Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-92 | Stjarnan hirti þriðja sætið Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 15. janúar 2015 21:00 Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/daníel Stjarnan vann frábæran heimasigur á Keflavík, 99-92, í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn voru alltaf einu skrefi á undan Keflvíkingum og uppskáru að lokum flottan sigur. Dagur Kár var frábær í liði Stjörnunnar og gerði hann 25 stig. Davon Usher var atkvæðamestur í liði Keflvíkinga en hann skoraði 39 stig. Stjörnumenn eru því komnir í þriðja sæti deildarinnar. Gestirnir frá Keflavík byrjuðu leikinn betur og náðu undirtökunum á upphafsmínútum. Keflvíkingar voru ákveðnir og spiluðu fastan varnarleik, til að byrja með eins fastan og dómarar leiksins leyfðu en þegar leið á leikhlutann fóru að safna villum. Justin Shouse fór hægt og bítandi að komast í takt við leikinn og þá fylgdu liðsfélagar hans með. Þegar flautað var til loka 1. leikhluta var Stjarnan allt í einu komin með átta stiga forystu 27-19 en Keflvíkingar voru stuttu áður yfir í leiknum. Heimamenn byrjuðu annan leikhluta betur og komust fljótlega ellefu stigum yfir, 31-20. nú komnir með ellefu stiga forystu. Þá var Jarrid Frye einnig mættur til leiks fyrir Stjörnuna og að leik vel. Töluvert um mistök voru hjá báðum liðum í leikhlutanum en þegar leið á hann komust Keflvíkingar alltaf meira og meira í takt. Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavík, kom inn af bekknum og lét finna fyrir sér. Hann átti fínan sprett, bæði í sókn og sérstaklega í vörn. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 46-42 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar héldu áfram að reyna saxa á forskot Stjörnunnar í byrjun síðari hálfleiks og tókst það í stöðunni 51-50. Usher var frábær á þessum tímapunkti fyrir Keflvíkinga en þegar gestirnir voru komnir yfir setti Dagur Kár í gírinn. Hann splundraði vörn Keflvíkinga oft á tíðum alveg í sundur og skoraði nokkrar frábærar körfur. Þegar loka leikhlutinn var eftir var staðan 73-62 fyrir Stjörnunni og var það mikið til Degi að þakka. Þá hafði hann gert 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu lokaleikhlutann ágætlega og byrjuðu strax að saxa á forskot Stjörnunnar. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 85-80 fyrir Stjörnuna. Mikil spenna því framundan. Stjörnumenn voru sterkari á lokamínútunum og kláruðu leikinn með sæmd. Það fór líklega of mikil orka hjá gestunum að vinna upp forystu Stjörnumanna. Leiknum lauk því með sigri heimamanna, 99-92. Sigurður: Við gætum komið á óvart„Við erum ekki alveg sáttur eftir þennan leik og ætluðum að gera mun betur,“ segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld.„Varnarleikur okkar var ekki góður, sérstaklega ekki í síðari hálfleiknum. Við erum ennþá að púsla liðinu saman, breyta ýmsu og þetta tekur bara tíma.“Sigurður segir að liðið þurfi að bæta nokkra hluti til að verða tilbúnir í slaginn þegar nær dregur vori.„Við förum núna bara í það að undirbúa okkur fyrir bikarleikinn gegn KR á sunnudaginn. Það er næsta verkefni og við ætlum okkur áfram.“ Dagur: Vorum sjóðandi í síðari hálfleik„Ég er bara mjög ánægður með okkar leik í kvöld og þetta var virkilega flottur sigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, en hann fór á kostum í leiknum.„Við spiluðum vel nánast allan leikinn og sérstaklega í síðari hálfleiknum, þá vorum við sjóðandi heitir.“Dagur segir að honum sé alveg sama hver skori stigin í leiknum, bara svo lengi sem liðið vinni leikinn en hann gerði 25 stig í kvöld. Stjarnan tapaði fyrir Tindastól í síðustu umferð.„Við vorum mjög slappir í þeim leik og frekar ryðgaðir eftir jólafríið. Það hefur alltaf verið markmiðið á þessu tímabili að enda í fjórum efstu sætunum og þar erum við núna.“ Leiklýsing: Stjarnan - KeflavíkLeik lokið (99-92): Stjarnan með risasigur hér í Ásgarði. Frábær úrslit. Þeir voru einfaldlega sterkari undir blálokin. 39. mín (94-88): Usher setur niður tvö vítaskot. Þeir hafa ekki mikinn tíma. Hann er kominn með 37 stig. 38. mín (88-83): Enn munar fimm stigum á liðunum. 36. mín (85-80): Það er komin mikil spenna í leikinn. Fimm stiga munur og Keflvíkingar með boltann. Þetta verður eitthvað. 34. mín (81-73): Usher með fína körfu og fær vítaskotið að auki. Hann setur það niður og nú munar átta stigum. 32. mín (75-64): Nú þurfa Keflvíkingar að koma með áhlaup ef þeir ætla ekki að fara tómhentir heim. Þriðja leikhluta lokið: (73-62): Frábær endasprettur hjá Stjörnunni sem eru aftur komnir með 11 stiga forskot. 27. mín (69-60): Dagur Kár virkilega góður hjá Stjörnunni núna. Kominn með 15 stig og hefur spundrað vörn Keflvíkinga nokkrum sinnum. 25. mín (60-56): Usher er að fara á kostum fyrir Keflvíkinga núna og er kominn með 21 stig. Mikil spenna í leiknum. 23. mín (50-51): Davon Usher setur hér niður skot og brotið á honum í leiðinni. Tvö stig og eitt af línunni. Keflavík komið yfir. 22. mín (48-46): Þá má fastlega búast við því að þessi leikur verði spennandi alveg til enda. Hálfleikur (46-42): Keflvíkingar komu sterkir inn undir lok hálfleiksins og þá má sérstaklega nefna Þröst Leó Jóhannsson, sem var góður bæði í vörn og sókn. Kom inn af bekknum með mikla baráttu. 18. mín (41-36): Gunnar Einarsson með rándýran þrist fyrir gestina og nú munar bara fimm stigum. 16. mín (39-29): Stjörnumenn halda ákveðnum tökum á þessum leik. Nokkuð um mistök hjá báðum liðum þessa stundina. 14. mín (35-24): Jarrid Frye kominn með níu stig fyrir Stjörnuna, rétt eins og Shouse. 12. mín (31-20): Heimamenn byrja leikhlutann betur og eru nú komnir með ellefu stiga forystu. 1. leikhluta lokið (27-19): Frábær lokakafli hjá heimamönnum í Stjörnunni og leiða þeir með átta stig mun eftir fyrsta leikhlutann. Shouse kominn með 9 stig fyrir þá hvítu. 8. mín (14-17): Sami munur helst á með liðunum. 6. mín (10-13): Fínn gangur í leiknum og bæði lið að leika ágætleg, sérstaklega varnarlega. 4. mín (8-9): Justin Shouse með fínan kafla fyrir Stjörnumenn og þeir minnka þetta niður í eitt stig. 2. mín (2-7): Guðmundur Jónsson, leikmaður Keflavíkur, meiðist hér og þarf að fara útaf. Spurning hversu alvarlegt þetta er. 2. mín (0-5): Keflvíkingar byrja betur og skora fyrstu stigin. 1. mín (0-0): Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Liðin berjast bæði um þessi vinsælu fjögur efstu sæti deildarinnar og tryggja þar með heimaleikjaréttinn í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrir leik: Keflvíkingar unnu Skallagrímsmenn í síðustu umferð, 78-75, í Keflavík en Stjarnan tapaði aftur á móti illa fyrir Tindastól á útivelli. Fyrir leik: Leikmenn komnir inn á völlinn og farnir að hita upp. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og greinilega hugur í mönnum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Keflavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Stjarnan vann frábæran heimasigur á Keflavík, 99-92, í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn voru alltaf einu skrefi á undan Keflvíkingum og uppskáru að lokum flottan sigur. Dagur Kár var frábær í liði Stjörnunnar og gerði hann 25 stig. Davon Usher var atkvæðamestur í liði Keflvíkinga en hann skoraði 39 stig. Stjörnumenn eru því komnir í þriðja sæti deildarinnar. Gestirnir frá Keflavík byrjuðu leikinn betur og náðu undirtökunum á upphafsmínútum. Keflvíkingar voru ákveðnir og spiluðu fastan varnarleik, til að byrja með eins fastan og dómarar leiksins leyfðu en þegar leið á leikhlutann fóru að safna villum. Justin Shouse fór hægt og bítandi að komast í takt við leikinn og þá fylgdu liðsfélagar hans með. Þegar flautað var til loka 1. leikhluta var Stjarnan allt í einu komin með átta stiga forystu 27-19 en Keflvíkingar voru stuttu áður yfir í leiknum. Heimamenn byrjuðu annan leikhluta betur og komust fljótlega ellefu stigum yfir, 31-20. nú komnir með ellefu stiga forystu. Þá var Jarrid Frye einnig mættur til leiks fyrir Stjörnuna og að leik vel. Töluvert um mistök voru hjá báðum liðum í leikhlutanum en þegar leið á hann komust Keflvíkingar alltaf meira og meira í takt. Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavík, kom inn af bekknum og lét finna fyrir sér. Hann átti fínan sprett, bæði í sókn og sérstaklega í vörn. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 46-42 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar héldu áfram að reyna saxa á forskot Stjörnunnar í byrjun síðari hálfleiks og tókst það í stöðunni 51-50. Usher var frábær á þessum tímapunkti fyrir Keflvíkinga en þegar gestirnir voru komnir yfir setti Dagur Kár í gírinn. Hann splundraði vörn Keflvíkinga oft á tíðum alveg í sundur og skoraði nokkrar frábærar körfur. Þegar loka leikhlutinn var eftir var staðan 73-62 fyrir Stjörnunni og var það mikið til Degi að þakka. Þá hafði hann gert 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu lokaleikhlutann ágætlega og byrjuðu strax að saxa á forskot Stjörnunnar. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 85-80 fyrir Stjörnuna. Mikil spenna því framundan. Stjörnumenn voru sterkari á lokamínútunum og kláruðu leikinn með sæmd. Það fór líklega of mikil orka hjá gestunum að vinna upp forystu Stjörnumanna. Leiknum lauk því með sigri heimamanna, 99-92. Sigurður: Við gætum komið á óvart„Við erum ekki alveg sáttur eftir þennan leik og ætluðum að gera mun betur,“ segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld.„Varnarleikur okkar var ekki góður, sérstaklega ekki í síðari hálfleiknum. Við erum ennþá að púsla liðinu saman, breyta ýmsu og þetta tekur bara tíma.“Sigurður segir að liðið þurfi að bæta nokkra hluti til að verða tilbúnir í slaginn þegar nær dregur vori.„Við förum núna bara í það að undirbúa okkur fyrir bikarleikinn gegn KR á sunnudaginn. Það er næsta verkefni og við ætlum okkur áfram.“ Dagur: Vorum sjóðandi í síðari hálfleik„Ég er bara mjög ánægður með okkar leik í kvöld og þetta var virkilega flottur sigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, en hann fór á kostum í leiknum.„Við spiluðum vel nánast allan leikinn og sérstaklega í síðari hálfleiknum, þá vorum við sjóðandi heitir.“Dagur segir að honum sé alveg sama hver skori stigin í leiknum, bara svo lengi sem liðið vinni leikinn en hann gerði 25 stig í kvöld. Stjarnan tapaði fyrir Tindastól í síðustu umferð.„Við vorum mjög slappir í þeim leik og frekar ryðgaðir eftir jólafríið. Það hefur alltaf verið markmiðið á þessu tímabili að enda í fjórum efstu sætunum og þar erum við núna.“ Leiklýsing: Stjarnan - KeflavíkLeik lokið (99-92): Stjarnan með risasigur hér í Ásgarði. Frábær úrslit. Þeir voru einfaldlega sterkari undir blálokin. 39. mín (94-88): Usher setur niður tvö vítaskot. Þeir hafa ekki mikinn tíma. Hann er kominn með 37 stig. 38. mín (88-83): Enn munar fimm stigum á liðunum. 36. mín (85-80): Það er komin mikil spenna í leikinn. Fimm stiga munur og Keflvíkingar með boltann. Þetta verður eitthvað. 34. mín (81-73): Usher með fína körfu og fær vítaskotið að auki. Hann setur það niður og nú munar átta stigum. 32. mín (75-64): Nú þurfa Keflvíkingar að koma með áhlaup ef þeir ætla ekki að fara tómhentir heim. Þriðja leikhluta lokið: (73-62): Frábær endasprettur hjá Stjörnunni sem eru aftur komnir með 11 stiga forskot. 27. mín (69-60): Dagur Kár virkilega góður hjá Stjörnunni núna. Kominn með 15 stig og hefur spundrað vörn Keflvíkinga nokkrum sinnum. 25. mín (60-56): Usher er að fara á kostum fyrir Keflvíkinga núna og er kominn með 21 stig. Mikil spenna í leiknum. 23. mín (50-51): Davon Usher setur hér niður skot og brotið á honum í leiðinni. Tvö stig og eitt af línunni. Keflavík komið yfir. 22. mín (48-46): Þá má fastlega búast við því að þessi leikur verði spennandi alveg til enda. Hálfleikur (46-42): Keflvíkingar komu sterkir inn undir lok hálfleiksins og þá má sérstaklega nefna Þröst Leó Jóhannsson, sem var góður bæði í vörn og sókn. Kom inn af bekknum með mikla baráttu. 18. mín (41-36): Gunnar Einarsson með rándýran þrist fyrir gestina og nú munar bara fimm stigum. 16. mín (39-29): Stjörnumenn halda ákveðnum tökum á þessum leik. Nokkuð um mistök hjá báðum liðum þessa stundina. 14. mín (35-24): Jarrid Frye kominn með níu stig fyrir Stjörnuna, rétt eins og Shouse. 12. mín (31-20): Heimamenn byrja leikhlutann betur og eru nú komnir með ellefu stiga forystu. 1. leikhluta lokið (27-19): Frábær lokakafli hjá heimamönnum í Stjörnunni og leiða þeir með átta stig mun eftir fyrsta leikhlutann. Shouse kominn með 9 stig fyrir þá hvítu. 8. mín (14-17): Sami munur helst á með liðunum. 6. mín (10-13): Fínn gangur í leiknum og bæði lið að leika ágætleg, sérstaklega varnarlega. 4. mín (8-9): Justin Shouse með fínan kafla fyrir Stjörnumenn og þeir minnka þetta niður í eitt stig. 2. mín (2-7): Guðmundur Jónsson, leikmaður Keflavíkur, meiðist hér og þarf að fara útaf. Spurning hversu alvarlegt þetta er. 2. mín (0-5): Keflvíkingar byrja betur og skora fyrstu stigin. 1. mín (0-0): Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Liðin berjast bæði um þessi vinsælu fjögur efstu sæti deildarinnar og tryggja þar með heimaleikjaréttinn í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrir leik: Keflvíkingar unnu Skallagrímsmenn í síðustu umferð, 78-75, í Keflavík en Stjarnan tapaði aftur á móti illa fyrir Tindastól á útivelli. Fyrir leik: Leikmenn komnir inn á völlinn og farnir að hita upp. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og greinilega hugur í mönnum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira