Bílar

Bílasýningunni í Genf aflýst vegna kórónuveirunnar

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Koenigsegg Jesko var frumsýndur á sýningunni í fyrra.
Koenigsegg Jesko var frumsýndur á sýningunni í fyrra. Vísir/Getty

Svissnesk yfirvöld bönnuðu á föstudag í síðustu viku samkomur þar sem þúsund eða fleiri munu koma saman. Ástæðan er ótti um frekari útbreiðslu kórónaveirunnar. Af þessu leiðir að bílasýningunni í Genf hefur verið aflýst.

Bannið var sett í gildi strax á föstudag og mun gilda hið skemmsta til 15. mars. Bílasýningin í Genf átti að fara fram í vikunni.

„Við hörmum málið, en heilsa þátttakenda og sýnenda er í forgangi. Þetta eru óviðráðanlegar aðstæður og mikið tap fyrir framleiðendur sem hafa fjárfest umtalsvert í sýningum sínum í Genf. Við erum þess þó fullviss um að framleiðendur sýni aðstæðum skilning,“ sagði Maurice Turrettini, stjórnarformaður sýningarinnar í yfirlýsingu.

Bílasýningin í Genf er ekki sú stærsta í heimi en hún er alla jafna nýtt af framleiðendum til að sýna allra flottustu og framúrstefnulegustu bíla sína og hugmyndir.

Hið minnsta tveir framleiðendur ætla að halda stafræna sýningu til að bæta aðdáendum og sýningargestum upp missinn. BMW ætlar sér að frumsýna i4 hugmyndarafbílinn á morgun, þriðjudag í gegnum stafrænan blaðamannafund. Mercedens-Benz ætlar að gera svipaða hluti með E-Class kynningu sýna.


Tengdar fréttir

Volkswagen Golf Mk8 GTI

Nýr Golf GTI verður frumsýndur á bílasýningurinni í Genf í Sviss í næstu viku. Bíllinn verður aðalstjarna Volkswagen á sýningunni. Golf GTI er sportútgáfa af Volkswagen Golf.






×