Hundruð aðdáenda bókaraðarinnar um Harry Potter flykktust á Leicester Square í London á þriðjudagskvöldið, þegar fimmta kvikmyndin um ævintýri galdrastráksins, Harry Potter and the Order of the Phoenix, var frumsýnd á heimaslóðum hans.
Enskir aðdáendur börðu stjörnurnar augum í úrhellisrigningu, en þeir þurfa að bíða rólegir til 12. júlí þegar almennar sýningar á myndinni hefjast. Harry kemur hingað til lands 11. júlí næstkomandi.