Umfjöllun: Keflavík enn á lífi eftir sigur í framlengdum leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2011 21:27 Það var svakaleg barátta í KR-höllinni í kvöld. Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg og það sást í upphafi enda mættu þeir mun grimmari til leiks. Tóku frumkvæðið og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-27. KR-ingar komu til baka í öðrum leikhluta, náðu að jafna en Keflvíkingar bitu þá í skjaldarrendur og tóku aftur fram úr. Staðan í hálfleik, 49-53. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Ciric allir öflugir hjá Keflavík. KR-ingar óvenju daufir en Finnur Atli Magnússon sprækastur þeirra og Hreggviður Magnússon kom einnig með fimm stig. Eins og svo oft áður í vetur komu KR-ingar til baka í þriðja leikhluta. Hreggviður Magnússon leiddi endurkomu Vesturbæinga en gjörsamlega allt fór niður hjá honum. Hreggviður hitti úr sex fyrstu skotum sínum og þar af voru þrír þristar. KR komst yfir, 67-63, og þá tók Keflavík leikhlé. Það skilaði sínu hjá Guðjóni Skúlasyni þjálfara því Keflavík komst yfir. Það reyndist skammgóður vermir því Hreggviður setti niður enn einn þristinn. Ótrúleg frammistaða hjá honum. Baráttan í fjórða leikhluta var gríðarleg. Keflvíkingar neituðu að gefast upp og leikurinn var algjörlega í járnum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Lokakaflinn var með ólíkindum spennandi. Liðin skiptust á að leiða og þegar rúm mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn. Keflavík náði svo fimm stiga forskoti, 96-101 þegar 50 sekúndur voru eftir. Hreggviður snöggkólnaði þá óvænt og klúðraði tveimur þriggja stiga skotum í röð. Keflvíkingar fóru á vítalínuna þar sem þeir voru heitir. KR saxaði samt á forskotið. Þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir setti Brynjar Þór Björnsson niður ótrúlegan þrist af löngu færi. Fáranlega flott karfa. Keflavík fékk eitt lokatækifæri. Þeir köstuðu langri sendingu inn á Sigurð Þorsteinsson. Hann var í úrvalsfæri en boltinn dansaði á hringnum en ekki vildi boltinn ofan í. 106-106 og framlengt. Ótrúlegur lokakafli. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fimm fyrstu stigin. KR kom til baka eins og áður. Þá var komið að Magnúsi Gunnarssyni að setja niður þrist. 109-117 og tvær og hálf mínúta eftir. Magnús var ekki hættur og kom Keflavík í tíu stiga forskot, 112-122 þegar tvær mínútur voru eftir. Þetta bil náði KR aldrei að brúa og magnaðir Keflvíkingar eru því enn á lífi. Ciric var stórkostlegur í liði Keflavíkur með 42 stig. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Magnús einnig afar sterkir. Hjá KR voru Hreggviður, Brynjar Björn og Walker bestir. Pavel einnig góður með þrefalda tvennu.KR-Keflavík 135-139 (21-27, 28-26, 30-20, 27-33, 29-33) KR: Marcus Walker 29/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 28/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/15 fráköst/17 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst Angantýsson 2. Keflavík: Andrija Ciric 42/6 fráköst, Thomas Sanders 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg og það sást í upphafi enda mættu þeir mun grimmari til leiks. Tóku frumkvæðið og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-27. KR-ingar komu til baka í öðrum leikhluta, náðu að jafna en Keflvíkingar bitu þá í skjaldarrendur og tóku aftur fram úr. Staðan í hálfleik, 49-53. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Ciric allir öflugir hjá Keflavík. KR-ingar óvenju daufir en Finnur Atli Magnússon sprækastur þeirra og Hreggviður Magnússon kom einnig með fimm stig. Eins og svo oft áður í vetur komu KR-ingar til baka í þriðja leikhluta. Hreggviður Magnússon leiddi endurkomu Vesturbæinga en gjörsamlega allt fór niður hjá honum. Hreggviður hitti úr sex fyrstu skotum sínum og þar af voru þrír þristar. KR komst yfir, 67-63, og þá tók Keflavík leikhlé. Það skilaði sínu hjá Guðjóni Skúlasyni þjálfara því Keflavík komst yfir. Það reyndist skammgóður vermir því Hreggviður setti niður enn einn þristinn. Ótrúleg frammistaða hjá honum. Baráttan í fjórða leikhluta var gríðarleg. Keflvíkingar neituðu að gefast upp og leikurinn var algjörlega í járnum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Lokakaflinn var með ólíkindum spennandi. Liðin skiptust á að leiða og þegar rúm mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn. Keflavík náði svo fimm stiga forskoti, 96-101 þegar 50 sekúndur voru eftir. Hreggviður snöggkólnaði þá óvænt og klúðraði tveimur þriggja stiga skotum í röð. Keflvíkingar fóru á vítalínuna þar sem þeir voru heitir. KR saxaði samt á forskotið. Þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir setti Brynjar Þór Björnsson niður ótrúlegan þrist af löngu færi. Fáranlega flott karfa. Keflavík fékk eitt lokatækifæri. Þeir köstuðu langri sendingu inn á Sigurð Þorsteinsson. Hann var í úrvalsfæri en boltinn dansaði á hringnum en ekki vildi boltinn ofan í. 106-106 og framlengt. Ótrúlegur lokakafli. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fimm fyrstu stigin. KR kom til baka eins og áður. Þá var komið að Magnúsi Gunnarssyni að setja niður þrist. 109-117 og tvær og hálf mínúta eftir. Magnús var ekki hættur og kom Keflavík í tíu stiga forskot, 112-122 þegar tvær mínútur voru eftir. Þetta bil náði KR aldrei að brúa og magnaðir Keflvíkingar eru því enn á lífi. Ciric var stórkostlegur í liði Keflavíkur með 42 stig. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Magnús einnig afar sterkir. Hjá KR voru Hreggviður, Brynjar Björn og Walker bestir. Pavel einnig góður með þrefalda tvennu.KR-Keflavík 135-139 (21-27, 28-26, 30-20, 27-33, 29-33) KR: Marcus Walker 29/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 28/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/15 fráköst/17 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst Angantýsson 2. Keflavík: Andrija Ciric 42/6 fráköst, Thomas Sanders 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira