Nám og bolti í borginni eilífu 13. janúar 2015 10:15 ,,Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá,“ segir Kristinn Pálsson körfuboltamaðurinn efnilegi. MYND/ERNIR Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, Kristinn Pálsson, leikur með unglingaliði ítalska félagsins Stella Azzurra Roma í Róm auk þess sem hann stundar nám í alþjóðlegum skóla í sömu borg. Kristinn hefur verið lykilmaður í nokkrum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og þykir afar efnilegur og fjölhæfur leikmaður; sterkur varnarmaður, góður skotmaður auk þess að vera mjög góður liðsmaður. Lífið í Róm er ævintýralegt fyrir þennan 17 ára pilt; veðurfarið er milt, borgin einstaklega falleg þar sem sagan lifnar við á hverju götuhorni auk þess sem ítalski maturinn skemmir ekki fyrir hjá lystarmiklum ungum íþróttamanni. Hann segir daglegt líf í Róm vera nokkuð þægilegt. „Ég bý í stórri íbúð fyrir utan íþróttahúsið með hinum strákunum. Við höfum nánast allt til alls auk þess sem stutt er í bæði skólann og íþróttahúsið. Dæmigerður dagur hefst í skólanum kl. 8.30 en ég er kominn heim um kl. 15.30. Þá fer ég beint að lyfta og við tekur æfing um sexleytið sem stendur yfir í þrjá tíma. Þegar heim er komið fer ég yfirleitt fljótlega að sofa enda tekur yfirleitt sama stífa dagskráin við daginn eftir.“ Lið Kristins leikur í öflugustu unglingadeild Evrópu en lið hans komst nýlega í úrslitakeppni átta bestu unglingaliða Evrópu. „Sjálfur hef ég staðið mig nokkuð vel, bæði í leikjum og á æfingum og er fyrirliði bæði hjá 18 og 19 ára liðinu. Þar sem klúbburinn er áhugamannafélag leikur hann ekki í efstu deildinni á Ítalíu en hefur hins vegar gott orð á sér fyrir öflugt unglingastarf.“ Ítalía er ein sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu og á í dag fjóra leikmenn í NBA-deildinni. Einn þeirra, Andrea Bargnani, spilaði með klúbbnum í upphafi ferilsins. Kristinn segist kunna vel við sig í Róm enda sé hún afskaplega falleg og margt hægt að skoða. „Það fylgir svo mikil saga þessari fallegu borg og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið við hana og raunar alla Ítalíu; hér lifa landsmenn sig enn þá inn í söguna og þann tíma þegar Rómverjar réðu hér ríkjum fyrir mörgum öldum.“ Ítalía er paradís fyrir mataráhugamenn og Kristinn er þar engin undantekning. „Mér líkar mjög vel við matinn hér á Ítalíu. Dæmigerð máltíð samanstendur af forrétti sem er alltaf pasta, hrísgrjón eða súpa. Aðalrétturinn er yfirleitt kjöt með salati eða kartöflum. Auðvitað pöntum við stundum pitsu en hún er svakalega góð hérna. Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá.“ Hann segir það stórt stökk að fara frá Njarðvík til Rómar. „Það er alltaf best að vera heima í Njarðvík þar sem búa nokkur þúsund manns en hér í Róm búa nokkrar milljónir. Því hefur tekið smá tíma að venjast þessu en það kemur bara með tímanum. En þrátt fyrir að vel hafi gengið sakna ég auðvitað fjölskyldunnar auk vina minna. Það er stundum erfitt að vera svona langt í burtu og missa af öllu því sem þau eru að gera heima á Íslandi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, Kristinn Pálsson, leikur með unglingaliði ítalska félagsins Stella Azzurra Roma í Róm auk þess sem hann stundar nám í alþjóðlegum skóla í sömu borg. Kristinn hefur verið lykilmaður í nokkrum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og þykir afar efnilegur og fjölhæfur leikmaður; sterkur varnarmaður, góður skotmaður auk þess að vera mjög góður liðsmaður. Lífið í Róm er ævintýralegt fyrir þennan 17 ára pilt; veðurfarið er milt, borgin einstaklega falleg þar sem sagan lifnar við á hverju götuhorni auk þess sem ítalski maturinn skemmir ekki fyrir hjá lystarmiklum ungum íþróttamanni. Hann segir daglegt líf í Róm vera nokkuð þægilegt. „Ég bý í stórri íbúð fyrir utan íþróttahúsið með hinum strákunum. Við höfum nánast allt til alls auk þess sem stutt er í bæði skólann og íþróttahúsið. Dæmigerður dagur hefst í skólanum kl. 8.30 en ég er kominn heim um kl. 15.30. Þá fer ég beint að lyfta og við tekur æfing um sexleytið sem stendur yfir í þrjá tíma. Þegar heim er komið fer ég yfirleitt fljótlega að sofa enda tekur yfirleitt sama stífa dagskráin við daginn eftir.“ Lið Kristins leikur í öflugustu unglingadeild Evrópu en lið hans komst nýlega í úrslitakeppni átta bestu unglingaliða Evrópu. „Sjálfur hef ég staðið mig nokkuð vel, bæði í leikjum og á æfingum og er fyrirliði bæði hjá 18 og 19 ára liðinu. Þar sem klúbburinn er áhugamannafélag leikur hann ekki í efstu deildinni á Ítalíu en hefur hins vegar gott orð á sér fyrir öflugt unglingastarf.“ Ítalía er ein sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu og á í dag fjóra leikmenn í NBA-deildinni. Einn þeirra, Andrea Bargnani, spilaði með klúbbnum í upphafi ferilsins. Kristinn segist kunna vel við sig í Róm enda sé hún afskaplega falleg og margt hægt að skoða. „Það fylgir svo mikil saga þessari fallegu borg og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið við hana og raunar alla Ítalíu; hér lifa landsmenn sig enn þá inn í söguna og þann tíma þegar Rómverjar réðu hér ríkjum fyrir mörgum öldum.“ Ítalía er paradís fyrir mataráhugamenn og Kristinn er þar engin undantekning. „Mér líkar mjög vel við matinn hér á Ítalíu. Dæmigerð máltíð samanstendur af forrétti sem er alltaf pasta, hrísgrjón eða súpa. Aðalrétturinn er yfirleitt kjöt með salati eða kartöflum. Auðvitað pöntum við stundum pitsu en hún er svakalega góð hérna. Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá.“ Hann segir það stórt stökk að fara frá Njarðvík til Rómar. „Það er alltaf best að vera heima í Njarðvík þar sem búa nokkur þúsund manns en hér í Róm búa nokkrar milljónir. Því hefur tekið smá tíma að venjast þessu en það kemur bara með tímanum. En þrátt fyrir að vel hafi gengið sakna ég auðvitað fjölskyldunnar auk vina minna. Það er stundum erfitt að vera svona langt í burtu og missa af öllu því sem þau eru að gera heima á Íslandi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira