða að svara fyrir. Ég að sjálfsögðu finn til með öllum fjölmiðlamönnum sem starfa á RÚV því að þessi sátt er gerð í algjörri andstæðu við þá og ég veit að menn eru ekki sáttir upp í Efsaleiti, bara langt í frá,“ segir Atli Már.Segir hann sátt RÚV við Guðmund Spartakus gera það að verkum að hann hafi fjármagn til þess að standa í baráttu við fjölmiðla í dómsmálum sem þessum.„Þó svo að ég hafi unnið þessa orrustu, þá vann Guðmundur Spartakus stríðið. Hann á pening til þess að greiða allan þennan málskostnað. Hann getur kært málið til Landsréttar sem hann kemur eflaust til með að gera og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að punga sjálfur út pening, RÚV er búið að borga allar málsbætur og kostnað fyrir hann.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49
Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00
„Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45