Marculinskij er heitasta nýyrðið í íslenskum körfubolta því KR-ingarnir Pavel Ermolinskij og Marcus Walker fara á kostum þessa dagana í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Þeir eru saman með 45,3 stig, 19.8 fráköst og 12,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum KR í úrslitakeppninni og hafa skilað saman framlagi upp á 50 eða meira í öllum þessum leikjum. Meðalframlag þeirra í leik er upp á 56,8.
KR-liðið er líka taplaust og aðeins einum sigurleik frá því að sópa báðum Reykjanesbæjarisunum út úr úrslitakeppninni í ár en þriðji leikur KR og Keflavíkur í undanúrslitaeinvígi þeirra er í DHL-höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pavel Ermolinskij er með 15,8 stig, 14,5 fráköst og 9,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í þessum fjórum sigurleikjum KR á Njarðvík og Keflavík en hann er með framlag upp á 28,5 í leik.
Marcus Walker er með 29,5 stig að meðaltali í leik í þessum fjórum sigurleikjum KR á Njarðvík og Keflavík en hann hefur auk þess tekið 5,3 fráköst og gefið 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Framlag Walker í þessum fjórum leikjum er upp á 28,3 í leik.
Marculinskij-tvíeykið í úrslitakeppninni 201192-80 sigur á Njarðvík í fyrsta leik
Pavel: 6 stig, 9 fráköst og 11 stoðsendingar (23 í framlagi)
Marcus: 33 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar (39 í framlagi)
Samanlagt: 39 stig, 15 fráköst og 16 stoðsendingar (62 í framlagi)
96-80 sigur á Njarðvík í öðrum leik
Pavel: 16 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar (32 í framlagi)
Marcus: 21 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar (18 í framlagi)
Samanlagt: 37 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar (50 í framlagi)
87-79 sigur á Keflavík í fyrsta leik
Pavel: 24 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar (28 í framlagi)
Marcus: 33 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar (27 í framlagi)
Samanlagt: 57 stig, 21 frákast og 12 stoðsendingar (55 í framlagi)
105-87 sigur á Keflavík í öðrum leik
Pavel: 17 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar (31 í framlagi)
Marcus: 31 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar (29 í framlagi)
Samanlagt: 48 stig, 23 fráköst og 11 stoðsendingar (60 í framlagi)
Marculinskij er heitasta nýyrðið í íslenskum körfubolta
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
