Keflvíkingar upp í toppsætið - úrslit kvöldsins í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2014 20:53 Michael Craion hjá Keflavík. Vísir/Stefán Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Sjá meira