Cruise tekur upp í Þýskalandi 21. júlí 2007 05:45 Tom Cruise við tökur á nýjustu mynd sinni, Valkyrie. nordicphotos/afp Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Valkyrie, þrátt fyrir að framleiðendunum hafi verið meinaður aðgangur að fyrirhuguðum tökustað í Berlín. Í myndinni fer Cruise með hlutverk Claus von Stauffenberg sem var tekinn af lífi fyrir tilraun sína til að myrða Adolf Hitler. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise og félögum hafi verið meinaður aðgangur að tökustaðnum vegna aðildar leikarans að Vísindakirkjunni, sem þykir ekki vinsæl á meðal Þjóðverja. Hafa framleiðendur myndarinnar vísað þeim orðrómi til föðurhúsanna og segja ekkert hæft í honum. Nafn myndarinnar, Valkyrie, er vísun í dulnefni áætlunarinnar sem gerð var um að ráða Hitler af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer og auk Crusie fer Kenneth Branagh með stórt hlutverk í henni. „Það hefði aldrei gengið að taka myndina upp annars staðar en í Þýskalandi,“ sagði Singer. „Ég er mjög ánægður með að við fengum Tom Cruise til að leika Stauffenberg.“ Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Valkyrie, þrátt fyrir að framleiðendunum hafi verið meinaður aðgangur að fyrirhuguðum tökustað í Berlín. Í myndinni fer Cruise með hlutverk Claus von Stauffenberg sem var tekinn af lífi fyrir tilraun sína til að myrða Adolf Hitler. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise og félögum hafi verið meinaður aðgangur að tökustaðnum vegna aðildar leikarans að Vísindakirkjunni, sem þykir ekki vinsæl á meðal Þjóðverja. Hafa framleiðendur myndarinnar vísað þeim orðrómi til föðurhúsanna og segja ekkert hæft í honum. Nafn myndarinnar, Valkyrie, er vísun í dulnefni áætlunarinnar sem gerð var um að ráða Hitler af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer og auk Crusie fer Kenneth Branagh með stórt hlutverk í henni. „Það hefði aldrei gengið að taka myndina upp annars staðar en í Þýskalandi,“ sagði Singer. „Ég er mjög ánægður með að við fengum Tom Cruise til að leika Stauffenberg.“
Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira