Hasarinn á vel við mig Guðjón Davíð Karlsson leikari hefur leikið í tæplega 250 sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar síðasta árið sem mun víst vera met. „Ég er búinn að leika í 248 sýningum á rúmlega 13 mánuðum,“ segir Guðjón Davíð Karlsson leikari sem mun á næstu dögum frumsýna sitt sjöunda leikrit með Leikfélagi Akureyrar. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2007 07:30
Stiller leikstýrir Tropic Thunder Gamanleikarinn Ben Stiller verður leikstjóri, aðalleikari og annar handritshöfunda kvikmyndarinnar Tropic Thunder sem er væntanleg í bíó á næsta ári. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2007 07:00
Mjög stolt af starfinu Það verður sérstök hátíðarsýning hjá Stoppleikhópnum í dag en þá heimsækja leikarar hans grunnskóla Kjalarness með fornkappa í farteskinu og leika hundruðustu sýninguna á leikgerð Íslendingasögunnar um Hrafnkel Freysgoða eftir Valgeir Skagfjörð. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2007 06:30
Höfðingleg jólagjöf Baltasars „Þetta lítur vel út. En samt er enginn ofsagróði af Mýrinni eins og hjá bönkunum,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um hvort Mýrin reynist ekki sannkölluð gullnáma. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2007 05:00
The Prestige - Þrjár stjörnur Þegar öllu er á botninn hvolft er The Prestige enn ein rósin í hnappagat Nolans; hugvitssamleg mynd sem hefði þó getað orðið enn betri ef betur hefði verið búið um hnútana í lokin. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2007 00:01
Stuttmyndir á netið Á föstudag var tilkynnt að helmingur stuttmynda sem sýndar verða á Sundance-hátíðinni verði aðgengilegur á netinu í bás iTunes. Niðurhalið af iTunes gegn verði bætist við ókeypis strauminn á vefsíðu Sundance en opnað verður fyrir þær 18. janúar en þá hefst hátíðin. Bíó og sjónvarp 15. janúar 2007 10:15
Scorsese líklegur til afreka Gullhnötturinn, eða Golden Globe, verður afhentur í kvöld en verðlaunin þykja gefa sterka vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum. Samkvæmt vefsíðunni Envelope.com er baráttan nokkuð hörð þetta árið enda hafa kvikmyndirnar skipt tilnefningum nokkuð jafnt sín á milli þetta árið. Bíó og sjónvarp 15. janúar 2007 10:00
Gibson til Mexíkó Leikstjórinn Mel Gibson verður viðstaddur frumsýningu myndar sinnar Apocalypto í Mexíkó í næstu viku. Myndin gerist fyrir fimm hundruð árum og fjallar um Maya-ættbálkinn sem byggði upp samfélag í Mexíkó, Gvatemala og Hondúras. Er hún öll töluð á tungumáli Maya. Bíó og sjónvarp 15. janúar 2007 08:30
Fyrirspurnir frá draumaborginni hafa sexfaldast „Það hefur átt sér stað mikil vakning um Ísland meðal erlendra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Einar Tómasson hjá Film in Iceland. „Fyrirspurnir hafa sexfaldast á undanförnum árum og hækkun á endurgreiðslu í fjórtán prósent skipti þar miklu máli,“ útskýrir hann. Bíó og sjónvarp 15. janúar 2007 07:45
Breyttist í Idi Amin Leikarinn Forest Whitaker sökkti sér svo djúpt í hlutverk einræðisherrans Idi Amin í kvikmyndinni The Last King of Scotland að eiginkona og börnin hans voru hætt að tala við hann. Bíó og sjónvarp 15. janúar 2007 06:45
Afdrifaríkur undirbúningur Í Silfurtunglinu er ung kona að undirbúa stefnumót við mikilvægasta mann í heimi – manninn sem hún ætlar að elska til æviloka. Þá er jú vissara að vera búin að æfa sig aðeins. Bíó og sjónvarp 15. janúar 2007 06:15
Streep í Mamma Mia! Óskarsverðlaunaleikkonan Meryl Streep mun leika aðalhlutverkið í söngvamyndinni Mamma Mia! sem er byggð á samnefndum söngleik sem hefur notið mikilla vinsælda. Bíó og sjónvarp 14. janúar 2007 15:00
Depp kvikmyndar Litvinenko Framleiðslufyrirtæki Johnny Depp, Infinintum Nihil, ætlar að kvikmynda óútgefna bók byggða á ævi KGB-útsendarans Alexander Litvinenko. Bókin nefnist Sasha"s Story: The Life and Death of a Russian Spy. Bíó og sjónvarp 14. janúar 2007 12:30
Erfitt að leika Borat Sacha Baron Cohen, sem hefur slegið rækilega í gegn sem Borat frá Kazakstan, segir það hafa tekið sinn toll að leika sjónvarpsmanninn sérstæða. Bíó og sjónvarp 14. janúar 2007 12:00
Zidane vinsæl jólagjöf í Frakklandi Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en dvd-diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Bíó og sjónvarp 13. janúar 2007 16:00
Talsett og döbbuð Lipsynch er heitið á nýrri sýningu kanadíska leikstjórans og leikhúsmannsins Robert Lepage. Þar fléttir hann sjö sögum saman í stóra myndræna heild og verður verkið flutt á vegum Ex Machina og Théâtre San Frontières í Newcastle í febrúar. Bíó og sjónvarp 13. janúar 2007 15:30
Drottningin leiðir kapphlaupið Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Bíó og sjónvarp 13. janúar 2007 11:00
Best í heimi aftur í Iðnó Rauði þráðurinn hefur auglýst að teknar verði upp sýningar í Iðnó frá og með næsta laugardegi á spunaverkinu Best í heimi sem María Reyndal setti upp fyrir jól við gríðargóðar undirtektir. Bíó og sjónvarp 13. janúar 2007 09:00
James Bond etur kappi við Bretadrottningu Hennar hátign, Bretadrottning og starfsmaður í þjónustu hennar, James nokkur Bond, takast á um toppsæti BAFTA verðlaunanna. Tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í dag. Nýja James Bond kvikmyndin, Casino Royale, fékk alls níu tilefningar en The Queen, þar sem Helen Mirren leikur Bretadrottningu í krísu vegna láts Díönu prinsessu fær 10 tilnefningar. Bíó og sjónvarp 12. janúar 2007 16:40
Johnny Depp leikur Litvinenko Hollywoodleikarinn Johnny Depp ætlar að gera kvikmynd um rússneska njósnarann Litvinenko, dramatískt dauðastríð hans eftir póloneitrun og reyfarakennda leitina að morðingja hans. Sagt er að Depp ætli einnig að leika aðalhlutverkið sjálfur. Bíó og sjónvarp 12. janúar 2007 13:14
Jackson gerir ekki Hobbit Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. Bíó og sjónvarp 12. janúar 2007 10:00
Wilson Muuga: samkomulag kynnt í hádeginu Samkomulag á milli íslenska ríkisins og eigenda Wilson Muuga um aðgerðir til að fjarlægja flak Wilson Muuga úr Hvalsnessfjöru verður kynnt við strandstað í hádeginu í dag. Wilson Muuga, sem setið hefur fastur í fjöruborðinu síðan 19. desember, verður sen ... Bíó og sjónvarp 12. janúar 2007 00:01
Unnur Birna leikur í bíómynd Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhnnessonar en tökur á henni hefjast í apríl á þessu ári. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Unnar Birnu en móðir hennar, Unnur Steinsson, lék eins og frægt er orðið í sjónvarpsmyndinni „Þegar það gerist“ eftir Hrafn Gunnlaugsson. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 16:00
Skuggahliðar Los Angeles Bandaríski glæpasagnahöfundurinn James Ellroy hefur haldið merkjum gömlu meistara harðsoðnu hefðarinnar á lofti með glæsibrag í verkum sínum þar sem drungalegur „film noir“ andi svífur yfir vötnum. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 14:00
Fyrsta ást Hilmis Snæs Leikritið Dagur Vonar, var fyrsta ást Hilmis Snæs Guðnasonar í leikhúsinu. Hann sá verkið fyrir 20 árum í Iðnó og ákvað eftir þá upplifun að gerast leikari. Hilmir leikstýrir þessu verki í kvöld í Borgarleikhúsinu. Viðtalið verður birt í heild sinni í Íslandi í dag á Stöð2 í kvöld. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 13:55
Síðustu sýningar Örfáar sýningar eru eftir af söngleiknum Footloose sem sýndur er í Borgarleikhúsinu. Verkið byggist á dansmyndinni Footloose eftir Dean Pithcford sem kom út árið 1984. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 13:30
Scorsese tilnefndur Martin Scorsese hefur hlotið sína sjöundu tilnefningu til leikstjóraverðlaunanna Directors Guild of America, fyrir mynd sína The Departed. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 12:45
Regnskógarpíslir Gibsons Stórmyndin Apocalypto eftir Mel Gibson verður frumsýnd á Íslandi í dag. Hér hverfur hann aftur um 500 ár eða svo og segir blóði drifna sögu um ástir og örlög þegar hillir undir lok hinnar fornu menningar Maja. Gibson tók Apocalypto upp í regnskógum Mexíkó og gaf sig, eins og áður, allan í verkið. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 12:30
Fékk stjörnuglampa í augun Jörundur Ragnarsson hefur verið ráðinn í stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum Næturvaktin við hlið Jóns Gnarr og Pétur Jóhans Sigfússonar en þættirnir gerast á bensínstöð í Reykjavík þar sem Jón og Pétur ráða ríkjum. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 11:30
Endurlit og framsýni Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli sínu í dag en það er eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið starfaði óslitið í Iðnó við Vonarstræti þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í Borgarleikhúsið sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu við félagið sem nú annast rekstur þess. Tilgangur félagsins var og er að vekja áhuga á góðri leiklist og sýna sjónleiki í Reykjavík. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 11:15