Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Góðar fréttir fyrir Pál Axel

    Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindavíkur, fékk góðar fréttir hjá læknum í morgun þegar hann fór í skoðun vegna hnémeiðsla sem héldu honum frá leik Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í gærkvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Okkur verður slátrað með svona spilamennsku

    "Það verður vonandi annar bragur á okkur í næsta leik. Ég vona að þetta sé það sem við þurftum til að vakna. Ef við spilum aftur svona á miðvikudaginn, þá slátra þeir okkur," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, eftir að lið hans var kjöldregið 110-82 í Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur hefur sparað skotin gegn Grindavík í vetur

    Það mun mikið mæða á þjálfurum Snæfells, Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni, í kvöld þegar Grindavík og Snæfell mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Leikurinn fer fram í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll Axel verður ekki með Grindavík í kvöld

    Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur orðið fyrir blóðtöku á versta mögulega tíma. Páll Axel Vilbergsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með liðinu í fyrsta leiknum gegn Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnór: Þetta er rétt að byrja

    "Þetta var flottur leikur hjá okkur, sérstaklega varnarleikurinn," sagði Jón Arnór Stefánsson hjá KR eftir að hans menn tóku Keflavík í kennslustund 102-74 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann stórsigur á Keflavík

    KR hefur tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir öruggan 102-74 sigur á heimavelli í fyrsta leik liðanna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell í undanúrslitin

    Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik: Ég var mjög smeykur

    Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    85 prósent oddaleikjanna hafa unnist heima

    Snæfell og Stjarnan mætast í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Það lið sem vinnur leikinn sem fram fer í Stykkishólmi er komið í undanúrslit Íslandsmótsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ég er ekkert hættur að þjálfa

    Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks í Iceland Express deildinni tilkynnti í gærkvöld að hann væri hættur störfum hjá félaginu. Það var karfan.is sem greindi frá þessu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík í undanúrslitin

    Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vill ekki þurfa að horfa upp á Keflavíkurglottið

    Við viljum auðvitað ekkert fara í sumarfrí strax í mars þannig að það kemur ekkert annað til greina en að vinna í kvöld," sagði Magnús Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur þegar Vísir náði tali af honum fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sverrir Þór: Við eigum líka inni

    Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ég er stoltur af mínu liði

    "Það eru auðvitað vonbrigði að tímabilið sé á enda, mér fannst við eiga meira inni," sagði Hreggviður Magnússon leikmaður ÍR í samtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.

    Körfubolti