Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    KR-ingar unnu deildarmeistarana með 23 stigum - myndir

    KR-ingar tryggðu sér annað sætið í Iceland Express deild karla og leiki gegn Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar með því að vinna sannfærandi 23 stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Snæfells í lokaumferð deildarkeppninnar í gærkvöldi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Ólafur: Spiluðum hörmulega vörn

    "Það var fullrólegt yfir okkur í dag. Það skorti alla baráttu í okkur og varnarlega vorum við gjörsamlega hörmulegir. KR skoraði 38 stig á okkur í þriðja leikhluta og það á ekki að gerast,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir stórt tap liðsins gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 116-93.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brenton lék með Njarðvík í kvöld

    Brenton Joe Birmingham, tók skóna ofan af hillunni, og lék með Njarðvík í 96-84 sigri á Tindastól í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Brenton skoraði 14 stig á tæpum þrettán mínútum í leiknum og þær unnu Njarðvíkingar með 13 stiga mun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Mikilvægur sigur fyrir sjálfstraustið

    „Þetta var frábær sigur og það hefði verið slæmt fyrir sjálfstraustið að fara inn í úrslitakeppnina með þrjú töp á bakinu. Andinn í hópnum hefði líklega ekki verið góður ef við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir frábæran sigur KR gegn Snæfelli í Iceland Express deild karla í kvöld, 116-93.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hópslagsmál á Ásvöllum í kvöld

    Það sauð heldur betur upp úr í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í körfubolta á Ásvöllum í kvöld. Haukarnir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 88-68 sigri en gætu verið án nokkurra leikmanna í fyrsta leik á móti Snæfelli því fjórum leikmönnum liðsins var vikið út úr húsi í kvöld og einn leikmaður endaði á sjúkrahúsi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppninni

    Haukar tryggðu sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með því að vinna öruggan 20 stiga sigur á botnliði KFÍ, 88-68, í lokaumferðinni í kvöld. Fjölnir vann á sama tíma fjögurra stiga sigur á ÍR en missti naumlega af úrslitakeppninni annað árið í röð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum

    KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla

    "Ég verð að viðurkenna að þetta kemur mér nokkuð á óvart og er mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sem varð deildarmeistari í Iceland Express deild karla í kvöld. Snæfell vann sigur á Hamri á heimavelli, 76-64 á meðan KR tapaði illa fyrir ÍR í Seljaskóla, 125-94. Þar með er ljóst að Snæfell er deildarmeistari.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell getur orðið deildarmeistari í kvöld

    Snæfell getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld verði úrslit kvöldsins þeim hagstæð. Vinni Snæfell sigur á Hamar í Hólminum á sama tíma og KR tapar sínum leik á móti ÍR í Seljaskóla þá fer deildarmeistaratitilinn á loft í Fjárhúsinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á eftir þeim

    "Við vorum strax tveimur skrefum á eftir þeim,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. Snæfellingar voru teknir í bakaríið í kvöld þegar Stjarnan sigraði þá örugglega 94-80 í 20. umferð Iceland-Express deild karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Besti leikurinn okkar á tímabilinu

    "Þessi sigur var aldrei í hættu og líklega besti leikur okkar á tímabilinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan bar sigur úr býtum gegn Íslandsmeisturum Snæfells, 94-80, í 20. umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund

    Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tröllatroðsla í túrbóútgáfu - myndband

    Fjölnismaðurinn Brandon Brown hefur byrjað frábærlega með Grafarvogsliðinu í Iceland Express deild karla í körfubolta en hann er með 24,5 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í tveimur fyrstu leikjum sínum sem hafa báðir unnist.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar áfram ósigraðir á árinu 2011 - unnu á Króknum

    Marcus Walker átti stórleik þegar nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga fóru á Krókinn og unnu ellefta sigurinn í röð á árinu 2011. KR vann leikinn 85-82 en þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum á móti heimamönnum í Tindastól. Walker skoraði 38 stig í leiknum og hitti úr 65 prósent skota sinna (15 af 23).

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bradford og Helgi Jónas spiluðu með Grindavík sem vann Hamar

    Nick Bradford og Helgi Jónas Guðfinsson spiluðu báðir stórt hlutverk í 87-76 sigri Grindavíkur á Hamar í Iceland Express deild karla í Grindavík í kvöld. Nick er nýkominn til liðsins og þjálfarinn Helgi Jónas spilaði með í kvöld en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur. Saman skoruðu þeir þrettán stig í lokaleikhlutanum þar sem Grindavík tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórða leikhlutann 28-15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR-ingar stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar í Seljaskóla

    ÍR-ingar fóru á kostum í seinni hálfleik í 19 stiga sigri á Stjörnunni, 100-81, í leik liðanna í Seljaskóla í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjörnumenn voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn en fengum slæman skell í Breiðholtinu í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón : Grófum okkar eigin holu

    "Við klúðruðum þessum leik alveg sjálfir,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir tapið í kvöld. Keflvíkingar töpuðu fyrir erkifjendunum í Njarðvík 104-102 eftir framlengdan leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Einar Árni: Getum endað tímabilið með stæl

    ,,Þetta var kærkomin sigur og gríðarlega mikilvægur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Njarðvík vann magnaði sigur gegn Keflvíkingum 104-102 eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölnir vann á Ísafirði og sendi Hamar niður í fallsæti

    Fjölnismenn unnu dýrmætan 101-94 sigur á KFÍ á Ísafirði í Iceland Express deild karla í kvöld en tapið þýðir að Ísfirðingar þurfa nú kraftaverk til þess að bjarga sér frá falli úr deildinni. Fjölnir er hinsvegar i betri málum því liðið komst upp fyrir Hamar og upp úr fallsæti með þessum sigri.

    Körfubolti