Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Vilja stöðva einelti og önnur samfélagsmein

    Það hefur vakið nokkra athygli að körfuknattleikslið Njarðvíkur skartar auglýsingu á búningi sínum þar sem stendur: „Stöðvum einelti.“ Forkólfar körfuknattleiksdeildarinnar segja að einelti sé samfélagslegt vandamál á Suðurnesjum og þeir vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn þessu samfélagsmeini.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór - Snæfell 85-83

    Þór Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á deildarmeisturum Snæfells á heimavelli sínum í kvöld 85-83 með flautukörfu Marko Latinovic. Þór skoraði sjö síðustu stig leiksins á síðustu mínútu leiksins og hreinlega stal sigrinum sem virtist blasa við Snæfelli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar - Stjarnan 68-89

    Stjörnumenn lentu ekki í vandræðu með Hauka í kvöld en liðin mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði. Sigur Garðbæinga var aldrei í hættu en þeir unnu að lokum 21 stigs sigur, 89-68.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Úrslit og stigaskor í körfunni í kvöld - Grindavík, Keflavík og Fjölnir unnu

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en þetta voru fyrstu þrír leikirnir í þriðju umferðinni sem síðan lýkur á morgun. Grindvík, Keflavík og Fjölnir fögnuðu sigri í leikjum kvöldsins. Grindavík er búið að vinna alla leiki sína, Keflavík þá tvo síðustu en þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Fjölnismanna - unnu á Króknum

    Fjölnismenn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla í vetur í kvöld þegar þeir unnu átta stiga sigur á Tindastól á Sauðárkróki, 97-89. Tindastóll hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra á heimavelli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73

    Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-70, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Húnarnir sjóðandi heitir

    Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Karfan.is valdi Guðjón Lárusson bestan í fyrstu umferðinni

    Karfan.is ætlar að velja besta leikmann hverrar umferðar í Iceland Express deild karla og Stjörnumaðurinn Guðjón Lárusson er Gatorade-leikmaður fyrstu umferðarinnar. Guðjón lék þá afar vel í í fjarveru Jovans Zdravevski þegar Stjarnan vann 14 stiga sigur á Tindastól á Króknum, 105-81.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri

    Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans í Þór úr Þorlákshöfn unnu óvæntan níu stiga sigur á ÍR, 101-92, í Seljaskólanum í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi en það er óhætt að segja að Þórsarar hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessum útisigri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Árni: Eigum eftir að stilla okkur betur saman

    "Við Fjölnismenn verðum að skoða okkur sjálfa í liðsvörninni, það þarf að stilla þetta eitthvað betur," sagði Árni Ragnarsson, leikmaður Fjölnis eftir 73-95 tap gegn Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Grindvíkingar unnu öruggan sigur

    Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í kvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Fjölnismenn töpuðu hins vegar fyrir ÍR í fyrstu umferð og voru því að leita að fyrsta sigrinum á þessu tímabili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Enginn liðsbragur á þessu

    Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var alls ekki sáttur við frammistöðu deildarmeistaranna frá síðustu leiktíð þrátt fyrir góðan sigur á Haukum 89-93 á útivelli í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn byrja vel - unnu fjórtán stiga sigur á Króknum

    Stjarnan fór í góða ferð á Sauðárkrók í kvöld og vann 14 sigur á heimamönnum í Tindastól, 105-91, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla. Stjarnan var með örugga forystu stærsta hluta leiksins en kláruðu þó ekki leikinn endanlega fyrr en með góðum spretti í upphafi fjórða leikhlutans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar burstuðu nýliða Valsmanna á Hlíðarenda

    Njarðvíkingar unnu 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í kvöld.

    Körfubolti