Myndum af nýjum Ford Bronco lekið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. mars 2020 07:00 Nýr Ford Bronco Vísir/Autocar Bílaframleiðandinn Ford hefur ekki farið neitt leynt með að vinna að nýrri kynslóð af Ford Bronco. Óvíst er þó hvenær bíllinn verður formlega frumsýndur en myndum af honum hefur verið lekið á netið. Lekinn virðist koma frá starfsmanni Ford og myndirnar teknar á síma viðkomandi. Á myndunum má sjá bílinn í öllu sínu veldi. Framendinn ber nafn bílsins „Bronco“ með LED ljósum og breiðum brettaköntum sem passa við breidd dekkjanna.Afturendinn á Ford Bronco Sport.Vísir/AutocarAð því er virðist verða tvær gerðir kynntar. Þær eru Bronco og Bronco Sport. Bronco Sport er öllu minni og getgátur höfðu verið uppi um að sú gerð ætti að bera nafnið Maverick, svo virðist þó ekki vera. Líklega verða bílarnir fáanlegir í tveggja og fjögurra dyra útgáfum. Vélarnar eru líklegast annað hvort 2,3 lítra fjögurra sílendera bensín vél með forþjöppu, eða 2,77 lítra V6 vél með forþjöppu. Bíllinn verður væntanlega fyrst um sinn einungis í boði sjálfskiptur. Beinskipt útgáfa er þó væntanleg síðar og orðrómur er uppi um tvinn-útgáfu.Framendinn á Ford Bronco Sport.Vísir/AutocarVæntanlega verður Bronco formlega kynntur í marsmánuði en afhendingar ættu að geta hafist á árinu. Bílar Tengdar fréttir Afturendanum á BMW M3 G80 lekið Breskt fyrirtæki (Evolve Automotive) sem sérhæfir sig í að uppfæra og fínstilla BMW bifreiðar svo þær virki sem allra best birti á Facebook síðu sinni mynd af afturendanum á nýjum, væntanlegum BMW M3. 22. október 2019 14:00 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur ekki farið neitt leynt með að vinna að nýrri kynslóð af Ford Bronco. Óvíst er þó hvenær bíllinn verður formlega frumsýndur en myndum af honum hefur verið lekið á netið. Lekinn virðist koma frá starfsmanni Ford og myndirnar teknar á síma viðkomandi. Á myndunum má sjá bílinn í öllu sínu veldi. Framendinn ber nafn bílsins „Bronco“ með LED ljósum og breiðum brettaköntum sem passa við breidd dekkjanna.Afturendinn á Ford Bronco Sport.Vísir/AutocarAð því er virðist verða tvær gerðir kynntar. Þær eru Bronco og Bronco Sport. Bronco Sport er öllu minni og getgátur höfðu verið uppi um að sú gerð ætti að bera nafnið Maverick, svo virðist þó ekki vera. Líklega verða bílarnir fáanlegir í tveggja og fjögurra dyra útgáfum. Vélarnar eru líklegast annað hvort 2,3 lítra fjögurra sílendera bensín vél með forþjöppu, eða 2,77 lítra V6 vél með forþjöppu. Bíllinn verður væntanlega fyrst um sinn einungis í boði sjálfskiptur. Beinskipt útgáfa er þó væntanleg síðar og orðrómur er uppi um tvinn-útgáfu.Framendinn á Ford Bronco Sport.Vísir/AutocarVæntanlega verður Bronco formlega kynntur í marsmánuði en afhendingar ættu að geta hafist á árinu.
Bílar Tengdar fréttir Afturendanum á BMW M3 G80 lekið Breskt fyrirtæki (Evolve Automotive) sem sérhæfir sig í að uppfæra og fínstilla BMW bifreiðar svo þær virki sem allra best birti á Facebook síðu sinni mynd af afturendanum á nýjum, væntanlegum BMW M3. 22. október 2019 14:00 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent
Afturendanum á BMW M3 G80 lekið Breskt fyrirtæki (Evolve Automotive) sem sérhæfir sig í að uppfæra og fínstilla BMW bifreiðar svo þær virki sem allra best birti á Facebook síðu sinni mynd af afturendanum á nýjum, væntanlegum BMW M3. 22. október 2019 14:00