Ófullkomnun fagnað í allri sinni dýrð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. október 2022 17:31 Leikstjórinn Einari Pakkanen ásamt söngkonunni Þórunni Antoníu Magnúsdóttir. RIFF Myndin Karókí Paradís sem sýnd hefur verið á RIFF hefur vakið mikla eftirtekt og fengið góða dóma. Hún er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu í desember. Sérstök sýning á myndinni var haldin síðustu helgi á KEX hostel og í kjölfar hennar stýrði Þórunn Antonía Magnúsdóttir karíókísöng fyrir gesti. Það var hin mesta skemmtun og ekki skemmdi fyrir að leikstjóri myndarinnar Einari Paakkanen tók virkan þátt í söngnum. Andrúmsloftið var þrungið af leikgleði og það var augljóst að söngurinn opnaði fyrir frjálslegri samskipti á milli gestanna sem voru margir algerlega ókunnugir hver öðrum. Villi Neto sýndi snilldartakta og sama má segja um alla hina sem hófu raust sína. Kvöldið kveikti spurningar um hvers vegna Einari réðist í að gera mynd um karíókísöng og hversu stór hluti hann er af menningarlífi frænda okkar í Finnlandi. Stemningin var ótrúlega skemmtileg.RIFF Ef þú gætir fyrst sagt frá því hvað kom til þess að þú valdir að gera mynd um karókí? „Ég hef stundað karókíbari frá því löngu áður en ég byrjaði á þessari kvikmynd. Ég hafði tekið eftir því að þegar mér bláókunnug manneskja fór á svið og tók lag þá fékk ég það svo sterkt á tilfinninguna að ég þekkti þessa manneskju með einhverjum hætti. Það gerist nefninlega eitthvað hjá okkur þegar við byrjum að syngja. Við opnumst einhvern veginn, nánast eins og að við opnum glugga inn í sálina. Ég hafði líka tekið eftir því að oft var þetta sama fólkinu sem kom eitt á barinn, sat eitt og söng svo eitt lag. Og ég sá sömu einstaklingana oft og þeir komu alltaf til að syngja sama lagið. Þá varð ég forvitinn að vita hvort það væri einhver saga á bak við þetta val. Hvort að þetta tiltekna lag hefði einhverja aðra og dýpri merkingu fyrir viðkomandi,“ segir Einari. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Ajjjaq4uEtE">watch on YouTube</a> „Enn dýpri skýring, og kannski persónulegri, liggur í uppeldisárum mínum. Þegar ég var unglingur snéri minn mesti ótti að því að koma fram fyrir hópi fólks, jafnvel bara að standa upp við töflu og kynna skólaverkefni. Þar sem ég ólst upp, í litlu finnsku þorpi, var jákveðið andrúmsloft skammar fyrirferðamikið. Fólk var alls ekki hvatt til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og tjá sig. Fyrir mig hefur karókísöngur því verið verkfæri til að takast á við þessa skömm á seinni árum.“ Villi Neto sló í gegn með sínum flutningi.RIFF Heldur þú að þetta andrúmsloft hafi breyst frá því þú varst unglingur? „Ég held ekki nei. Ég þori ekki að fullyrða um það en tæknibreytingar og samfélagsmiðlar ættu að hvetja fólk til aukinna samskipta í eigin persónu en mér sýnist við bara einangrast meira með þeim breytingum. Og það er alls ekki gott því að eina leiðin til að fjarlægja sig frá skömminni er í gegnum annað fólk. Með því að tengjast því og tala við það. Ég er því alls ekki viss um að þetta ástand hafi lagast mikið.“ Auður Lilja Erlingsdóttir,RIFF Er karíókí eitthvað sem Finnar elska, eins og sauna? „Ég held að við getum sagt að þetta sé svona ástar/haturs samband. Sumt fólk gersamlega fyrirlítur karíókí á meðan aðrir elska það. Myndina gerði ég mikið til fyrir fyrri hópinn, svo að hann geti skilið karíókí með nýjum hætti og horft framhjá klisjunni. Klisjan er sú að fólk fari á karíókíbari og syngi illa. En með myndinni er ég að sýna aðra hlið. Ég komst að í gegnum karíókí er hægt að tengjast heilu samfélagi, nánast eins og fjölskyldu. Í Finnlandi eru yfir 100 karíókí klúbbar þar sem enginn neytir áfengis. Auk þess er staðið fyrir karíókí á bókasöfnum á elliheimilum og víðar. Karíókí er í reynd notað í meðferðarlegum tilgangi. Það er mikill kraftur í því þegar það er hlustað á þig og þú ert á sama tíma séður. Það er heilunarkraftur í því. Og svo í lok söngsins er þér fagnað og klappað og það skiptir engur hver þú ert, hvort þú ert hávaxinn, lágvaxinn, feitur, grannur, ungur eða gamall osfrv. Það eru allir jafnir á sviðinu og öllum er fagnað. Ég held að fólk tengist hvort öðru betur þegar það afhjúpar veikleika sína með þessum hætti, sýnir hugrekki og syngur á sviði. Og fólk skilur þetta svo vel og fagnar þess vegna hugrekki þeirra sem stíga fram. Samfélagið sem við búum í er alltaf að leita að fullkomnun, allir þessir Idol þættir og Facebook þar sem fólk setur fram sinn besta svip. Við erum að búa til einhverja falsmynd. Í karíókí eru við að fagna ófullkomleikanum og það er fegurð í því.“ Leikstjórinn söng af mikilli innlifun.RIFF Svona eins og sönn ást? Því maður elskar með kostum og kynjum ekki satt? „Einmitt. Og þaðan kemur nafnið á myndinni, Karíókí paradís. Ég er ekki trúaður maður en ég finn ákveðna paradís í karíókísöng. Það leiðir hugann að öllum söngnum á trúarlegum samkomum og serimóníum. Heldurðu að það sé kannski tilgangurinn með honum?“ RIFF „Ég myndi ganga enn lengra. Í Finnlandi höfum við goðsagnir, líkt og þið hér á Íslandi en þær voru bundnar í ljóð og sungnar. Þannig gekk sagnaarfurinn áfram, í söng. Svo ég held að þetta tilbrigði við söng sé ákveðin endurkoma í sagnagerð. Ákveðin leið til að skila áfram þekkingu og tilfinningum og tengingum.“ RIFF Bíó og sjónvarp RIFF Finnland Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sérstök sýning á myndinni var haldin síðustu helgi á KEX hostel og í kjölfar hennar stýrði Þórunn Antonía Magnúsdóttir karíókísöng fyrir gesti. Það var hin mesta skemmtun og ekki skemmdi fyrir að leikstjóri myndarinnar Einari Paakkanen tók virkan þátt í söngnum. Andrúmsloftið var þrungið af leikgleði og það var augljóst að söngurinn opnaði fyrir frjálslegri samskipti á milli gestanna sem voru margir algerlega ókunnugir hver öðrum. Villi Neto sýndi snilldartakta og sama má segja um alla hina sem hófu raust sína. Kvöldið kveikti spurningar um hvers vegna Einari réðist í að gera mynd um karíókísöng og hversu stór hluti hann er af menningarlífi frænda okkar í Finnlandi. Stemningin var ótrúlega skemmtileg.RIFF Ef þú gætir fyrst sagt frá því hvað kom til þess að þú valdir að gera mynd um karókí? „Ég hef stundað karókíbari frá því löngu áður en ég byrjaði á þessari kvikmynd. Ég hafði tekið eftir því að þegar mér bláókunnug manneskja fór á svið og tók lag þá fékk ég það svo sterkt á tilfinninguna að ég þekkti þessa manneskju með einhverjum hætti. Það gerist nefninlega eitthvað hjá okkur þegar við byrjum að syngja. Við opnumst einhvern veginn, nánast eins og að við opnum glugga inn í sálina. Ég hafði líka tekið eftir því að oft var þetta sama fólkinu sem kom eitt á barinn, sat eitt og söng svo eitt lag. Og ég sá sömu einstaklingana oft og þeir komu alltaf til að syngja sama lagið. Þá varð ég forvitinn að vita hvort það væri einhver saga á bak við þetta val. Hvort að þetta tiltekna lag hefði einhverja aðra og dýpri merkingu fyrir viðkomandi,“ segir Einari. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Ajjjaq4uEtE">watch on YouTube</a> „Enn dýpri skýring, og kannski persónulegri, liggur í uppeldisárum mínum. Þegar ég var unglingur snéri minn mesti ótti að því að koma fram fyrir hópi fólks, jafnvel bara að standa upp við töflu og kynna skólaverkefni. Þar sem ég ólst upp, í litlu finnsku þorpi, var jákveðið andrúmsloft skammar fyrirferðamikið. Fólk var alls ekki hvatt til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og tjá sig. Fyrir mig hefur karókísöngur því verið verkfæri til að takast á við þessa skömm á seinni árum.“ Villi Neto sló í gegn með sínum flutningi.RIFF Heldur þú að þetta andrúmsloft hafi breyst frá því þú varst unglingur? „Ég held ekki nei. Ég þori ekki að fullyrða um það en tæknibreytingar og samfélagsmiðlar ættu að hvetja fólk til aukinna samskipta í eigin persónu en mér sýnist við bara einangrast meira með þeim breytingum. Og það er alls ekki gott því að eina leiðin til að fjarlægja sig frá skömminni er í gegnum annað fólk. Með því að tengjast því og tala við það. Ég er því alls ekki viss um að þetta ástand hafi lagast mikið.“ Auður Lilja Erlingsdóttir,RIFF Er karíókí eitthvað sem Finnar elska, eins og sauna? „Ég held að við getum sagt að þetta sé svona ástar/haturs samband. Sumt fólk gersamlega fyrirlítur karíókí á meðan aðrir elska það. Myndina gerði ég mikið til fyrir fyrri hópinn, svo að hann geti skilið karíókí með nýjum hætti og horft framhjá klisjunni. Klisjan er sú að fólk fari á karíókíbari og syngi illa. En með myndinni er ég að sýna aðra hlið. Ég komst að í gegnum karíókí er hægt að tengjast heilu samfélagi, nánast eins og fjölskyldu. Í Finnlandi eru yfir 100 karíókí klúbbar þar sem enginn neytir áfengis. Auk þess er staðið fyrir karíókí á bókasöfnum á elliheimilum og víðar. Karíókí er í reynd notað í meðferðarlegum tilgangi. Það er mikill kraftur í því þegar það er hlustað á þig og þú ert á sama tíma séður. Það er heilunarkraftur í því. Og svo í lok söngsins er þér fagnað og klappað og það skiptir engur hver þú ert, hvort þú ert hávaxinn, lágvaxinn, feitur, grannur, ungur eða gamall osfrv. Það eru allir jafnir á sviðinu og öllum er fagnað. Ég held að fólk tengist hvort öðru betur þegar það afhjúpar veikleika sína með þessum hætti, sýnir hugrekki og syngur á sviði. Og fólk skilur þetta svo vel og fagnar þess vegna hugrekki þeirra sem stíga fram. Samfélagið sem við búum í er alltaf að leita að fullkomnun, allir þessir Idol þættir og Facebook þar sem fólk setur fram sinn besta svip. Við erum að búa til einhverja falsmynd. Í karíókí eru við að fagna ófullkomleikanum og það er fegurð í því.“ Leikstjórinn söng af mikilli innlifun.RIFF Svona eins og sönn ást? Því maður elskar með kostum og kynjum ekki satt? „Einmitt. Og þaðan kemur nafnið á myndinni, Karíókí paradís. Ég er ekki trúaður maður en ég finn ákveðna paradís í karíókísöng. Það leiðir hugann að öllum söngnum á trúarlegum samkomum og serimóníum. Heldurðu að það sé kannski tilgangurinn með honum?“ RIFF „Ég myndi ganga enn lengra. Í Finnlandi höfum við goðsagnir, líkt og þið hér á Íslandi en þær voru bundnar í ljóð og sungnar. Þannig gekk sagnaarfurinn áfram, í söng. Svo ég held að þetta tilbrigði við söng sé ákveðin endurkoma í sagnagerð. Ákveðin leið til að skila áfram þekkingu og tilfinningum og tengingum.“ RIFF
Bíó og sjónvarp RIFF Finnland Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira