20 mánaða fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. júní 2018 11:24 Fólkið kynntist um borð í Herjólfi Vísir/Einar Árnason Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Brotaþoli lagði fram kæru þann 6. ágúst árið 2015. Þar sagðist hún hafa farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum helgina áður ásamt tveimur vinum sínum. Í Herjólfi hafði hún hitt hinn dæmda, sem bauð henni og vinum hennar að tjalda á sama svæði og hann og vinir hans og þau hafi þegið það. Á föstudeginum, þann 31. júlí, hafi hún byrjað að drekka um hádegi og mundi lítið eftir það. Hún hafi þó munað eftir að hafa allur hópurinn hafi setið í hring í brekkunni og spilað, dansað og sungið. Henni hafi síðar verið sagt að hún hafi dáið áfengisdauða í brekkunni klukkan ellefu um kvöldið og þá hafi ákærði farið með henni í tjaldið hennar. Næsta morgun hafi hún vaknað í öllum fötunum. Hún hafði ekki vör við né séð merki um að hún hefði haft samfarir um nóttina.Vildi biðjast fyrirgefningar Á laugardeginum hafi ákærði sagt henni hversu drukkin hún var þegar hann fór með hana í tjaldið, en aldrei minnst á að eitthvað hefði gerst á milli þeirra. Hins vegar hafi vinur hennar spurt hana ítrekað hvort hún hefði sofið hjá ákærða. Hún hafi neitað því og sagðist ekki trúa að það hefði gerst. Á sunnudeginum hafi vinur hennar sagst hafa komið inn í tjaldið um nóttina og hafi þá séð ákærða ofan á henni naktri. Eftir þetta hafi hún forðast ákærða en seinna um daginn hafi hann viljað ræða við hana og hún fallist á það. Þá sagði hann að hún hafi dáið hjá honum í brekkunni og hann hafi fylgt henni í tjaldið. Þegar þangað var komið og hann hafði verið að hjálpa henni úr skónum hafi hún beðið hann um að leggjast við hliðina á sér. Hann hafi túlkað það sem svo að hann mætti gera það sem hann vildi. Þá hafi vinur hennar komið inn í tjaldið og þá hafi hann farið strax af henni. Honum liði eins og hann hefði nauðgað henni og vildi biðjast fyrirgefningar. Konan fór frá Eyjum þann 3. ágúst og leitaði sama dag á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Í niðurstöðum læknis segir að ákærði hafi viðurkennt samfarir bæði við hana og í SMS-i og að hún væri í uppnámi við skoðun. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa haft samræði við konuna en neitaði að það hefði verið án vilja hennar og vitundar.Sekur um gróft og alvarlegt brot Fyrir dómi báru vitni ýmsir sem voru með fólkinu í för þessa helgi. Meðal annars einn vinur konunnar sem kvaðst hafa fengið SMS frá honum eftir helgina og að í þeim skilaboðum hafi ákærði beðið hann um að „bakka hann upp.“ Það er niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi gerst sekur um gróft og alvarlegt brot gegn brotaþola og kynfrelsi hennar. Hann hafi þó skýrt af hreinskilni frá sinni hlið málsins, þó að dómurinn fallist ekki á að kynmökin hafi verið með samþykki hennar. Þá beri að taka tillit til þess að brotið átti sér stað 31. Júlí 2015 og lögreglurannsókn var að fullu lokið í nóvember það sama ár. Þrátt fyrir það var ákæra ekki gefin út fyrr en þann 22. janúar á þessu áru. Maðurinn er sem fyrr segir dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann greiðir konunni eina og hálfa milljón í miskabætur.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Brotaþoli lagði fram kæru þann 6. ágúst árið 2015. Þar sagðist hún hafa farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum helgina áður ásamt tveimur vinum sínum. Í Herjólfi hafði hún hitt hinn dæmda, sem bauð henni og vinum hennar að tjalda á sama svæði og hann og vinir hans og þau hafi þegið það. Á föstudeginum, þann 31. júlí, hafi hún byrjað að drekka um hádegi og mundi lítið eftir það. Hún hafi þó munað eftir að hafa allur hópurinn hafi setið í hring í brekkunni og spilað, dansað og sungið. Henni hafi síðar verið sagt að hún hafi dáið áfengisdauða í brekkunni klukkan ellefu um kvöldið og þá hafi ákærði farið með henni í tjaldið hennar. Næsta morgun hafi hún vaknað í öllum fötunum. Hún hafði ekki vör við né séð merki um að hún hefði haft samfarir um nóttina.Vildi biðjast fyrirgefningar Á laugardeginum hafi ákærði sagt henni hversu drukkin hún var þegar hann fór með hana í tjaldið, en aldrei minnst á að eitthvað hefði gerst á milli þeirra. Hins vegar hafi vinur hennar spurt hana ítrekað hvort hún hefði sofið hjá ákærða. Hún hafi neitað því og sagðist ekki trúa að það hefði gerst. Á sunnudeginum hafi vinur hennar sagst hafa komið inn í tjaldið um nóttina og hafi þá séð ákærða ofan á henni naktri. Eftir þetta hafi hún forðast ákærða en seinna um daginn hafi hann viljað ræða við hana og hún fallist á það. Þá sagði hann að hún hafi dáið hjá honum í brekkunni og hann hafi fylgt henni í tjaldið. Þegar þangað var komið og hann hafði verið að hjálpa henni úr skónum hafi hún beðið hann um að leggjast við hliðina á sér. Hann hafi túlkað það sem svo að hann mætti gera það sem hann vildi. Þá hafi vinur hennar komið inn í tjaldið og þá hafi hann farið strax af henni. Honum liði eins og hann hefði nauðgað henni og vildi biðjast fyrirgefningar. Konan fór frá Eyjum þann 3. ágúst og leitaði sama dag á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Í niðurstöðum læknis segir að ákærði hafi viðurkennt samfarir bæði við hana og í SMS-i og að hún væri í uppnámi við skoðun. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa haft samræði við konuna en neitaði að það hefði verið án vilja hennar og vitundar.Sekur um gróft og alvarlegt brot Fyrir dómi báru vitni ýmsir sem voru með fólkinu í för þessa helgi. Meðal annars einn vinur konunnar sem kvaðst hafa fengið SMS frá honum eftir helgina og að í þeim skilaboðum hafi ákærði beðið hann um að „bakka hann upp.“ Það er niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi gerst sekur um gróft og alvarlegt brot gegn brotaþola og kynfrelsi hennar. Hann hafi þó skýrt af hreinskilni frá sinni hlið málsins, þó að dómurinn fallist ekki á að kynmökin hafi verið með samþykki hennar. Þá beri að taka tillit til þess að brotið átti sér stað 31. Júlí 2015 og lögreglurannsókn var að fullu lokið í nóvember það sama ár. Þrátt fyrir það var ákæra ekki gefin út fyrr en þann 22. janúar á þessu áru. Maðurinn er sem fyrr segir dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann greiðir konunni eina og hálfa milljón í miskabætur.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira