Ísland í öðru sæti á lista yfir hlutfall seldra tengiltvinnbíla í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. febrúar 2020 07:00 Peugeot 3008 Plug in Hybrid Vísir/Brimborg Meðal markaðshlutdeild tengiltvinnbíla meðal nýrra seldra bíla á Evrópska efnahagssvæðinu var 3,53% á síðasta ári, var 2,47% árið 2018. Ísland er í örðu sæti á listanum með 17,8%. Listinn er tekinn saman af InsideEV og byggir á gögnum frá samtökum evrópskra bílaframleiðanda. Meðaltalið innan Evrópusambandsins var 3,0% Efstu löndin eru utan ESB og hafa því talsverð áhrif á meðaltalið. Listinn yfir markaðshlutfall seldra tengiltvinnbíla meðal nýrra seldra bíla.Vísir/InsideEV Noregur er í efsta sæti með 55,9% og eins og áður segir er Ísland í örðu sæti með 17,8%. Holland er í þriðja sæti með 15%, Svíþjóð í fjórða með 11,4% og Finnland í fimmta sæti með 6,89%. Neðst á listanum eru Eistland, Slóvakía og Litháen. Innan fyrstu tveggja landanna var salan 0,36% en 0,35% í Litháen. Listinn yfir markaðshlutfall seldra rafbíla meðal nýrra seldra bíla.Vísir/InsideEV Þegar kemur að sölu hreinna rafbíla er Ísland í þriðja sæti með 7,8% hlutdeild í hreinna rafbíla í heildarsölu nýrra bíla. Aftur er Noregur efstur á listanum með 42,4% en Holland skýtur sér upp fyrir Ísland með 13,9%. Svíþjóð og Sviss eru svo hin löndin sem komast á topp fimm með rúm 4% hvort. Bílar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent
Meðal markaðshlutdeild tengiltvinnbíla meðal nýrra seldra bíla á Evrópska efnahagssvæðinu var 3,53% á síðasta ári, var 2,47% árið 2018. Ísland er í örðu sæti á listanum með 17,8%. Listinn er tekinn saman af InsideEV og byggir á gögnum frá samtökum evrópskra bílaframleiðanda. Meðaltalið innan Evrópusambandsins var 3,0% Efstu löndin eru utan ESB og hafa því talsverð áhrif á meðaltalið. Listinn yfir markaðshlutfall seldra tengiltvinnbíla meðal nýrra seldra bíla.Vísir/InsideEV Noregur er í efsta sæti með 55,9% og eins og áður segir er Ísland í örðu sæti með 17,8%. Holland er í þriðja sæti með 15%, Svíþjóð í fjórða með 11,4% og Finnland í fimmta sæti með 6,89%. Neðst á listanum eru Eistland, Slóvakía og Litháen. Innan fyrstu tveggja landanna var salan 0,36% en 0,35% í Litháen. Listinn yfir markaðshlutfall seldra rafbíla meðal nýrra seldra bíla.Vísir/InsideEV Þegar kemur að sölu hreinna rafbíla er Ísland í þriðja sæti með 7,8% hlutdeild í hreinna rafbíla í heildarsölu nýrra bíla. Aftur er Noregur efstur á listanum með 42,4% en Holland skýtur sér upp fyrir Ísland með 13,9%. Svíþjóð og Sviss eru svo hin löndin sem komast á topp fimm með rúm 4% hvort.
Bílar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent