Fyrsti útisigur ÍR-inga á árinu 2012 | Unnu Stjörnuna í Ásgarði ÍR-ingar voru búnir að tapa öllum fjórum útileikjum sínum á árinu 2012 þegar þeir sóttu sigur í Garðabæinn í 19. umferð Iceland Express deild karla í kvöld. ÍR vann leikinn 102-98 eftir að Stjörnumenn sóttu talsvert að þeim undir lok leiksins. Körfubolti 9. mars 2012 21:02
Þórsarar skelltu nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur | Komnir í 2. sætið Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp í annað sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur, 79-69, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík var búið að vinna tíu deildarleiki í röð fyrir leikinn í kvöld og þetta var aðeins annað deildartap Grindvíkinga á tímabilinu. Körfubolti 9. mars 2012 20:58
Snæfellingar aftur á sigurbraut | Fjölnir næstum því búið að stela sigrinum Snæfell endaði þriggja leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld með því að vinna nauman 89-86 sigur á Fjölni í Stykkishólmi. Snæfellsliðið var með gott forskot fram eftir öllum leik en var næstum því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin. Körfubolti 9. mars 2012 20:53
KR-ingar upp í annað sætið - myndir KR-ingar komust upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla í kvöld með því að vinna 18 stiga sigur á Tindastól, 84-66. KR hefndu þarna fyrir tapið á móti Stólunum í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Körfubolti 8. mars 2012 22:51
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-66 Íslandsmeistaralið KR átti ekki í vandræðum með Tindastól þegar liiðin mættust í Iceland Express deild karlaí körfubolta í kvöld. KR-ingar skoruðu 84 stig gegn 66 stigum Tindastóls. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Nánari umfjöllun og viðtöl koma síðar í kvöld. Körfubolti 8. mars 2012 18:45
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 95-93 Njarðvíkingar lögðu granna sína frá Keflavík í spennuþrungnum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 95-93. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk tækifæri til að jafna leikinn af vítalínunni í lokin en setti aðeins eitt skota sinna ofan í. Körfubolti 8. mars 2012 14:35
Keflvíkingar búnir að reka Kristoffer Douse Miðherjinn Kristoffer Douse hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Keflvíkinga en karfan.is segir frá því að körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafi sagt upp samningi hans. Douse stoppaði stutt við á Íslandi því hann kom til liðsins í lok janúar. Körfubolti 5. mars 2012 15:00
Fjölniskonur unnu óvænt sigur á KR Enn syrtir í álinn hjá KR en liðið tapaði í dag fyrir botnliði Fjölnis í Iceland Express-deild kvenna, 59-58. Körfubolti 3. mars 2012 18:29
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík deildarmeistari | Úrslit kvöldsins Grindvíkingar eru deildarmeistarar í körfuknattleik karla en liðið lagði KR í háspennuleik í Röstinni í kvöld, 87-85. Joshua Brown, leikstjórnandi KR, fékk tækifæri til þess að jafna metin af vítalínunni á lokasekúndunum í stöðunni 86-84 en setti aðeins fyrra skot sitt ofan í. Körfubolti 2. mars 2012 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Njarðvík 74-61 Stjarnan vann í kvöld góðan þrettán stiga heimasigur, 74-61 á Njarðvík í Iceland Express deildinni. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en að lokum sýndu Stjörnumenn styrk sinn og unnu góðan sigur Körfubolti 1. mars 2012 21:41
Öll úrslit kvöldsins í IE-deild karla Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stjarnan lagði Njarðvík, Tindastóll vann Hauka í háspennuslag og sama spennan var upp á teningnum í Keflavík þar sem Snæfell var í heimsókn. Körfubolti 1. mars 2012 21:18
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Snæfell 101-100 Bikarmeistarar Keflvíkinga komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla í kvöld með því að vinna dramatískan 101-100 sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Magnús Þór Gunnarsson skaut sína menn í gang í upphafi þriðja leikhluta, skoraði tvo rosalega mikilvæga þrista á lokakafla leiksins og skoraði alls 35 stig en það var hinn ungi Almar Guðbrandsson sem tryggði Keflavík 101-100 sigur á Snæfelli með því að setja niður víti þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Leikurinn fór því framlengingu alveg eins og fyrri leikurinn í Hólminum. Körfubolti 1. mars 2012 21:14
Spenna á dagskrá í Keflavík Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í í kvöld og þar á meðal er leikur bikarmeistara Keflavíkur og Snæfells í Keflavík. Körfubolti 1. mars 2012 06:30
Þórsarar unnu mikilvægan sigur á Keflavík Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld góðan sigur á Keflavík í Iceland Express-deild karla, 75-65. Þá unnu Tindastóll og KR sigur í sínum leikjum. Körfubolti 24. febrúar 2012 21:08
Bikarmeistararnir sækja Þórsara heim | þrír leikir í kvöld Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar 17. umferð lýkur. Botnlið Vals tekur á móti Tindastól á Hlíðarenda, Þór Þorlákshöfn leikur gegn nýkrýndum bikarmeisturum úr Keflavík. KR-ingar taka á móti Fjölni. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15. Körfubolti 24. febrúar 2012 13:30
Bikarinn til Keflavíkur - myndir Karlalið Keflavíkur toppaði daginn fyrir Reykjanesbæ með því að vinna Powerade-bikar karla eftir hörkuleik gegn Tindastóli. Körfubolti 18. febrúar 2012 19:27
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 97-95 Keflavík varð rétt í þessu bikarmeistari í körfubolta karla þegar þeir unnu Tindastól 97-95. Keflvík hafði yfirhöndina allan leikinn og áttu sigurinn í raun skilið. Körfubolti 18. febrúar 2012 11:44
Ferskir vindar um Höllina Þrjú af fjórum félögum í bikarúrslitaleikjunum í ár hafa ekki unnið bikarinn og karlalið Tindastóls og kvennalið Snæfells spila bæði sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. Spámenn og konur úr Iceland Express deildunum eru á því að Tindastól og Nja Körfubolti 18. febrúar 2012 10:00
Hver vinnur hjá körlunum? Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild karla (fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik karla í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn maður leiksins. Körfubolti 18. febrúar 2012 09:30
Tindastóll vann ÍR í Seljaskóla | Skoruðu 10 síðustu stigin Tindastóll hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Keflavík um næstu helgi með því að vinna fjögurra stiga sigur á ÍR, 96-92, í spennandi leik í Seljaskóla í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll komst upp í áttunda sætið með þessum sigri. Körfubolti 13. febrúar 2012 20:59
Átta í röð hjá Grindvíkingum | Unnu Valsmenn létt Grindvíkingar styrktu stöðu sína á toppi Iceland Express deildar karla með 38 stiga sigri á botnliði Valsmanna, 119-81 í Grindavík í kvöld. Þetta var áttundi deildarsigur Grindvíkinga í röð. Körfubolti 13. febrúar 2012 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – KR 95-83 Keflvíkingar komust upp í 2. sætið Iceland Express deildar karla eftir tólf stiga sigur á KR, 95-83, í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-17. Körfubolti 13. febrúar 2012 19:21
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Þór Þ 80-88 Þór frá Þorlákshöfn vann átta stiga sigur, 88-80, á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Gestirnir náðu undirtökunum strax í fyrsta leikhluta og létu forystuna aldrei af hendi. Körfubolti 12. febrúar 2012 20:59
Njarðvík vann Snæfell | Haukar á sigurbraut Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Iceland Express-deild karla í kvöld. Haukar fylgdu þar með eftir góðum sigri á Keflavík á fimmtudagskvöldið. Körfubolti 12. febrúar 2012 20:56
Dramatískur sigur hjá KR | Haukar unnu Keflavík eftir framlengingu KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni 89-87 á heimavelli sínum í kvöld þar sem Joshua Brown tryggði liðinu stigin tvö með því að setja tvö vítaskot af þremur niður þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Körfubolti 10. febrúar 2012 20:30
Öll úrslit kvöldsins í IE-deild karla | Grindavík lagði Stólana Grindvíkingar halda áfram að gera það gott í Iceland Express-deild karla og þeir unnu öruggan sigur á heitu liði Tindastóls á Sauðárkróki í kvöld. Körfubolti 9. febrúar 2012 21:29
Stólarnir komnir í úrslit Powerade-bikarsins | Unnu KR-inga á Króknum Undanúrslit Powerade-bikarsins fóru fram í kvöld þegar Tindastóll tók á móti KR og Keflvíkingar fengu KFÍ í heimsókn suður með sjó. Körfubolti 5. febrúar 2012 19:59
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KFÍ 90-77 Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur. Körfubolti 5. febrúar 2012 19:46
Skrifa Stólarnir nýja sögu? Undanúrslit Poweradebikars karla fara fram í kvöld þegar Keflavík fær KFÍ í heimsókn í Toyota-höllina í Keflavík og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum en báðir leikir hefjast klukkan 19.15. Körfubolti 5. febrúar 2012 09:00
Grindavík vann ÍR á flautukörfu | Bullock með 51 stig Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar hæst að Grindavík lenti í tómu basli með fámennt lið ÍR-inga í Seljaskóla. Snæfell hafði betur gegn Þór í framlengdum leik. Körfubolti 2. febrúar 2012 21:02