Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Jón Bender, formaður KKDÍ, fyrir miðju. Með honum á myndinni eru Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Vísir/Daníel „Dómararnir eru alltof dýrir. Það er varla til það lið sem kemur út í hagnaði eftir heimaleiki því það fara allar tekjur í dómarakostnað,“ segir Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, við Fréttablaðið. Félögin í landinu vilja nú ólm lækka dómarakostnað, að því er virðist við litla hrifningu dómaranna sjálfra. Þessi mál voru rædd á formannafundi KKÍ á mánudagskvöldið en þar var formönnum félaganna greint frá því að fyrsta tilboði um 25 prósenta lækkun hafi verið hafnað af Körfuknattleiksdómarafélagi Íslands. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn úrvalsdeildarliða í gær og voru allir sammála um að laun dómara fyrir leiki í efstu deild væru sanngjörn. Dómari sem dæmir leik í efstu deild fær 13.900 krónur fyrir frá viðkomandi félagi. Aftur á móti eru það aksturs- og fæðispeningar sem snarhækka launin.Með öndina í hálsinum Dómari sem ekur frá Reykjavík til Reykjanesbæjar til að dæma leik í Dominos-deild karla fær rétt tæpar 30.000 krónur í sinn hlut. Komi tveir af þremur dómurum tríósins þetta langt að, og það sama á við um dómara utan af landi sem dæma í bænum, getur dómarakostnaður hlaupið á 70-100 þúsund krónum fyrir heimaliðið. „Það er mjög sjaldan sem tekjur af heimaleikjum ná upp í dómarakostnað. Ég hef rætt þetta við marga formenn og þeir eru á sama máli. Gjaldkerinn er alltaf með öndina í hálsinum fyrir hvern leik – vonandi að dómararnir komi frá Reykjavík. Ef einn kemur frá Njarðvík og annar úr Borgarnesi kostar þetta um 70-80 þúsund krónur. Þetta er alltof mikið. Það eru allir sammála því. Það er leiðinlegt að koma alltaf út í mínus,“ segir Elvar Guðmundsson.Eru okkar starfsmenn Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, er á sama máli og hinir formennirnir. „Við berum fulla virðingu fyrir dómurunum. Þeir eru að vinna gríðarlega gott starf. Launin sjálf eru ekkert of há en það þarf að lækka þessa aksturs- og fæðispeninga sem er auðvitað bara falinn kostnaður. Ef við eigum að geta haldið hér úti tveimur liðum verðum við að ná þessum þáttum niður,“ segir Gunnar við Fréttablaðið, en dómarakostnaður hjá Snæfelli er um 100 þúsund krónur á leik hjá Snæfelli og aldrei næst upp í það með tekjum af heimaleikjum. Ekki fyrr en komið er út í úrslitakeppni. „Ég get farið með kvennaliðið á ágætis hótel og borgað svipaðan pening og kostar mig að fæða þrjá dómara. Ef við eigum að nenna að standa í þessu í þessari sjálfboðaliðahreyfingu verðum við að ná þessari tölu niður. Það má ekki gleyma því að þetta eru starfsmenn okkar – starfsmenn leiksins,“ segir Gunnar.Engin svör Fréttablaðið hafði samband við Jón Bender, körfuknattleiksdómara og formann Körfuknattleiksdómarafélagsins. Hann vildi ekkert ræða málin, ólíkt öllum öðrum í hreyfingunni. Aðspurður hver afstaða dómara væri til beiðni félaganna um að lækka kostnaðinn sagði Jón: „Við eigum í samningsviðræðum og þær ganga vel.“ Þegar blaðamaður bar undir hann orð formannanna og spurði hvort viðræður gengju virkilega vel í ljósi þess að fyrsta tilboði hefði verið hafnað var svarið það sama. Það var reyndar það sama við hverri einustu spurningu. Áhuginn á að ræða málið var enginn. Gunnari Svanlaugssyni hjá Snæfelli komu þessi viðbrögð ekkert á óvart. „Upplifun þeirra sem fóru á þennan fyrsta fund var svipuð. Þetta var ekki þægilegur fundur. Við hljótum að geta verið kurteis hvert við annað og geta talað saman eins og fólk,“ segir hann. Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Dómararnir eru alltof dýrir. Það er varla til það lið sem kemur út í hagnaði eftir heimaleiki því það fara allar tekjur í dómarakostnað,“ segir Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, við Fréttablaðið. Félögin í landinu vilja nú ólm lækka dómarakostnað, að því er virðist við litla hrifningu dómaranna sjálfra. Þessi mál voru rædd á formannafundi KKÍ á mánudagskvöldið en þar var formönnum félaganna greint frá því að fyrsta tilboði um 25 prósenta lækkun hafi verið hafnað af Körfuknattleiksdómarafélagi Íslands. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn úrvalsdeildarliða í gær og voru allir sammála um að laun dómara fyrir leiki í efstu deild væru sanngjörn. Dómari sem dæmir leik í efstu deild fær 13.900 krónur fyrir frá viðkomandi félagi. Aftur á móti eru það aksturs- og fæðispeningar sem snarhækka launin.Með öndina í hálsinum Dómari sem ekur frá Reykjavík til Reykjanesbæjar til að dæma leik í Dominos-deild karla fær rétt tæpar 30.000 krónur í sinn hlut. Komi tveir af þremur dómurum tríósins þetta langt að, og það sama á við um dómara utan af landi sem dæma í bænum, getur dómarakostnaður hlaupið á 70-100 þúsund krónum fyrir heimaliðið. „Það er mjög sjaldan sem tekjur af heimaleikjum ná upp í dómarakostnað. Ég hef rætt þetta við marga formenn og þeir eru á sama máli. Gjaldkerinn er alltaf með öndina í hálsinum fyrir hvern leik – vonandi að dómararnir komi frá Reykjavík. Ef einn kemur frá Njarðvík og annar úr Borgarnesi kostar þetta um 70-80 þúsund krónur. Þetta er alltof mikið. Það eru allir sammála því. Það er leiðinlegt að koma alltaf út í mínus,“ segir Elvar Guðmundsson.Eru okkar starfsmenn Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, er á sama máli og hinir formennirnir. „Við berum fulla virðingu fyrir dómurunum. Þeir eru að vinna gríðarlega gott starf. Launin sjálf eru ekkert of há en það þarf að lækka þessa aksturs- og fæðispeninga sem er auðvitað bara falinn kostnaður. Ef við eigum að geta haldið hér úti tveimur liðum verðum við að ná þessum þáttum niður,“ segir Gunnar við Fréttablaðið, en dómarakostnaður hjá Snæfelli er um 100 þúsund krónur á leik hjá Snæfelli og aldrei næst upp í það með tekjum af heimaleikjum. Ekki fyrr en komið er út í úrslitakeppni. „Ég get farið með kvennaliðið á ágætis hótel og borgað svipaðan pening og kostar mig að fæða þrjá dómara. Ef við eigum að nenna að standa í þessu í þessari sjálfboðaliðahreyfingu verðum við að ná þessari tölu niður. Það má ekki gleyma því að þetta eru starfsmenn okkar – starfsmenn leiksins,“ segir Gunnar.Engin svör Fréttablaðið hafði samband við Jón Bender, körfuknattleiksdómara og formann Körfuknattleiksdómarafélagsins. Hann vildi ekkert ræða málin, ólíkt öllum öðrum í hreyfingunni. Aðspurður hver afstaða dómara væri til beiðni félaganna um að lækka kostnaðinn sagði Jón: „Við eigum í samningsviðræðum og þær ganga vel.“ Þegar blaðamaður bar undir hann orð formannanna og spurði hvort viðræður gengju virkilega vel í ljósi þess að fyrsta tilboði hefði verið hafnað var svarið það sama. Það var reyndar það sama við hverri einustu spurningu. Áhuginn á að ræða málið var enginn. Gunnari Svanlaugssyni hjá Snæfelli komu þessi viðbrögð ekkert á óvart. „Upplifun þeirra sem fóru á þennan fyrsta fund var svipuð. Þetta var ekki þægilegur fundur. Við hljótum að geta verið kurteis hvert við annað og geta talað saman eins og fólk,“ segir hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira