Strætó og Sorpa Vigdís Hauksdóttir skrifar 13. mars 2020 17:45 Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Vistvænir bílar Strætó Sorpa Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar