Menningarhetjan Leonard Nimoy, sem lék Spock í upprunalegu Star Trek myndinni og sjónvarpsþáttunum, mun snúa aftur sem Spock í væntanlegri Star Trek kvikmynd sem JJ Abrahams mun leikstýra. Þetta tilkynnti Krik sjálfur, William Shatner.
Shatner tilkynnti þessi tíðindi í Shatnervision myndskeiði á MySpace síðu sinni. Svo virðist sem Nimoy verði í nýju myndinni en Shatner ekki. Eins og kunnugt er dó Kirk, persóna Shatners, í kvikmyndinni Star Trek: Generations.
Þar sem James Doohan sem lék Scotty og DeForest Kelly sem lék Dr. McCoy eru báðir látnir gæti farið svo að Nimoy verði eini leikarinn úr fyrstu myndinni og sjónvarpsþáttunum í þeirri nýju.