Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þór verður án Govens á næstu leiktíð

    Bandaríkjamaðurinn Darrin Govens, sem lék með Þór Þorlákshöfn við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hefur samið við félagið Elitzur Ramla í Ísrael en félagið leikur í næstefstu deild í Ísrael. Þetta kemur fram á Karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hreggviður snýr heim í Breiðholtið

    Körfuknattleikskappinn Hreggviður Magnússon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR. Breiðhyltingurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍR-inga en hann hefur spilað með KR undanfarin tvö tímabil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Falur hættir með Keflavíkurkonur - Sigurður þjálfar bæði liðin

    Sigurður Ingimundarson mun þjálfa bæði karla- og kvennalið Keflavíkur Iceland Express deildunum í körfubolta á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Falur Harðarson ákvað að hætta þjálfun kvennaliðsins eftir aðeins eitt ár með liðið en hann stígur til hliðar sökum anna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sverrir Þór tekur við Grindavíkurliðinu

    Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara kvenna hjá Njarðvík og íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, verður næsti þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur. Grindvikingar voru fljótir að ganga frá eftirmanni Helga Jónasar Guðfinnssonar sem hætti með liðið í gær. Þetta kemur fram á karfan.is í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar vilja ganga frá þjálfaramálum sínum sem fyrst

    "Ég vissi það ekki fyrr en á mánudagskvöldið að Helgi ætlaði sér að hætta. Þá hringdi hann í mig og bað um fund. Mig grunaði strax um hvað sá fundur ætti að vera," sagði Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, en Grindvíkingar eru þjálfaralausir þar sem Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas hættur með Grindavík

    Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur, mun ekki þjálfa liðið áfram en hann hefur tilkynnt stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að hann ætli að hætta með liðið. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Bullock er sóðalegur

    "Við gátum aldrei fundið leiðina til að stöðva Bullock í þessum leik. Hann bara nánast gerði það sem hann vildi. Ekki það að við vorum lélegir varnarlega, hann er bara ógeðslega góður!" sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Myndir frá ótrúlegum sigri Þórs í Grindavík

    Þórsara unnu í kvöld óvæntan sigur á Grindavík í Röstinni 98-91. Hart var barist suður með sjó en Þórsarar, með bakið upp við vegg, unnu sanngjarnan sjö stiga sigur. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og festi augnablikið á filmu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Örvar ráðinn til Njarðvíkur

    Örvar Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn til síns gamla félags, Njarðvíkur, og mun hann verða aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannessyni næstu tvö árin hið minnsta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálmi Rafn skoraði í tapleik

    Lilleström hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni og situr í fallsæti að loknum fimm umferðum. Liðið tapaði fyrir Noregsmeisturum Molde á útivelli, 3-2.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 93-89 | Grindavík 1-0 yfir

    Grindvíkingar sigruðu nýliða Þórs frá Þorlákshöfn 93-89 í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld.Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Leikurinn í kvöld var stórskemmtilegur og lofar góðu fyrir framhaldið. Grindavík var með 12 stiga forskot í hálfleik, 56-44, en svæðisvörn Þórs virkaði vel í síðari hálfleik og lokamínútur leiksins voru æsispennandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sokkarnir færa mér gæfu

    Úrslitarimma Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express-deild karla hefst í kvöld í Grindavík. Grindavík lagði Stjörnuna í undanúrslitum á meðan Þór ýtti KR úr vegi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnar tekur við ÍR

    Körfuknattleiksdeild ÍR er búið að ráða nýjan þjálfara en félagið samdi í dag við Jón Arnar Ingvarsson. Jón Arnar skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar: Mér finnst eins og við höfum verið rændir

    Fannar Helgason var allt annað en sáttur eftir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. Grindavík vann leikinn eftir spennandi lokamínútur þar sem gekk á ýmsu. Dómarar leiksins slepptu til að mynda að dæma brot á Grindvíkinga rétt áður en Sigurður Þorsteinsson skoraði sigurkörfu leiksins.

    Körfubolti