Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór 93-83 | KR komið í undanúrslit Guðmundur Marinó Ingvarsson í DHL-höllinni skrifar 24. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán KR sigraði Þór frá Þorlákshöfn 93-83 og er komið í undanúrslit Dominosdeildar karla í körfubolta. KR lagði grunninn að sigrinum strax í upphafi en liðið var með forystuna allan leikinn. KR hóf leikinn frábærlega líkt og í fyrri leiknum í Þorlákshöfn. Liðið spilaði öfluga vörn og leikmenn liðsins hittu vel og náði KR þrettán stiga forystu 27-14. Þór var ákveðið í að láta ekki rúlla yfir sig líkt og í Þorlákshöfn og með mikilli baráttu náði liðið að halda sér inni í leiknum þó munurinn væri tíu stig í hálfleik 46-36. Þór náði að minnka muninn í fimm stig í þriðja leikhluta og virtist hörku spenna vera að komast í leikinn. Svo var ekki því KR jók muninn á ný áður en Þór minnkaði muninn í átta stig fyrir fjórða leikhluta 63-55. KR hóf fjórða leikhluta af krafti og náði mest 21 stigs forystu, 79-58. Með ótrúlegri skotsýningu á loka mínútunum náði Þór að minnka muninn í sex stig 89-83 þegar 30 sekúndur voru eftir. KR kláraði leikinn á vítalínunni og vann sigur sem verður að teljast jafn og öruggur. Þór barðist mun betur í leiknum en kvöld en í fyrri leiknum á fimmtudag en styrkur KR var of mikill fyrir vængbrotið lið Þórs sem saknaði Baldurs Þórs Ragnarssonar og Darra Hilmarssonar, tveggja lykilmanna. Þó KR hafi hafnaði í sjöunda sæti Dominos deildarinnar er liðið ógnarsterkt og verður spennandi að fylgjast með liðinu í framhaldinu. Brynjar: Lögðum grunninn í fyrsta leikhluta„Við hófum leikinn eins og við gerðum í Þorlákshöfn. Við keyrðum á þá þó við höfum ekki verið að hitta jafn vel. Við keyrðum á þá af krafti. Þeir byrjuðu með stórt lið og mér fannst við aðeins sneggri og við lögðum grunninn að góðum sigri í fyrsta leikhluta," sagði Brynjar Þór Björnsson stigahæsti leikmaður KR í leiknum. „Við stungum þá af hérna í fjórða leikhluta en við gáfum þeim að komast inn í leikinn. Ég fór í eitthvað rugl þarna sjálfur en sem betur fer kláruðum við leikinn. „Það var kæruleysi hjá okkur sem gerði þetta smá spennandi en það var fyrir áhorfendur. „Við vissum að það væru hæfileikar í þessu liði þó við höfum ekki verið að sýna það í vetur. Þorlákshöfn saknar tveggja frábærra leikmanna og við nýttum okkur það," sagði Brynjar sem segir ekkert hæft í þeim orðrómi að KR hafi tapaði viljandi fyrir KFÍ í síðustum umferðinni í deildinni til að fá Þór í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Nei, við vorum bara skelfilegir. Við keyrðum í góða sjö tíma í leikinn og þeir börðust fyrir lífi sínu á meðan við vorum að bíða eftir að þetta kláraðist í rauninni. Síðan þegar úrslitakeppnin er komin þá er hausinn rétt skrúfaður á," sagði Brynjar. Benedikt: KR liðið of sterkt„Við erum að elta allan leikinn og náum aldrei tökum á leiknum. Við erum alltaf fyrir aftan og missum þá endanlega frá okkur í lokin," sagði niðurlútur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir leikinn. „Mér fannst menn meira tilbúnir í dag en síðast. Þetta var mikil framför frá síðasta leik. Baráttan og eljan var hérna í kvöld en það voru tæknileg atriði sem voru ekki að detta með okkur í kvöld. „Darri er og hefur verið orkan og krafturinn í þessu liði og Baldur hefur verið og er herra Þór. Hann er sálin og karakterinn í þessu liði og við vitum það sem fylgjumst með þessu liði leik eftir leik hversu mikilvægir þeir eru en þeir voru ekki hérna og hafa ekki verið að undanförnu. Það þýðir ekkert að væla það. Þetta er liðið sem við vorum með núna og KR var betra liðið í þessu einvígi. „Það er ömurlegt að vera búinn að byggja upp sterkt lið og sterka liðsheild sem er til alls líkleg alveg eins og í fyrra og missa síðan lykil pósta út og þurfa að byrja upp á nýtt og sjóða saman annað lið. Það er ekki það skemmtilegasta. „Þetta KR lið er of sterkt og það er of mikil breidd og of mikil gæði til að við getum mætt þeim hér í úrslitakeppni vængbrotnir. Þú þarft að vera með öll þín vopn og öll þín tromp til að fara í gegnum svona sterkt lið," sagði Benedikt að lokum.KR-Þór Þ. 93-83 (27-14, 19-22, 17-19, 30-28) KR: Brandon Richardson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 19/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/8 fráköst, Kristófer Acox 10/8 fráköst/3 varin skot, Martin Hermannsson 9, Darshawn McClellan 7/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/4 fráköst/3 varin skot, Jón Orri Kristjánsson 3, Illugi Steingrímsson 0, Emil Þór Jóhannsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Högni Fjalarsson 0. Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 23/7 fráköst/8 stoðsendingar, David Bernard Jackson 20/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 11, Darrell Flake 10/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Guðmundur Jónsson 4/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0. Leik lokið 93-83: KR komið í undanúrslit.40. mínúta 91-83: Brynjar setur tvö víti niður og Þór klikkar. 14 sekúndur eftir og KR fer á línuna.40. mínúta 89-83: Sex stig og 30 sekúndur eftir.40. mínúta 89-81: Enn hittir Þór, hvar er þessi hitni búin að vera, og tvígrip á Brynjar. Gerist hið ótrúlega?40. mínúta 87-78: Þetta er komið niður í níu stig og 55 sekúndur eftir. Nú reynir á KR á vítalínunni.39. mínúta 87-75: Þórsarar pressa og reyna hvað þeir geta.38. mínúta 84-68: Úrslitin eru ráðin og ljóst að KR er á leiðinni í undanúrslit með því að sópa Þór út úr keppninni.36. mínúta 82-61: KR ætlar ekki að hleypa spennu í þennan leik.35. mínúta 79-58: Þrjú skopp á körfuhringnum og niður. Þristur hjá Brynjari. Fellur allt með KR.34. mínúta 72-57: Fimmtán stig, hvernig ætlar Þór að vinna það upp á rúmum sex mínútum?33. mínúta 70-57: KR ætlar ekki að gera þetta spennandi.32. mínúta 68-57: Og munurinn kominn í tveggja stafa tölu á ný.31. mínúta 64-55: Kristófer setti niður eitt víti og KR vinnur boltann strax aftur.Þriðja leikhluta lokið 63-55: Þór náði að minnka muninn best niður í fimm stig en betur má ef duga skal. KR virðist alltaf geta aukið í þegar þarf.29. mínúta 62-51: Aftur komið í ellefu stig. Þetta breytist fljótt.29. mínúta 60-51: KR komið með þetta upp í níu stig með mikilli baráttu og góðri vörn.28. mínúta 56-51: Fjögur víti niður í röð og munurinn bara fimm stig.27. mínúta56-47: Vítin að klikka hjá Þór. Benjamin búinn að klúðra þremur á stuttum tíma. Það munar um minna.26. mínúta 56-45: Þór þarf einn góðan sprett til að gera þetta virkilega spennandi.25. mínúta 56-42: Veisla fyrir þá sem hafa gaman af góðum sóknarleik þessa stundina.24. mínúta 51-40: Stórkostleg vörn og Brynjar með þrist í bakið á Þór. Slekkur þetta á gestunum?23. mínúta 48-40: Kristófer Acox með sína þriðju troðslu í leiknum.22. mínúta 46-40: Tvær mínútur og munurinn kominn í sex stig.22. mínúta 46-38: Fyrstu stigin í seinni hálfleik skorar Þór.Hálfleikur: Emil Einarsson hefur skorað mest fyrir Þór, 11 stig. Benjamin Smith er með 7 stig.Hálfleikur: Þjálfarinn Helgi Már Magnússon fer fyrir sínu liði og hefur skorað 12 stig. Brandon Richardson hefur skorað 10 og gekið fimm fráköst.Hálfleikur 46-36: Kristófer Acox smellti niður sniðskoti rétt áður leiktímanum lauk og munurinn því 10 stig í hálfleik.19. mínúta 44-33: Nær Þór þessu niður fyrir tíu stigin fyrir hálfleik?19. mínúta 42-29: Ungu mennirnir hjá KR, Kristófer og Martin að bjóða upp á veislu.17. mínúta 39-27: Martin Hermannsson með þrist og munurinn kominn í 12 stig á ný.16. mínúta 35-27: Átta stig.15. mínúta 33-24: Komið niður í níu stig.14. mínúta 31-20: Meira jafnvægi í leiknum núna, þ.e. KR er hætt að auka forskotið í bili án þess þó að Þór minnki muninn að einhverju ráði.13. mínúta 29-19: Þór ætlar að berjast fram í rauðan dauðan, það er ljóst.12. mínúta 27-16: Það tók eina og hálfa mínútu að skora í öðrum leikhluta.Fyrsta leikhluta lokið27-14: KR virðist vera mjög ákveðið í að ætla að klára þetta einvígi hér í kvöld og með spennustigið rétt stillt.10. mínúta 25-14: Þór aðeins farið að bíta frá sér.8. mínúta 23-10: Finnur Magnússon kominn með þrjú varin skot nú þegar.7. mínúta 21-8: Bakverðir KR hirða sóknarfráköst og blaka ofan í á sama tíma og boltinn skoppar upp úr af innanverðum körfuhringnum hjá Þór.6. mínúta19-8: Þór virðist eiga fá svör við leik KR, bæði í vörn og sókn en það er mikið eftir.5. mínúta15-6: Hér skal skorað segir KR og hefur lítið fyrir því enn sem komið er.4. mínúta 9-2: Höfum það 7-0 sprettur.3. mínúta 7-2: Þriggja stiga karfa þjálfarans fullkomnar 5-0 sprett.2. mínúta 2-2: Þá eru liðin komin af stað.1. mínúta 0-0: KR fer illa með þrjú góð færi í sinni fyrstu sókn.Fyrir leik: Nú eru aðeins örfáar mínútur í að leikurinn hefjist og húsið að verða kjaftfullt.Fyrir leik: Brynjar Þór Björnsson hefur skorað mest og gefið flestar stoðsendingar hjá KR í vetur. Hann er með 15,6 stig í leik og 4,4 stoðsendingar. Darshawn McClellan hefur tekið flest fráköst eða 7,3 að meðaltali.Fyrir leik: Benjamin Curtis Smith hefur verið drjúgastur í stigaskorun hjá Þór í vetur. Hann hefur skorað 25,4 stig að meðaltali auk þess að gefa flestar stoðsendingar í liðinu, 5,7 að jafnaði. David Bernard Jackson hefur hirt flest fráköst í leik eða 8,4.Fyrir leik: Liðin skiptu sigrunum á milli sín í deildarkeppninni. Þór vann öruggan sigur á heimavelli í nóvember en KR vann fimm stiga sigur í hörkuleik hér í DHL-höllinni 10. febrúar.Fyrir leik: Það segir þó heilmikið um styrk Dominosdeildarinnar í vetur að KR hafi hafnað þetta neðarlega og eigi mikla möguleika á að fara langt í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Þrátt fyrir margvísleg meiðsla vandræði náði Þór öðru sæti Dominosdeildarinnar en KR olli vissum vonbrigðum í deildarkeppninni með að ná aðeins sjöunda sætinu.Fyrir leik: Ungstirnin Martin Hermannsson og Kirstófer Acox fóru fyrir KR í fyrri leik liðanna sem KR vann með ótrúlegum yfirburðum 121-83 í Þorlákshöfn á fimmtudag.Fyrir leik: KR getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í kvöld en Þór þarf að vinna til að knýja fram oddaleik í Þorlákshöfn á Skírdag.Fyrir leik: Velkomin með okkur í DHL-höllina þar sem öðrum leik KR og Þórs frá Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominosdeildar karla verður lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
KR sigraði Þór frá Þorlákshöfn 93-83 og er komið í undanúrslit Dominosdeildar karla í körfubolta. KR lagði grunninn að sigrinum strax í upphafi en liðið var með forystuna allan leikinn. KR hóf leikinn frábærlega líkt og í fyrri leiknum í Þorlákshöfn. Liðið spilaði öfluga vörn og leikmenn liðsins hittu vel og náði KR þrettán stiga forystu 27-14. Þór var ákveðið í að láta ekki rúlla yfir sig líkt og í Þorlákshöfn og með mikilli baráttu náði liðið að halda sér inni í leiknum þó munurinn væri tíu stig í hálfleik 46-36. Þór náði að minnka muninn í fimm stig í þriðja leikhluta og virtist hörku spenna vera að komast í leikinn. Svo var ekki því KR jók muninn á ný áður en Þór minnkaði muninn í átta stig fyrir fjórða leikhluta 63-55. KR hóf fjórða leikhluta af krafti og náði mest 21 stigs forystu, 79-58. Með ótrúlegri skotsýningu á loka mínútunum náði Þór að minnka muninn í sex stig 89-83 þegar 30 sekúndur voru eftir. KR kláraði leikinn á vítalínunni og vann sigur sem verður að teljast jafn og öruggur. Þór barðist mun betur í leiknum en kvöld en í fyrri leiknum á fimmtudag en styrkur KR var of mikill fyrir vængbrotið lið Þórs sem saknaði Baldurs Þórs Ragnarssonar og Darra Hilmarssonar, tveggja lykilmanna. Þó KR hafi hafnaði í sjöunda sæti Dominos deildarinnar er liðið ógnarsterkt og verður spennandi að fylgjast með liðinu í framhaldinu. Brynjar: Lögðum grunninn í fyrsta leikhluta„Við hófum leikinn eins og við gerðum í Þorlákshöfn. Við keyrðum á þá þó við höfum ekki verið að hitta jafn vel. Við keyrðum á þá af krafti. Þeir byrjuðu með stórt lið og mér fannst við aðeins sneggri og við lögðum grunninn að góðum sigri í fyrsta leikhluta," sagði Brynjar Þór Björnsson stigahæsti leikmaður KR í leiknum. „Við stungum þá af hérna í fjórða leikhluta en við gáfum þeim að komast inn í leikinn. Ég fór í eitthvað rugl þarna sjálfur en sem betur fer kláruðum við leikinn. „Það var kæruleysi hjá okkur sem gerði þetta smá spennandi en það var fyrir áhorfendur. „Við vissum að það væru hæfileikar í þessu liði þó við höfum ekki verið að sýna það í vetur. Þorlákshöfn saknar tveggja frábærra leikmanna og við nýttum okkur það," sagði Brynjar sem segir ekkert hæft í þeim orðrómi að KR hafi tapaði viljandi fyrir KFÍ í síðustum umferðinni í deildinni til að fá Þór í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Nei, við vorum bara skelfilegir. Við keyrðum í góða sjö tíma í leikinn og þeir börðust fyrir lífi sínu á meðan við vorum að bíða eftir að þetta kláraðist í rauninni. Síðan þegar úrslitakeppnin er komin þá er hausinn rétt skrúfaður á," sagði Brynjar. Benedikt: KR liðið of sterkt„Við erum að elta allan leikinn og náum aldrei tökum á leiknum. Við erum alltaf fyrir aftan og missum þá endanlega frá okkur í lokin," sagði niðurlútur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir leikinn. „Mér fannst menn meira tilbúnir í dag en síðast. Þetta var mikil framför frá síðasta leik. Baráttan og eljan var hérna í kvöld en það voru tæknileg atriði sem voru ekki að detta með okkur í kvöld. „Darri er og hefur verið orkan og krafturinn í þessu liði og Baldur hefur verið og er herra Þór. Hann er sálin og karakterinn í þessu liði og við vitum það sem fylgjumst með þessu liði leik eftir leik hversu mikilvægir þeir eru en þeir voru ekki hérna og hafa ekki verið að undanförnu. Það þýðir ekkert að væla það. Þetta er liðið sem við vorum með núna og KR var betra liðið í þessu einvígi. „Það er ömurlegt að vera búinn að byggja upp sterkt lið og sterka liðsheild sem er til alls líkleg alveg eins og í fyrra og missa síðan lykil pósta út og þurfa að byrja upp á nýtt og sjóða saman annað lið. Það er ekki það skemmtilegasta. „Þetta KR lið er of sterkt og það er of mikil breidd og of mikil gæði til að við getum mætt þeim hér í úrslitakeppni vængbrotnir. Þú þarft að vera með öll þín vopn og öll þín tromp til að fara í gegnum svona sterkt lið," sagði Benedikt að lokum.KR-Þór Þ. 93-83 (27-14, 19-22, 17-19, 30-28) KR: Brandon Richardson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 19/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/8 fráköst, Kristófer Acox 10/8 fráköst/3 varin skot, Martin Hermannsson 9, Darshawn McClellan 7/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/4 fráköst/3 varin skot, Jón Orri Kristjánsson 3, Illugi Steingrímsson 0, Emil Þór Jóhannsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Högni Fjalarsson 0. Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 23/7 fráköst/8 stoðsendingar, David Bernard Jackson 20/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 11, Darrell Flake 10/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Guðmundur Jónsson 4/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0. Leik lokið 93-83: KR komið í undanúrslit.40. mínúta 91-83: Brynjar setur tvö víti niður og Þór klikkar. 14 sekúndur eftir og KR fer á línuna.40. mínúta 89-83: Sex stig og 30 sekúndur eftir.40. mínúta 89-81: Enn hittir Þór, hvar er þessi hitni búin að vera, og tvígrip á Brynjar. Gerist hið ótrúlega?40. mínúta 87-78: Þetta er komið niður í níu stig og 55 sekúndur eftir. Nú reynir á KR á vítalínunni.39. mínúta 87-75: Þórsarar pressa og reyna hvað þeir geta.38. mínúta 84-68: Úrslitin eru ráðin og ljóst að KR er á leiðinni í undanúrslit með því að sópa Þór út úr keppninni.36. mínúta 82-61: KR ætlar ekki að hleypa spennu í þennan leik.35. mínúta 79-58: Þrjú skopp á körfuhringnum og niður. Þristur hjá Brynjari. Fellur allt með KR.34. mínúta 72-57: Fimmtán stig, hvernig ætlar Þór að vinna það upp á rúmum sex mínútum?33. mínúta 70-57: KR ætlar ekki að gera þetta spennandi.32. mínúta 68-57: Og munurinn kominn í tveggja stafa tölu á ný.31. mínúta 64-55: Kristófer setti niður eitt víti og KR vinnur boltann strax aftur.Þriðja leikhluta lokið 63-55: Þór náði að minnka muninn best niður í fimm stig en betur má ef duga skal. KR virðist alltaf geta aukið í þegar þarf.29. mínúta 62-51: Aftur komið í ellefu stig. Þetta breytist fljótt.29. mínúta 60-51: KR komið með þetta upp í níu stig með mikilli baráttu og góðri vörn.28. mínúta 56-51: Fjögur víti niður í röð og munurinn bara fimm stig.27. mínúta56-47: Vítin að klikka hjá Þór. Benjamin búinn að klúðra þremur á stuttum tíma. Það munar um minna.26. mínúta 56-45: Þór þarf einn góðan sprett til að gera þetta virkilega spennandi.25. mínúta 56-42: Veisla fyrir þá sem hafa gaman af góðum sóknarleik þessa stundina.24. mínúta 51-40: Stórkostleg vörn og Brynjar með þrist í bakið á Þór. Slekkur þetta á gestunum?23. mínúta 48-40: Kristófer Acox með sína þriðju troðslu í leiknum.22. mínúta 46-40: Tvær mínútur og munurinn kominn í sex stig.22. mínúta 46-38: Fyrstu stigin í seinni hálfleik skorar Þór.Hálfleikur: Emil Einarsson hefur skorað mest fyrir Þór, 11 stig. Benjamin Smith er með 7 stig.Hálfleikur: Þjálfarinn Helgi Már Magnússon fer fyrir sínu liði og hefur skorað 12 stig. Brandon Richardson hefur skorað 10 og gekið fimm fráköst.Hálfleikur 46-36: Kristófer Acox smellti niður sniðskoti rétt áður leiktímanum lauk og munurinn því 10 stig í hálfleik.19. mínúta 44-33: Nær Þór þessu niður fyrir tíu stigin fyrir hálfleik?19. mínúta 42-29: Ungu mennirnir hjá KR, Kristófer og Martin að bjóða upp á veislu.17. mínúta 39-27: Martin Hermannsson með þrist og munurinn kominn í 12 stig á ný.16. mínúta 35-27: Átta stig.15. mínúta 33-24: Komið niður í níu stig.14. mínúta 31-20: Meira jafnvægi í leiknum núna, þ.e. KR er hætt að auka forskotið í bili án þess þó að Þór minnki muninn að einhverju ráði.13. mínúta 29-19: Þór ætlar að berjast fram í rauðan dauðan, það er ljóst.12. mínúta 27-16: Það tók eina og hálfa mínútu að skora í öðrum leikhluta.Fyrsta leikhluta lokið27-14: KR virðist vera mjög ákveðið í að ætla að klára þetta einvígi hér í kvöld og með spennustigið rétt stillt.10. mínúta 25-14: Þór aðeins farið að bíta frá sér.8. mínúta 23-10: Finnur Magnússon kominn með þrjú varin skot nú þegar.7. mínúta 21-8: Bakverðir KR hirða sóknarfráköst og blaka ofan í á sama tíma og boltinn skoppar upp úr af innanverðum körfuhringnum hjá Þór.6. mínúta19-8: Þór virðist eiga fá svör við leik KR, bæði í vörn og sókn en það er mikið eftir.5. mínúta15-6: Hér skal skorað segir KR og hefur lítið fyrir því enn sem komið er.4. mínúta 9-2: Höfum það 7-0 sprettur.3. mínúta 7-2: Þriggja stiga karfa þjálfarans fullkomnar 5-0 sprett.2. mínúta 2-2: Þá eru liðin komin af stað.1. mínúta 0-0: KR fer illa með þrjú góð færi í sinni fyrstu sókn.Fyrir leik: Nú eru aðeins örfáar mínútur í að leikurinn hefjist og húsið að verða kjaftfullt.Fyrir leik: Brynjar Þór Björnsson hefur skorað mest og gefið flestar stoðsendingar hjá KR í vetur. Hann er með 15,6 stig í leik og 4,4 stoðsendingar. Darshawn McClellan hefur tekið flest fráköst eða 7,3 að meðaltali.Fyrir leik: Benjamin Curtis Smith hefur verið drjúgastur í stigaskorun hjá Þór í vetur. Hann hefur skorað 25,4 stig að meðaltali auk þess að gefa flestar stoðsendingar í liðinu, 5,7 að jafnaði. David Bernard Jackson hefur hirt flest fráköst í leik eða 8,4.Fyrir leik: Liðin skiptu sigrunum á milli sín í deildarkeppninni. Þór vann öruggan sigur á heimavelli í nóvember en KR vann fimm stiga sigur í hörkuleik hér í DHL-höllinni 10. febrúar.Fyrir leik: Það segir þó heilmikið um styrk Dominosdeildarinnar í vetur að KR hafi hafnað þetta neðarlega og eigi mikla möguleika á að fara langt í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Þrátt fyrir margvísleg meiðsla vandræði náði Þór öðru sæti Dominosdeildarinnar en KR olli vissum vonbrigðum í deildarkeppninni með að ná aðeins sjöunda sætinu.Fyrir leik: Ungstirnin Martin Hermannsson og Kirstófer Acox fóru fyrir KR í fyrri leik liðanna sem KR vann með ótrúlegum yfirburðum 121-83 í Þorlákshöfn á fimmtudag.Fyrir leik: KR getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í kvöld en Þór þarf að vinna til að knýja fram oddaleik í Þorlákshöfn á Skírdag.Fyrir leik: Velkomin með okkur í DHL-höllina þar sem öðrum leik KR og Þórs frá Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominosdeildar karla verður lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira