Leik lokið: Grindavík - KR 100-87 Grindvíkingar unnu mikilvægan sigur gegn KR í Dominos-deild karla í kvöld, 100-87. Grindvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og komust mest í 21 stigs forystu en KR-ingar bitu frá sér og náðu komast yfir í byrjun fjórða leikhluta. Það var þó ekki nóg því Grindavík var sterkarar á lokametrunum og vann góðan sigur. Körfubolti 28. febrúar 2013 18:45
Puttabrotinn Magnús verður á bekknum í kvöld Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, verður til taks á bekknum í kvöld í leik Keflavíkur og Snæfells þó svo hann sé puttabrotinn. Magnús gat ekki spilað síðasta leik Keflavíkurliðsins er Keflavík tapaði óvænt gegn Skallagrími. Hans var sárt saknað. Körfubolti 28. febrúar 2013 15:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KFÍ 95-86 ÍR-ingar komust upp úr fallsæti í fyrsta sinn í langann tíma með sigri á KFÍ í Dominos deild karla í kvöld. Þegar Ísfirðingar virtust vera að klára leikinn jöfnuðu ÍR-ingar metinn með flautuþrist á lokasekúndunum og unnu að lokum öruggan sigur í framlengingunni. Körfubolti 28. febrúar 2013 11:19
Vilja sýna að þetta borgi sig Njarðvíkingar eru búnir að vinna þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum í Dominos-deild karla í körfu. Elvar Már Friðriksson er einn af ungu strákunum sem Njarðvíkingar veðjuðu á með flottum árangri. Körfubolti 28. febrúar 2013 07:00
Aukaæfingarnar á morgnana eru vel sóttar Elvar Már Friðriksson fékk stóra tækifærið í fyrravetur eins og fleiri ungir leikmenn Njarðvíkurliðsins í karlakörfuboltanum þegar stjórnin hjá Njarðvík ákvað að veðja á efniviðinn í félaginu. Körfubolti 28. febrúar 2013 06:00
Jóhann Árni ósáttur við bannið Grindvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson var í gær dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Bannið fær hann vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Grindavíkur. Körfubolti 27. febrúar 2013 12:45
Stólarnir skríða upp töfluna - unnu Snæfell í kvöld Tindastóll vann mikilvægan tveggja stiga sigur á Snæfelli, 81-79 í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld en sigurinn losar liðið ekki bara við mesta falldrauginn heldur kom liðinu fyrir alvöru inn í baráttuna um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Körfubolti 25. febrúar 2013 21:14
Skallagrímsmenn enduðu sigurgöngu Keflavíkur Sjö leikja sigurganga Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta endaði í kvöld þegar Skallagrímur vann sjö stiga sigur á Keflvíkingum, 75-68. Það hefur lítið gengið hjá Skallagrími að undanförnu en Borgnesingar voru frábærir í Fjósinu í kvöld. Körfubolti 25. febrúar 2013 21:06
Frítt á völlinn hjá KR | Nóg um að vera í kvöld Það er nóg um að vera í handboltanum og körfuboltanum í kvöld. KR-ingar hafa boðið til mikillar veislu fyrir borgarslaginn gegn ÍR í Dominos-deild karla og verður frítt inn á leikinn. Körfubolti 25. febrúar 2013 15:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍR 85-67 KR-ingar unnu í kvöld öruggan 18 stiga sigur á ÍR-ingum í Dominos deild karla. Eftir jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar settu heimamenn í gír í öðrum leikhluta og héldu öruggu forskoti út leikinn. Körfubolti 25. febrúar 2013 11:11
Njarðvík vann á Ísafirði | Pitts með 45 stig Njarðvíkingar gerðu góða ferð vestur á firði þar sem liðið hafði betur gegn heimamönnum í KFÍ, 119-93. Körfubolti 24. febrúar 2013 21:13
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 93 - Þór Þ. 105 Fjölnir tapaði sínum 9.leik í röð í Dominosdeild karla, þegar liðið tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn, 93-105. Körfubolti 24. febrúar 2013 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 104-82 Stjörnumenn unnu góðan heimasigur gegn Grindavík í Dominos-deild karla í Ásgarði í kvöld, 104-82. Stjörnumenn voru frábærir í þriðja leikhluta þar sem þeir náðu mest 22ja stiga forystu. Körfubolti 24. febrúar 2013 18:30
Hálfleiksræðurnar í lagi hjá Einari Árna Njarðvíkingar hafa stigið stórt skref í átta að úrslitakeppninni í Dominos-deildinni í körfubolta með sigrum á Stjörnunni og KR í síðustu tveimur leikjum sínum en bæði lið voru fyrir ofan Njarðvík í töflunni. Körfubolti 23. febrúar 2013 06:00
Mögnuð frammistaða Pitts dugði ekki til Damier Pitts átti enn einn stórleikinn fyrir KFÍ í kvöld og skoraði rúmlega helming stiga liðsins gegn Þór. Stigin 41 frá Pitts dugðu þó ekki til sigurs. Körfubolti 22. febrúar 2013 21:12
Keflvíkingar geta náð lengstu sigurgöngu vetrarins í kvöld Keflvíkingar eiga möguleika á því að vinna sinn sjöunda leik í röð í Domnios-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir fá Tindastól í heimsókn í Toyota-höllina í Keflavík. Körfubolti 22. febrúar 2013 15:00
Draumaleikmaður og töffari Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ í Dominos-deild karla í körfubolta, vann í kanahappadrættinu í nóvember þegar hann samdi við Damier Pitts. Damier er búinn að brjóta 30 stiga múrinn í níu leikjum KFÍ í röð. Körfubolti 22. febrúar 2013 07:00
Öll úrslit kvöldsins í Dominos-deild karla Fjórir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í kvöld. Topplið Grindavíkur lenti ekki í neinum vandræðum með nýliða Skallagríms. Körfubolti 21. febrúar 2013 21:03
Umfjöllun: Njarðvík - KR 88-77 Njarðvík vann góðan heimasigur gegn KR í Ljónagryfjunni í kvöld, 88-77, í Dominos-deild karla. Njarðvík lék vel í seinni hálfleik og tryggði sér mikilvæg tvo stig. Körfubolti 21. febrúar 2013 18:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 88-100 Stjarnan vann í kvöld öruggann 88-100 sigur á ÍR í Dominos deild karla. Góður kafli í öðrum leikhluta byggði upp forskot sem þeir létu aldrei frá sér og unnu að lokum öruggan sigur. Körfubolti 21. febrúar 2013 14:31
Bikarkóngarnir tveir Stjarnan og Keflavík tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í körfubolta í Laugardalshöllinni um helgina en þjálfarar liðanna eru tveir sigursælustu menn í bikarúrslitunum, Teitur Örlygsson og Sigurður Ingimundarson. Körfubolti 18. febrúar 2013 07:00
Justin á íslensku eftir sigur Stjörnumanna í gær Justin Shouse var kátur eftir sigur Stjörnumanna á Grindavík í úrslitaleik Poweradebikars karla í gær. Shouse stýrði þá leik Stjörnuliðsins af sinni kunnu snilld og Stjörnumenn unnu sannfærandi 91-79 sigur. Körfubolti 17. febrúar 2013 18:00
Birna spilar sinn tíunda bikarúrslitaleik í dag Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, spilar tímamóta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag þegar Keflavíkurkonur mæta Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 13.30. Körfubolti 16. febrúar 2013 10:00
Sigurður og Sverrir Þór geta báðir unnið annað árið í röð Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur, og Sigurður Ingimundarson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, geta báðir unnið bikarinn annað árið í röð i dag en þeir eru þeir einu í Laugardalshöllinni í dag sem urðu bikarmeistarar í fyrra. Körfubolti 16. febrúar 2013 09:00
Tveir risaleikir í Höllinni í dag Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara beggja Snæfellsliðanna, til þess að spá í úrslitaleiki Powerade-bikarsins sem fram fara í Laugardalshöllinni í dag. Hann spáir Keflavík og Grindavík sigri í leikjunum og flestir aðrir spámenn Fréttablaðsin eru sammála. Körfubolti 16. febrúar 2013 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grindavík 91-79 | Garðbæingar bikarmeistarar! Stjarnan var í miklu stuði og vann Grindavík í bikarúrslitaleik karla í dag 91-79. Grindavík var að spila sinn sjöunda úrslitaleik en Stjörnumenn voru komnir í Höllina í annað skiptið og hafa því unnið báða úrslitaleikina sem þeir hafa spilað. Körfubolti 16. febrúar 2013 00:01
Snæfell: Enginn ásetningur hjá Sveini Arnari Stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fagnar niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Körfubolti 15. febrúar 2013 22:14
Færri dómarar í bikarúrslitaleiknum í ár Grindavík og Stjarnan mætast á morgun í bikarúrslitaleik karla í körfubolta í Laugardalshöllinni og dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á leikinn sem og á kvennaleikinn sem er á milli Keflavíkur og Vals. Körfubolti 15. febrúar 2013 11:45
Sveini Arnari ekki refsað Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði í dag í máli Sveins Arnars Davíðssonar, leikmanns Snæfells í Domino's-deild karla. Körfubolti 14. febrúar 2013 23:17
Haminn nýr liðsfélagi Bullock og Watson í Finnlandi Haminn Quaintance dó ekki ráðalaus eftir að hann var rekinn frá Skallagrími í síðustu viku því kappinnn er þegar búinn að finna sér nýtt félag. Quaintance mun klára tímabilið með Kauhajoen Karhu í finnsku úrvalsdeildinni. Þetta kom fram á karfan.is. Körfubolti 13. febrúar 2013 09:30