
Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu
Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar.