Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Tólf starfsmönnum sagt upp hjá Heklu

Bílaumboðið Hekla sagði í dag upp tólf starfsmönnum. Uppsagnirnar eru þvert á deildir í fyrirtækinu en Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að ástæða uppsagnanna sé samdráttur í bílasölu síðustu misseri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funda um sameiningu Renault og Fiat Chrysler

Ítalsk-ameríski bílarisinn Fiat Chrysler hefur stungið upp á sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Frá þessu var greint í morgun en ef áformin ganga eftir verður um að ræða þriðja stærsta bílaframleiðanda heims.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Góð endurkoma Camry

Toyota Camry hefur snúið aftur eftir 15 ára fjarveru og leysir af Avensis sem Toy­ota hættir að framleiða.

Bílar
Fréttamynd

VÍS hættir útleigu á barnabílstólum

Tryggingafélagið VÍS ætlar að hætta útleigu á barnabílstólum en félagið hefur boðið viðskiptavinum sínum bílastóla til útleigu fyrir börnin sín undanfarin 25 ár.

Innlent
Fréttamynd

Tesla rannsakar sprengingu í Model S

Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur sent rannsóknarteymi til Sjanghæ í Kína til þess að rannsaka ástæður þess að sprenging varð í kyrrstæðum bíl af gerð Model S í bílastæðahúsi á dögunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gísli Einars fer um sveitir á sínum uppgerða forna Land Rover

"Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.

Lífið
Fréttamynd

Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS

Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ízar ofurjeppinn að taka á sig mynd

Ökuhæf frumgerð fyrsta frumhannaða ofurjeppans fyrir farþegaflutninga í heiminum er tilbúin. Hundruð innlendra og erlendra aðila komið að verkinu á einn eða annan hátt. Ísland er vagga götuhæfra ofurjeppa.

Bílar