Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Helgi Jónas með 35 stig í sigri á Blikum

    Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari toppliðs Grindavíkur í Iceland Express deild karla, skoraði 35 stig í dag fyrir ÍG þegar liðið vann 95-90 sigur á Breiðabliki í 1. deild karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar lentu 16-0 undir en unnu samt í Seljaskóla

    Njarðvíkingar unnu ótrúlegan endurkomusigur á ÍR-ingum í Iceland Express deild karla í körufbolta í kvöld. Njarðvík vann upp sextán stiga forskot Breiðhyltinga og tryggði sér að lokum 99-95 sigur. Þetta var líka langþráður sigur hjá Njarðvíkurliðinu sem var fyrir leikinn búið að tapa þremur deildarleikjum í röð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar áfram á sigurbraut - unnu 24 stiga sigur á Haukum

    Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild karla eftir 24 stiga sigur á Haukum, 98-74, í Grindavík í kvöld. Grindavíkurliðið er þar með búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Haukar voru þarna að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem tók tímabundið við eftir að Pétur Ingvarsson hætti þjálfun liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ívar stýrir Haukaliðinu í Grindavík í kvöld

    Ívar Ásgrímsson mun stýra liði Hauka þegar liðið fer til Grindavíkur og mætir heimamönnum í Iceland Express deild karla í kvöld. Haukar eru án þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu á þriðjudaginn var. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan - Snæfell í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi

    Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld og þar með lýkur sjöttu umferð. Bein sjónvarpsútsending verður á Vísi frá Ásgarði í Garðabæ þar sem að Stjarnan og Snæfell eigast við. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður mun lýsa leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurkarfa Keflvíkinga gegn Þórsurum - myndband

    Charles Micheal Parker var hetja Keflvíkinga í gær þegar hann tryggði liðinu sigur gegn nýliðum Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Keflvíkingar voru einu stigi undir þegar 1,36 sek voru eftir af leiknum. Arnar Freyr Jónsson tók innkast við hliðarlínu fyrir Keflavík, og sendi boltann á Parker sem gerði allt rétt og tryggði heimamönnum sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 93-92

    Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórt kvöld í Lengjubikarnum - bæði Reykjavíkur- og Reykjanesbæjarslagur

    Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvölsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukarnir unnu sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni

    Haukar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Expreess deild karla í vetur þegar þeir unnu 78-73 sigur á Fjölni á Ásvöllum í kvöld. Fjölnismenn voru búnir að vinna tvo deildarleiki í röð fyrir leikinn en Haukarnir voru hinsvegar búnir að tapa fyrstu fjórum deildarleikjum sínum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Stjarnan 86-97

    Stjörnumenn stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu nýliða Þórsara í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur, 97-86, í í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í vetur í leiknum á undan en er komið aftur á sigurbraut.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leikur KR og Keflavíkur í heild sinni á Vísir

    Íslandsmeistaralið KR sigraði Keflavík með minnsta mun, 74-73, í miklum spennuleik í Iceland Express deild karla í körfuknatteik í kvöld. Leikurinn var í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshlutanum á Vísir en lokakafli leiksins var æsispennandi. Valtýr Björn Valtýsson lýsti leiknum en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá körfuboltaleik á íþróttahluta Vísis.

    Körfubolti