Frábær á réttum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2013 06:00 "Ef við lokum vörninni getum við unnið hvaða lið sem er,“ segir Guðmundur. Mynd/Vilhelm Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8) Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8)
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum