Umfjöllun: Aftur vann Keflavík í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar 4. apríl 2011 21:16 Pavel Ermolinskij og Magnús Þór Gunnarsson takast hér á. Þeir áttu báðir góðan leik í kvöld. Mynd/Daníel Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka. Keflvíkingar byrjuðu vel og eftir tvær þriggja stiga körfur í röð frá Gunnari Einarssyni komst Keflavík í 13-8. KR-ingar svöruðu hinsvegar með tíu stigum í röð á fjórum mínútum og voru komnir með fimm stiga forskot, 18-13. KR leiddi síðan með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-17. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhlutann vel og tvær magnaðar þriggja stiga körfur Magnúsar Þórs Gunnarssonar kom þeim yfir í 25-22 þegar ekki voru liðnar tvær mínútur af leikhlutanum. Keflavík var síðan 33-27 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks þegar annar tíu stiga sprettur KR kom þeim aftur yfir í 37-33. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu átta stigin í þessum spretti og var þarna kominn með 16 stig í leiknum. Keflvíkingar áttu hinsvegar lokaorðið í fyrri hálfleiknum og tókst að jafna leikinn í 44-44 fyrir leikhlé en aðeins Marcus Walker skoraði fyrir KR á síðustu þremur mínútum hálfleiksins. Liðin voru búin að skipta tíu sinnum um forystuna í hröðum og skemmtilegum hálfleik. Magnús Þór Gunnarsson og Thomas Sanders voru báðir komnir með ellefu stig fyrir Keflavík í hálfleik en hjá KR var Brynjar Þór með 16 stig og Marcus Walker hafði skorað 12 stig þar af 9 þeirra í öðrum leikhlutanum. Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum og liðin skiptust sex sinnum á því að hafa forystuna. Í stöðunni 61-61 tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR leikhlé og KR-ingar svöruðu með skora átta síðustu stig leikhlutans og vera 69-61 fyrir fjórða leikhlutann. Pavel Ermolinskij var aðeins búinn að skora tvö stig á fyrstu 29 mínútum leiksins en skoraði þarna fimm af þessum átta stigum. Pavel átti heldur betur eftir að láta til sína taka á næstu mínútum því hann skoraði átta stig á fyrstu fimm mínútunum fjórða leikhlutans og hjálpaði KR að ná níu stiga stiga forskot, 84-75. Keflvíkingar voru hinsvegar ekki á því að gefast upp og með frábærum 10-1 spretti tókst þeim að jafna metin í 87-87. Magnús Þór Gunnarsson jafnaði leikinn með sinni sjöundu þriggja stiga körfu í leiknum og eins og þær flestar í leiknum var hún af dýrari gerðinni. Andrija Ciric kom síðan Keflavík í 89-87 þegar 24 sekúndur voru eftir og braut síðan á Hreggviði Magnússyni þegar 9 og hálf sekúnda var eftir. Marcus Walker komst samt á þeim tíma í frítt sniðskot og náði að jafna leikinn í 89-89 þegar rétt tæpar fimm sekúndur voru eftir. Lokaskot Andrija Ciric geigaði og því varð að framlengja annan leikinn í röð. KR-ingar skoruðu sex fyrstu stig framlengingunnar og Keflvíkingar misstu auk þess Andrija Ciric út af með fimm villur. Hörður Axel Vilhjálmsson jafnaði hinsvegar leikinn með tveimur þristum í röð með aðeins 30 sekúndna millibili. Marcus Walker stal þá tveimur boltum í röð með aðeins 17 sekúndna millibili og það skilaði sér í tveimur auðveldum hraðaupphlaupskörfum og fjögurra stiga forystu, 101-97. Gunnar Einarsson setti niður þrist, minnkaði muninn í eitt stig og hélt spennunni í leiknum. Fannar Ólafsson kom KR í 103-100 en Sigurður Gunnar Þorsteinsson setti þá niður tvö víti og varði síðan sniðskot frá Marcus Walker. Magnús Þór reyndi erfitt þriggja stiga skot en Thomas Sanders náði sóknarfrákastinu og kom Keflavík yfir í 104-103. Walker tókst ekki að skora í næsti sókn og það var síðan brotið á Sigurði Gunnar Þorsteinssyni í frákastinu. Hann klikkaði á vítunum og KR fékk sókn þegar fimm sekúndur voru eftir. Ólafur Már Ægisson fékk lokaskotið en Gunnar Einarsson náði að verja skotið og sigur Keflavíkur var í höfn.Keflavík-KR 104-103 (17-20, 27-24, 17-25, 28-20, 15-14) Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 29/4 fráköst, Thomas Sanders 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Andrija Ciric 13/11 fráköst, Gunnar Einarsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 5. KR: Marcus Walker 28/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/17 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst/3 varin skot, Fannar Ólafsson 9/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Ólafur Már Ægisson 6, Hreggviður Magnússon 6. Dominos-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka. Keflvíkingar byrjuðu vel og eftir tvær þriggja stiga körfur í röð frá Gunnari Einarssyni komst Keflavík í 13-8. KR-ingar svöruðu hinsvegar með tíu stigum í röð á fjórum mínútum og voru komnir með fimm stiga forskot, 18-13. KR leiddi síðan með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-17. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhlutann vel og tvær magnaðar þriggja stiga körfur Magnúsar Þórs Gunnarssonar kom þeim yfir í 25-22 þegar ekki voru liðnar tvær mínútur af leikhlutanum. Keflavík var síðan 33-27 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks þegar annar tíu stiga sprettur KR kom þeim aftur yfir í 37-33. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu átta stigin í þessum spretti og var þarna kominn með 16 stig í leiknum. Keflvíkingar áttu hinsvegar lokaorðið í fyrri hálfleiknum og tókst að jafna leikinn í 44-44 fyrir leikhlé en aðeins Marcus Walker skoraði fyrir KR á síðustu þremur mínútum hálfleiksins. Liðin voru búin að skipta tíu sinnum um forystuna í hröðum og skemmtilegum hálfleik. Magnús Þór Gunnarsson og Thomas Sanders voru báðir komnir með ellefu stig fyrir Keflavík í hálfleik en hjá KR var Brynjar Þór með 16 stig og Marcus Walker hafði skorað 12 stig þar af 9 þeirra í öðrum leikhlutanum. Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum og liðin skiptust sex sinnum á því að hafa forystuna. Í stöðunni 61-61 tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR leikhlé og KR-ingar svöruðu með skora átta síðustu stig leikhlutans og vera 69-61 fyrir fjórða leikhlutann. Pavel Ermolinskij var aðeins búinn að skora tvö stig á fyrstu 29 mínútum leiksins en skoraði þarna fimm af þessum átta stigum. Pavel átti heldur betur eftir að láta til sína taka á næstu mínútum því hann skoraði átta stig á fyrstu fimm mínútunum fjórða leikhlutans og hjálpaði KR að ná níu stiga stiga forskot, 84-75. Keflvíkingar voru hinsvegar ekki á því að gefast upp og með frábærum 10-1 spretti tókst þeim að jafna metin í 87-87. Magnús Þór Gunnarsson jafnaði leikinn með sinni sjöundu þriggja stiga körfu í leiknum og eins og þær flestar í leiknum var hún af dýrari gerðinni. Andrija Ciric kom síðan Keflavík í 89-87 þegar 24 sekúndur voru eftir og braut síðan á Hreggviði Magnússyni þegar 9 og hálf sekúnda var eftir. Marcus Walker komst samt á þeim tíma í frítt sniðskot og náði að jafna leikinn í 89-89 þegar rétt tæpar fimm sekúndur voru eftir. Lokaskot Andrija Ciric geigaði og því varð að framlengja annan leikinn í röð. KR-ingar skoruðu sex fyrstu stig framlengingunnar og Keflvíkingar misstu auk þess Andrija Ciric út af með fimm villur. Hörður Axel Vilhjálmsson jafnaði hinsvegar leikinn með tveimur þristum í röð með aðeins 30 sekúndna millibili. Marcus Walker stal þá tveimur boltum í röð með aðeins 17 sekúndna millibili og það skilaði sér í tveimur auðveldum hraðaupphlaupskörfum og fjögurra stiga forystu, 101-97. Gunnar Einarsson setti niður þrist, minnkaði muninn í eitt stig og hélt spennunni í leiknum. Fannar Ólafsson kom KR í 103-100 en Sigurður Gunnar Þorsteinsson setti þá niður tvö víti og varði síðan sniðskot frá Marcus Walker. Magnús Þór reyndi erfitt þriggja stiga skot en Thomas Sanders náði sóknarfrákastinu og kom Keflavík yfir í 104-103. Walker tókst ekki að skora í næsti sókn og það var síðan brotið á Sigurði Gunnar Þorsteinssyni í frákastinu. Hann klikkaði á vítunum og KR fékk sókn þegar fimm sekúndur voru eftir. Ólafur Már Ægisson fékk lokaskotið en Gunnar Einarsson náði að verja skotið og sigur Keflavíkur var í höfn.Keflavík-KR 104-103 (17-20, 27-24, 17-25, 28-20, 15-14) Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 29/4 fráköst, Thomas Sanders 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Andrija Ciric 13/11 fráköst, Gunnar Einarsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 5. KR: Marcus Walker 28/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/17 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst/3 varin skot, Fannar Ólafsson 9/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Ólafur Már Ægisson 6, Hreggviður Magnússon 6.
Dominos-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum