30. úrslitakeppnin hefst í kvöld - tölurnar tala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2013 14:12 Frá oddaleik KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Mynd/Daníel Átta liða úrslit úrslitakeppni Dominos-deildar karla hefjast í kvöld með tveimur leikjum en þetta er 30. úrslitakeppnin frá upphafi. Sú fyrsta fór fram 1984 og innihélt þá bara fjögur lið en nú keppa átta lið um Íslandsmeistarabikarinn í sautjánda sinn. Það er vel við hæfi að lið Teits Örlygssonar og Sigurðar Ingimundarsonar hefji leik í þessari tímamóta úrslitakeppni en leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Teitur er sá leikmaður sem hefur unnið Íslandsbikarinn oftast sem leikmaður í úrslitakeppni (10 sinnum) en Sigurður er aftur á móti sá sem hefur unnið Íslandsbikarinn oftast sem þjálfari (5 sinnum). Hinn leikur kvöldsins er á milli Þórs og KR í Þorlákshöfn en Þórsarar urðu í fyrra einmitt átjánda félagið til þess að taka þátt í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar tölur úr sögu úrslitakeppninnar.1 - Njarðvíkingar hafa tekið þátt í öllum úrslitakeppnum nema einni. Þeir misstu af úrslitakeppninni 1993 en urðu síðan Íslandsmeistarar næstu tvö ár á eftir.3 - Þremur liðum hefur tekist að vinna Íslandsbikarinn í úrslitakeppni án þess að tapa leik en því náðu Njarðvíkingar 1984, 1986 og 1987. Í öll skiptin þurfti "bara" að vinna fjóra leiki til að vinna Íslandsbikarinn.4 - Guðjón Skúlason er sá fyrirliði sem hefur oftast lyft Íslandsbikarnum sem var tekinn í notkun 1987. Guðjón var fyrirliði Íslandsmeistara Keflavíkur 1993, 1997, 1999 og 2003. Fannar Ólafsson lyfti Íslandsbikarnum í þriðja sinn vorið 2011.5 - Sigurður Ingimundarson hefur oftast gert félag að Íslandsmeisturum eftir úrslitakeppni eða alls fimm sinnum (1997, 1999, 2003, 2005, 2008). Gunnar Þorvarðarson, Jón Kr. Gíslason, Valur Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson hafa allir unnið þrjá Íslandsmeistaratitla sem þjálfarar.6 - Snæfell varð árið 2010 sjötta félagið til að vinna Íslandsbikarinn. Hin félögin sem hafa unnið titilinn eru Njarðvík (11 sinnum), Keflavík (9), KR (5), Grindavík (2) og Haukar (1).7 - Síðan að bikarkeppnin var færð inn á mitt tímabil veturinn 1992-93 hefur aðeins sjö bikarmeisturum tekist að bæta Íslandsbikarnum við seinna um veturinn. KR gerði það síðast 2011 en árið á undan vann Snæfell einnig tvöfalt.8 - Það eru liðin átta ár síðan að liði tókst að verja Íslandsmeistaratitilinn (Keflavík árið 2005) og það hefur jafnframt aðeins gerst átta sinnum á 29 árum. Njarðvík (1985, 1986 og 1987), Keflavík (1993), Njarðvík (1995), Njarðvík (2002) og Keflavík (2004 og 2005) eru einu liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð.8-1 - Aðeins tveimur liðum hefur tekist að vinna Íslandsbikarinn án þess að tapa meira en einum leik síðan að það þurfti að vinna átta leiki í úrslitakeppninni til að vinna titilinn. Þetta eru Keflavíkurliðin frá 1997 og 2003 en Sigurður Ingimundarson þjálfaði bæði liðin.9 - Það hefur níu sinnum farið fram hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn síðast þegar Snæfell vann í oddaleik í Keflavík 2010. Liðið sem vann leikinn á undan hefur unnið í 6 af þessum oddaleikjum um titilinn en það gerðist í tvö síðustu skiptin (KR 2009 og Snæfell 2010)10 - Teitur Örlygsson vann Íslandsbikarinn tíu sinnum leikmaður og í öll skiptin með Njarðvík. Teitur fékk gull um hálsinn 1984, 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995, 1998, 2001 og 2002.11 - Njarðvík er það félag sem hefur oftast unnið Íslandsbikarinn eftir úrslitakeppnin en Njarðvíkingar unnu titilinn í ellefta skiptið árið 2006.14 - Njarðvík og Keflavík eru þau lið sem hafa oftast leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eða fjórtán sinnum hvort félag. Reykjanesbæjarliðin hafa þrisvar sinnum mæst í lokaúrslitunum eða árin 1991, 1999 og 2002.15 - Skallagrímsliðið í ár verða fimmtándu nýliðarnir sem komast í úrslitakeppnina. Bestum árangri náðu Þórsarar í fyrra þegar þeir komust alla leið í lokaúrslitin.18 - Þór úr Þorlákshöfn varð í fyrra átjánda félagið til þess að komast í úrslitakeppnina, Hin liðin sem hafa tekið þátt eru: Njarðvík (fyrst árið 1984), Valur (1984), KR (1984), Haukar (1984), Keflavík (1986), Grindavík (1990), Skallagrímur (1993), ÍA (1994), ÍR (1995), Þór Ak. (1995), Tindastóll (1996), KFÍ (1998), Snæfell (1999), Hamar (2000), Breiðablik (2002), Fjölnir (2005) og Stjarnan (2009).24 - Keflavík er það félag sem hefur oftast komist í undanúrslitin eða alls 24 sinnum á síðustu 27 árum. Keflavík hefur aðeins þrisvar sinnum misst af undanúrslitunum síðan að átta liða úrslitin voru tekin upp 1995 (2000, 2007 og 2012).65 - Enginn þjálfari hefur stýrt liði til sigurs í fleiri leikjum í úrslitakeppni en Sigurður Ingimundarson. Lið hans hafa unnið 65 af 102 leikjum í úrslitakeppni frá 1997 til 2012. Friðrik Ingi Rúnarsson er í öðru sæti með 54 sigurleiki.69 - Það hafa verið alls spilaðir 69 oddaleikir í 29 ára sögu úrslitakeppninnar það er leikir þar sem sigurvegarinn fer áfram en tapliðið er komið í sumarfrí. Tveir oddaleikir fóru fram í úrslitakeppninni í fyrra en fjórir tvo árin þar á undan.90 - Gunnar Einarsson er sá leikmaður sem hefur spilað flesta sigurleiki í úrslitakeppni eða alls 90 af þeim 143 sem hann lék með Keflavík frá 1995 til 2011. Gunnar vann 31 leik í átta liða úrslitum, 37 leiki í undanúrslitum og 22 leiki í lokaúrslitum. Hann varð Íslandsmeistari sex sinnum.189 - Keflvíkingar hafa spilað flesta leiki í úrslitakeppni en leikurinn í kvöld verður 190. leikur liðsins. Keflavík hefur unnið 114 af þessum 189 leikjum eða 60 prósent leikjanna.1898 - Guðjón Skúlason er stigahæsti leikmaður úrslitakeppninnar frá upphafi en hann skoraði 1898 stig í 133 leikjum frá 1986 til 2006 eða 14,2 að meðaltali í leik.2003 - Það er liðinn áratugur síðan að silfurliði árið á undan tókst að gera betur árið eftir og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Keflvíkingar voru síðastir til að gera það 2003 en áður höfðu aðeins fjórum liðum tekist það (KR 1990, Keflavík 1992, Grindavík 1996 og Keflavík 1997).2013 - 30. úrslitakeppnin hefst í kvöld fimmtudaginn 22. mars með leikum Stjörnunnar og Keflavíkur í Ásgarði í Garðabæ og leik Þórs og KR í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Átta liða úrslit úrslitakeppni Dominos-deildar karla hefjast í kvöld með tveimur leikjum en þetta er 30. úrslitakeppnin frá upphafi. Sú fyrsta fór fram 1984 og innihélt þá bara fjögur lið en nú keppa átta lið um Íslandsmeistarabikarinn í sautjánda sinn. Það er vel við hæfi að lið Teits Örlygssonar og Sigurðar Ingimundarsonar hefji leik í þessari tímamóta úrslitakeppni en leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Teitur er sá leikmaður sem hefur unnið Íslandsbikarinn oftast sem leikmaður í úrslitakeppni (10 sinnum) en Sigurður er aftur á móti sá sem hefur unnið Íslandsbikarinn oftast sem þjálfari (5 sinnum). Hinn leikur kvöldsins er á milli Þórs og KR í Þorlákshöfn en Þórsarar urðu í fyrra einmitt átjánda félagið til þess að taka þátt í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar tölur úr sögu úrslitakeppninnar.1 - Njarðvíkingar hafa tekið þátt í öllum úrslitakeppnum nema einni. Þeir misstu af úrslitakeppninni 1993 en urðu síðan Íslandsmeistarar næstu tvö ár á eftir.3 - Þremur liðum hefur tekist að vinna Íslandsbikarinn í úrslitakeppni án þess að tapa leik en því náðu Njarðvíkingar 1984, 1986 og 1987. Í öll skiptin þurfti "bara" að vinna fjóra leiki til að vinna Íslandsbikarinn.4 - Guðjón Skúlason er sá fyrirliði sem hefur oftast lyft Íslandsbikarnum sem var tekinn í notkun 1987. Guðjón var fyrirliði Íslandsmeistara Keflavíkur 1993, 1997, 1999 og 2003. Fannar Ólafsson lyfti Íslandsbikarnum í þriðja sinn vorið 2011.5 - Sigurður Ingimundarson hefur oftast gert félag að Íslandsmeisturum eftir úrslitakeppni eða alls fimm sinnum (1997, 1999, 2003, 2005, 2008). Gunnar Þorvarðarson, Jón Kr. Gíslason, Valur Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson hafa allir unnið þrjá Íslandsmeistaratitla sem þjálfarar.6 - Snæfell varð árið 2010 sjötta félagið til að vinna Íslandsbikarinn. Hin félögin sem hafa unnið titilinn eru Njarðvík (11 sinnum), Keflavík (9), KR (5), Grindavík (2) og Haukar (1).7 - Síðan að bikarkeppnin var færð inn á mitt tímabil veturinn 1992-93 hefur aðeins sjö bikarmeisturum tekist að bæta Íslandsbikarnum við seinna um veturinn. KR gerði það síðast 2011 en árið á undan vann Snæfell einnig tvöfalt.8 - Það eru liðin átta ár síðan að liði tókst að verja Íslandsmeistaratitilinn (Keflavík árið 2005) og það hefur jafnframt aðeins gerst átta sinnum á 29 árum. Njarðvík (1985, 1986 og 1987), Keflavík (1993), Njarðvík (1995), Njarðvík (2002) og Keflavík (2004 og 2005) eru einu liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð.8-1 - Aðeins tveimur liðum hefur tekist að vinna Íslandsbikarinn án þess að tapa meira en einum leik síðan að það þurfti að vinna átta leiki í úrslitakeppninni til að vinna titilinn. Þetta eru Keflavíkurliðin frá 1997 og 2003 en Sigurður Ingimundarson þjálfaði bæði liðin.9 - Það hefur níu sinnum farið fram hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn síðast þegar Snæfell vann í oddaleik í Keflavík 2010. Liðið sem vann leikinn á undan hefur unnið í 6 af þessum oddaleikjum um titilinn en það gerðist í tvö síðustu skiptin (KR 2009 og Snæfell 2010)10 - Teitur Örlygsson vann Íslandsbikarinn tíu sinnum leikmaður og í öll skiptin með Njarðvík. Teitur fékk gull um hálsinn 1984, 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995, 1998, 2001 og 2002.11 - Njarðvík er það félag sem hefur oftast unnið Íslandsbikarinn eftir úrslitakeppnin en Njarðvíkingar unnu titilinn í ellefta skiptið árið 2006.14 - Njarðvík og Keflavík eru þau lið sem hafa oftast leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eða fjórtán sinnum hvort félag. Reykjanesbæjarliðin hafa þrisvar sinnum mæst í lokaúrslitunum eða árin 1991, 1999 og 2002.15 - Skallagrímsliðið í ár verða fimmtándu nýliðarnir sem komast í úrslitakeppnina. Bestum árangri náðu Þórsarar í fyrra þegar þeir komust alla leið í lokaúrslitin.18 - Þór úr Þorlákshöfn varð í fyrra átjánda félagið til þess að komast í úrslitakeppnina, Hin liðin sem hafa tekið þátt eru: Njarðvík (fyrst árið 1984), Valur (1984), KR (1984), Haukar (1984), Keflavík (1986), Grindavík (1990), Skallagrímur (1993), ÍA (1994), ÍR (1995), Þór Ak. (1995), Tindastóll (1996), KFÍ (1998), Snæfell (1999), Hamar (2000), Breiðablik (2002), Fjölnir (2005) og Stjarnan (2009).24 - Keflavík er það félag sem hefur oftast komist í undanúrslitin eða alls 24 sinnum á síðustu 27 árum. Keflavík hefur aðeins þrisvar sinnum misst af undanúrslitunum síðan að átta liða úrslitin voru tekin upp 1995 (2000, 2007 og 2012).65 - Enginn þjálfari hefur stýrt liði til sigurs í fleiri leikjum í úrslitakeppni en Sigurður Ingimundarson. Lið hans hafa unnið 65 af 102 leikjum í úrslitakeppni frá 1997 til 2012. Friðrik Ingi Rúnarsson er í öðru sæti með 54 sigurleiki.69 - Það hafa verið alls spilaðir 69 oddaleikir í 29 ára sögu úrslitakeppninnar það er leikir þar sem sigurvegarinn fer áfram en tapliðið er komið í sumarfrí. Tveir oddaleikir fóru fram í úrslitakeppninni í fyrra en fjórir tvo árin þar á undan.90 - Gunnar Einarsson er sá leikmaður sem hefur spilað flesta sigurleiki í úrslitakeppni eða alls 90 af þeim 143 sem hann lék með Keflavík frá 1995 til 2011. Gunnar vann 31 leik í átta liða úrslitum, 37 leiki í undanúrslitum og 22 leiki í lokaúrslitum. Hann varð Íslandsmeistari sex sinnum.189 - Keflvíkingar hafa spilað flesta leiki í úrslitakeppni en leikurinn í kvöld verður 190. leikur liðsins. Keflavík hefur unnið 114 af þessum 189 leikjum eða 60 prósent leikjanna.1898 - Guðjón Skúlason er stigahæsti leikmaður úrslitakeppninnar frá upphafi en hann skoraði 1898 stig í 133 leikjum frá 1986 til 2006 eða 14,2 að meðaltali í leik.2003 - Það er liðinn áratugur síðan að silfurliði árið á undan tókst að gera betur árið eftir og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Keflvíkingar voru síðastir til að gera það 2003 en áður höfðu aðeins fjórum liðum tekist það (KR 1990, Keflavík 1992, Grindavík 1996 og Keflavík 1997).2013 - 30. úrslitakeppnin hefst í kvöld fimmtudaginn 22. mars með leikum Stjörnunnar og Keflavíkur í Ásgarði í Garðabæ og leik Þórs og KR í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira