Örvar ræðir Nigel Moore-áhrifin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2014 08:00 Nigel Moore hefur farið fyrir uppkomu ÍR-liðsins sem hefur unnið 6 af 7 leikjum í deild og bikar síðan að hann mætti í Efra-Breiðholtið. Vísir/Vilhelm Nigel Moore er ekki búinn að vera ÍR-ingur nema í 35 daga en körfuboltalið félagsins hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan hann klæddist ÍR-búningnum fyrst. Við höfum séð slíka umbreytingu áður við komu Nigels Moore í íslenskt lið en þegar Fréttablaðið setti fram spurninguna um hver Nigel Moore-áhrifin yrðu í Breiðholtinu bjuggust örugglega ekki margir við þeim margföldunaráhrifum sem hafa orðið á hinu unga liði Örvars Þórs Kristjánssonar. „Hann kom með ótrúlega jákvæðan og góðan anda inn í hópinn fyrir utan það að vera frábær alhliða körfuboltamaður. Ég held að hann hafi spilað allar stöður hjá mér síðan hann kom. Hann gefur öðrum leikmönnum bullandi sjálfstraust og er mjög mikill liðsspilari,“ segir Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR-liðsins. Örvar Þór þekkti þó áhrifamátt kappans frá fyrstu hendi því hann var aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í fyrra þegar Nigel Moore mætti í Ljónagryfjuna. „Það hjálpar rosalega mikið til að hann er að vera 33 ára gamall og er margreyndur atvinnumaður. Hann er ekki hérna til að sanna sig því hann er löngu búinn að því. Hann er hér til að ná árangri og er mikil fyrirmynd fyrir ungu strákana hjá mér. Hann trúir á þá sem er það sama og var upp á teningnum hjá Njarðvík í fyrra,“ segir Örvar. Tölfræðin sýnir breytinguna svart á hvítu. ÍR tapaði sex síðustu deildarleikjum sínum fyrir áramót en hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjunum með Moore. Auk þess hefur ÍR-liðið unnið tvo bikarleiki og tryggt sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Höllinni seinna í þessum mánuði. „Frá fyrstu æfingu fundu strákarnir að hann væri ekki hér bara fyrir sjálfan sig heldur langaði hann til að liðið og strákarnir yrðu betri,“ segir Örvar.Nigel Moore (17,4 stig í leik með ÍR) er að skora álíka mikið og fyrirrennarar hans, þeir Terry Leake yngri (18,2) og Calvin Lennox Henry (17,3). Moore er þó vissulega með fleiri fráköst, fleiri stoðsendingar, fleiri stolna bolta og meira framlag. „Hann er svo mikill leiðtogi öfugt við þessa stráka sem ég fékk fyrr í vetur. Þeir voru ekki jafnhæfileikaríkir og hann auk þess að vera ungir menn sem voru að reyna að sanna sig. Þeir féllu ekki inn í liðið,“ segir Örvar. Það eru nefnilega áhrif Moore á aðra leikmenn ÍR-liðsins sem skila þessari umbreytingu á ÍR-liðinu. Þrír lykilmenn ÍR-liðsins hafa allir bætt meðalstigaskor sitt. Þetta eru þeir Sveinbjörn Claessen, Matthías Orri Sigurðarson og síðast en ekki síst Hjalti Friðriksson sem er nánast endurfæddur eftir komu Moore. „Ég er mjög ánægður að sjá hvað menn eru að blómstra. Nigel á þar gríðarlega stóran hlut en hann hefur rosalega mikla trú á þessum strákum og er mikill þjálfari í sér líka,“ segir Örvar sem var fljótur að hafa samband þegar Njarðvíkingar létu Nigel fara. „Bæði ég og Nigel skildum Njarðvíkingana hundrað prósent í þessum áherslubreytingum sem þeir gerðu og það var ekki auðvelt fyrir þá að láta mann eins og Nigel fara. Þá var það engin spurning hjá okkur að reyna að klófesta hann. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því,“ segir Örvar og bætir við: „Það voru fleiri lið, bæði erlendis og hér heima, sem höfðu áhuga á honum. Ég nýtti mér það að við þekkjumst og erum góðir vinir. Það sýnir bara hversu mikill karakter hann er að vilja taka þennan slag með okkur. Það væru ekki allir tilbúnir í það að fara í lið sem er í fallsæti,“ segir Örvar. Þegar kemur að varnarleiknum er eins og um nýtt lið sé að ræða. ÍR-liðið fékk á sig 95,5 stig að meðaltali í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 85,8 stig að meðaltali með Moore innanborðs. Hér munar rétt tæpum tíu stigum á leik. ÍR-liðið hefur einnig skorað um tíu stigum meira að meðtali þannig að þarna er um tuttugu stiga sveifla í nettóskori liðsins sem er engin smá breyting. „Við þurfum því líka að vera tilbúnir að bregðast við mótlæti ef að því kemur. Við erum hrikalega sáttir við framvindu mála en það er stutt á milli í þessu. Við eigum Snæfell og Stjörnuna næst í deildinni og það er bara hver úrslitaleikurinn á fætur öðrum framundan,“ segir Örvar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Nigel Moore er ekki búinn að vera ÍR-ingur nema í 35 daga en körfuboltalið félagsins hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan hann klæddist ÍR-búningnum fyrst. Við höfum séð slíka umbreytingu áður við komu Nigels Moore í íslenskt lið en þegar Fréttablaðið setti fram spurninguna um hver Nigel Moore-áhrifin yrðu í Breiðholtinu bjuggust örugglega ekki margir við þeim margföldunaráhrifum sem hafa orðið á hinu unga liði Örvars Þórs Kristjánssonar. „Hann kom með ótrúlega jákvæðan og góðan anda inn í hópinn fyrir utan það að vera frábær alhliða körfuboltamaður. Ég held að hann hafi spilað allar stöður hjá mér síðan hann kom. Hann gefur öðrum leikmönnum bullandi sjálfstraust og er mjög mikill liðsspilari,“ segir Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR-liðsins. Örvar Þór þekkti þó áhrifamátt kappans frá fyrstu hendi því hann var aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í fyrra þegar Nigel Moore mætti í Ljónagryfjuna. „Það hjálpar rosalega mikið til að hann er að vera 33 ára gamall og er margreyndur atvinnumaður. Hann er ekki hérna til að sanna sig því hann er löngu búinn að því. Hann er hér til að ná árangri og er mikil fyrirmynd fyrir ungu strákana hjá mér. Hann trúir á þá sem er það sama og var upp á teningnum hjá Njarðvík í fyrra,“ segir Örvar. Tölfræðin sýnir breytinguna svart á hvítu. ÍR tapaði sex síðustu deildarleikjum sínum fyrir áramót en hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjunum með Moore. Auk þess hefur ÍR-liðið unnið tvo bikarleiki og tryggt sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Höllinni seinna í þessum mánuði. „Frá fyrstu æfingu fundu strákarnir að hann væri ekki hér bara fyrir sjálfan sig heldur langaði hann til að liðið og strákarnir yrðu betri,“ segir Örvar.Nigel Moore (17,4 stig í leik með ÍR) er að skora álíka mikið og fyrirrennarar hans, þeir Terry Leake yngri (18,2) og Calvin Lennox Henry (17,3). Moore er þó vissulega með fleiri fráköst, fleiri stoðsendingar, fleiri stolna bolta og meira framlag. „Hann er svo mikill leiðtogi öfugt við þessa stráka sem ég fékk fyrr í vetur. Þeir voru ekki jafnhæfileikaríkir og hann auk þess að vera ungir menn sem voru að reyna að sanna sig. Þeir féllu ekki inn í liðið,“ segir Örvar. Það eru nefnilega áhrif Moore á aðra leikmenn ÍR-liðsins sem skila þessari umbreytingu á ÍR-liðinu. Þrír lykilmenn ÍR-liðsins hafa allir bætt meðalstigaskor sitt. Þetta eru þeir Sveinbjörn Claessen, Matthías Orri Sigurðarson og síðast en ekki síst Hjalti Friðriksson sem er nánast endurfæddur eftir komu Moore. „Ég er mjög ánægður að sjá hvað menn eru að blómstra. Nigel á þar gríðarlega stóran hlut en hann hefur rosalega mikla trú á þessum strákum og er mikill þjálfari í sér líka,“ segir Örvar sem var fljótur að hafa samband þegar Njarðvíkingar létu Nigel fara. „Bæði ég og Nigel skildum Njarðvíkingana hundrað prósent í þessum áherslubreytingum sem þeir gerðu og það var ekki auðvelt fyrir þá að láta mann eins og Nigel fara. Þá var það engin spurning hjá okkur að reyna að klófesta hann. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því,“ segir Örvar og bætir við: „Það voru fleiri lið, bæði erlendis og hér heima, sem höfðu áhuga á honum. Ég nýtti mér það að við þekkjumst og erum góðir vinir. Það sýnir bara hversu mikill karakter hann er að vilja taka þennan slag með okkur. Það væru ekki allir tilbúnir í það að fara í lið sem er í fallsæti,“ segir Örvar. Þegar kemur að varnarleiknum er eins og um nýtt lið sé að ræða. ÍR-liðið fékk á sig 95,5 stig að meðaltali í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 85,8 stig að meðaltali með Moore innanborðs. Hér munar rétt tæpum tíu stigum á leik. ÍR-liðið hefur einnig skorað um tíu stigum meira að meðtali þannig að þarna er um tuttugu stiga sveifla í nettóskori liðsins sem er engin smá breyting. „Við þurfum því líka að vera tilbúnir að bregðast við mótlæti ef að því kemur. Við erum hrikalega sáttir við framvindu mála en það er stutt á milli í þessu. Við eigum Snæfell og Stjörnuna næst í deildinni og það er bara hver úrslitaleikurinn á fætur öðrum framundan,“ segir Örvar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira