Fyrrverandi leikmaður Fram og Breiðabliks dæmdur fyrir kynferðisbrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2018 06:15 Dómari í Lyngby las upp dóminn yfir Hans Fróða Hansen í gær. Skjáskot Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi. Dómsmál Norðurlönd Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi.
Dómsmál Norðurlönd Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira