Sjö ára eltingarleik lokið? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2013 08:00 "Mér fannst gott að fá að handleika bikarinn og vonast til að upplifa þá tilfinningu aftur,” sagði Justin á blaðamannafundi í vikunni. Mynd/Valli „Ég tel okkur eiga góða möguleika. Bikarúrslitaleikurinn gefur okkur mikið sjálfstraust. Við höfum þegar spilað fyrir framan fleiri áhorfendur en munu mæta á nokkurn annan leik á árinu. Við spiluðum frábærlega gegn mjög góðu liði Grindavíkur. Síðan höfum við nýtt leikinn sem stökkbretti til að lyfta leik okkar á hærra stig," segir Justin Shouse. Það kom fáum á óvart að leikstjórnandinn var valinn í lið síðari umferðar Íslandsmótsins sem tilkynnt var í gær. Justin skoraði 21,7 stig að meðaltali í leik í vetur auk þess að gefa 8,5 stoðsendingar að meðaltali. Stjörnuliðið það besta hingað til Bandaríkjamaðurinn, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt sumarið 2011, segir leikmenn Stjörnunnar hafa það sem til þurfi. „Ég hef tvisvar komist í úrslitaleikinn, Jovan Zdravevski sömuleiðis og hinir spiluðu í úrslitunum gegn KR 2011. Við þekkjum stóra sviðið og vonumst til að komast á það aftur. Við höfum sjálfstraustið og getuna en þurfum að nota það á réttan hátt." Aðspurður hvort Stjörnuliðið sé það besta síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir fimm árum hugsar Justin sig um. Hafa verði í huga að reglur um útlendinga breytist á hverju ári. Nú sé liðið með tvo mjög góða útlendinga og flotta íslenska leikmenn. „Þetta er líklega besta lið Stjörnunnar síðan ég mætti í Garðabæinn. Við teljum okkur jafnoka hvaða liðs sem er í deildinni. Fólkið í Garðabæ reiknar með góðri frammistöðu hjá okkur."Megum ekki eyða tíma í væl Stjarnan féll úr leik í undanúrslitum í fyrra eftir tap í fjórða leik á heimavelli gegn Grindavík. Í lokasókn Stjörnunnar töldu heimamenn brotið á Justin en ekkert var dæmt. „Við vörðum allir sumrinu í að hugsa um þessi augnablik," segir Justin hugsi. Leikurinn sé þó fjörutíu mínútur og ýmislegt gerist á þeim tíma. Leikurinn ræðst sjaldnast á einu augnabliki. Auk þess hafi liðið þegar verið búið að tapa tveimur leikjum í einvíginu svo ljóst er að ýmislegt hefði mátt betur fara í þeim leikjum. „Sem hópur höfum við ákveðið að skoða mikilvægi hverrar einustu sóknar og varnar. Við megum ekki eyða tíma í að væla í dómurunum eða pirra okkur þegar skotin fara ekki ofan í. Við þurfum að einbeita okkur að næstu sókn eða vörn. Hver einasta getur ráðið því hvernig málin standa þegar uppi er staðið," segir Justin. Standi liðið sína plikt allan leikinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af dómgæslu eða klúðruðu skoti á lokaandartökum leiksins. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu en við höfum það samt hugfast. Það vill enginn ljúka keppni í ár líkt og við gerðum í undanúrslitunum í fyrra."Langar í bikarinn Justin hefur þrívegis orðið bikarmeistari hér á landi og var á síðasta ári valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Þann stóra vantar þó enn í safnið. „Engin spurning. Þetta er áttunda tímabilið mitt á Íslandi. Eftir eitt tímabil í næstefstu deild hef ég elst við þennan bikar í sjö ár," segir Justin. Markmiðið sé alltaf að ljúka tímabilinu með sigri í síðasta leik. „Það hefur ekki tekist enn hjá mér, hvorki hjá Snæfelli né Stjörnunni. Ég hef verið nálægt því og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að lyfta bikarnum á loft í lok tímabils."Justin Shouse og úrslitakeppnin Justin Shouse er að hefja sína sjöundu úrslitakeppni. Hann hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn en varð bikarmeistari í þriðja sinn fyrr í vetur.2007 með Snæfelli - undanúrslit 2-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2008 með Snæfelli* - lokaúrslit (silfur) 0-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík2009 með Stjörnunni* - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Snæfelli2010 með Stjörnunni - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Njarðvík2011 með Stjörnunni - lokaúrslit (silfur) 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2012 með Stjörnunni - undanúrslit 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Grindavík2013 með Stjörnunni* - ??? Mætir Keflavík í átta liða úrslitum* Varð bikarmeistari þennan vetur39 leikir 20 sigrar - 19 töp6 unnin einvígi 6 töpuð einvígi Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Ég tel okkur eiga góða möguleika. Bikarúrslitaleikurinn gefur okkur mikið sjálfstraust. Við höfum þegar spilað fyrir framan fleiri áhorfendur en munu mæta á nokkurn annan leik á árinu. Við spiluðum frábærlega gegn mjög góðu liði Grindavíkur. Síðan höfum við nýtt leikinn sem stökkbretti til að lyfta leik okkar á hærra stig," segir Justin Shouse. Það kom fáum á óvart að leikstjórnandinn var valinn í lið síðari umferðar Íslandsmótsins sem tilkynnt var í gær. Justin skoraði 21,7 stig að meðaltali í leik í vetur auk þess að gefa 8,5 stoðsendingar að meðaltali. Stjörnuliðið það besta hingað til Bandaríkjamaðurinn, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt sumarið 2011, segir leikmenn Stjörnunnar hafa það sem til þurfi. „Ég hef tvisvar komist í úrslitaleikinn, Jovan Zdravevski sömuleiðis og hinir spiluðu í úrslitunum gegn KR 2011. Við þekkjum stóra sviðið og vonumst til að komast á það aftur. Við höfum sjálfstraustið og getuna en þurfum að nota það á réttan hátt." Aðspurður hvort Stjörnuliðið sé það besta síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir fimm árum hugsar Justin sig um. Hafa verði í huga að reglur um útlendinga breytist á hverju ári. Nú sé liðið með tvo mjög góða útlendinga og flotta íslenska leikmenn. „Þetta er líklega besta lið Stjörnunnar síðan ég mætti í Garðabæinn. Við teljum okkur jafnoka hvaða liðs sem er í deildinni. Fólkið í Garðabæ reiknar með góðri frammistöðu hjá okkur."Megum ekki eyða tíma í væl Stjarnan féll úr leik í undanúrslitum í fyrra eftir tap í fjórða leik á heimavelli gegn Grindavík. Í lokasókn Stjörnunnar töldu heimamenn brotið á Justin en ekkert var dæmt. „Við vörðum allir sumrinu í að hugsa um þessi augnablik," segir Justin hugsi. Leikurinn sé þó fjörutíu mínútur og ýmislegt gerist á þeim tíma. Leikurinn ræðst sjaldnast á einu augnabliki. Auk þess hafi liðið þegar verið búið að tapa tveimur leikjum í einvíginu svo ljóst er að ýmislegt hefði mátt betur fara í þeim leikjum. „Sem hópur höfum við ákveðið að skoða mikilvægi hverrar einustu sóknar og varnar. Við megum ekki eyða tíma í að væla í dómurunum eða pirra okkur þegar skotin fara ekki ofan í. Við þurfum að einbeita okkur að næstu sókn eða vörn. Hver einasta getur ráðið því hvernig málin standa þegar uppi er staðið," segir Justin. Standi liðið sína plikt allan leikinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af dómgæslu eða klúðruðu skoti á lokaandartökum leiksins. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu en við höfum það samt hugfast. Það vill enginn ljúka keppni í ár líkt og við gerðum í undanúrslitunum í fyrra."Langar í bikarinn Justin hefur þrívegis orðið bikarmeistari hér á landi og var á síðasta ári valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Þann stóra vantar þó enn í safnið. „Engin spurning. Þetta er áttunda tímabilið mitt á Íslandi. Eftir eitt tímabil í næstefstu deild hef ég elst við þennan bikar í sjö ár," segir Justin. Markmiðið sé alltaf að ljúka tímabilinu með sigri í síðasta leik. „Það hefur ekki tekist enn hjá mér, hvorki hjá Snæfelli né Stjörnunni. Ég hef verið nálægt því og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að lyfta bikarnum á loft í lok tímabils."Justin Shouse og úrslitakeppnin Justin Shouse er að hefja sína sjöundu úrslitakeppni. Hann hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn en varð bikarmeistari í þriðja sinn fyrr í vetur.2007 með Snæfelli - undanúrslit 2-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2008 með Snæfelli* - lokaúrslit (silfur) 0-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík2009 með Stjörnunni* - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Snæfelli2010 með Stjörnunni - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Njarðvík2011 með Stjörnunni - lokaúrslit (silfur) 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2012 með Stjörnunni - undanúrslit 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Grindavík2013 með Stjörnunni* - ??? Mætir Keflavík í átta liða úrslitum* Varð bikarmeistari þennan vetur39 leikir 20 sigrar - 19 töp6 unnin einvígi 6 töpuð einvígi
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum