Frábær á réttum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2013 06:00 "Ef við lokum vörninni getum við unnið hvaða lið sem er,“ segir Guðmundur. Mynd/Vilhelm Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8) Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8)
Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum