Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana

Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar.

Innlent
Fréttamynd

Mun leiða til átaka

"Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú

Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber.

Innlent
Fréttamynd

Grafarþögn um niðurstöðuna

Þingnefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk fundi um áttaleytið í kvöld og hafði þá verið að störfum mestan hluta dagsins. Nefndin hefur enn ekki lokið störfum og hefur verið boðað til fundar aftur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun um ákærur tekin fyrir vikulok

Stefnt er að því að um næstu helgi liggi fyrir afstaða þingmannanefndar til þess hvort þeim ráðherrum, sem rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið taldi að gerst hefðu sekir um vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins 2008, verði stefnt fyrir landsdóm.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður þingmannanefndar fyrirferðarmestar

Tveggja vikna septemberþing verður sett í dag. Það er fyrst og fremst hugsað til að afgreiða mál sem ekki tókst að klára fyrr í ár. Fjölmiðlalög og lagabálkur um útlendinga og flóttamenn meðal þess sem ræða á.

Innlent
Fréttamynd

Kynnir rannsóknarskýrsluna fyrir þingforsetum

Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis, gerir grein fyrir störfum nefndarinnar á árlegum fundi forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem fer fram í Reykjavík í dag. Í erindi sínu mun Páll fara yfir hvernig staðið var að rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna haustið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Dregur lagagrundvöll í efa

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og einn þriggja manna í rannsóknarnefnd Alþingis, beinir hvössum spurningum til Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins í bréfi sem hann sendi þeim nýlega. Tilefnið er tilmælin sem stofnanirnar sendu til fjármálafyrirtækja í framhaldi af dómi Hæstaréttar um gengistryggð bílalán.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarfulltrúar ræddu ráðningu Guðmundar Rúnars

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna.

Innlent
Fréttamynd

Flokkurinn borgar ekki verðlaun Valhallar

Utanlandsferð sem sigurvegari í heilsuátaki Valhallar á að fá í vinning verður ekki greidd úr sjóðum flokksins heldur úr starfsmannasjóði Valhallar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Valhöll sendi frá sér og var birt á vefmiðlinum AMX nú fyrir skömmu.

Innlent
Fréttamynd

Ánægð með hrausta Sjálfstæðismenn

„Er ekki almenn heilsuvakning í samfélaginu," segir Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins um heilsuátak starfsfólks Valhallar. Starfsmenn flokksins hafa verið fitumældir og mun sigurvegari heilsuátaksins fá vegleg verðlaun.

Innlent
Fréttamynd

Heilsuátak í Valhöll - starfsmenn fitumældir

„Við viljum gera góða heilsu betri," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónmundur stendur fyrir heilsuátaki starfsfólks Valhallar þar sem utanlandsferð er í verðlaun.

Innlent
Fréttamynd

Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Fréttaskýring: Um hvað snúast fundahöld stjórnmálaflokka um helgina?

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum.

Innlent
Fréttamynd

Sífellt fleiri vilja leiðréttingu

Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Formaður má ekki segja frá

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans líklega lausir allra mála

Þrír fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins eru væntanlega lausir allra mála vegna starfa sinna í aðdraganda bankahrunsins, eftir að settur ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til sakamálarannsóknar á hendur þeim. Þingmaður Hreyfingarinnar telur niðurstöðuna vera fyrsta skrefið af mörgum í hvítþvotti yfirstéttarinnar á sjálfri sér.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sjónarmið nítján ráðherra frá 2007

Allir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn frá 1. janúar fram að hruni hafa fengið bréf frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Þar er þeim gefinn kostur á því að útskýra sitt sjónarmið varðandi aðkomu þeirra að hruninu eða aðgerðaleysi.

Innlent
Fréttamynd

Borgarráð vill svör frá Árna

Borgarráð vill skýringar frá Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga hans um fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu. Borgarráð hefur áhyggjur af áhrifum þessa á atvinnuástand í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Auðlindamálin sett á dagskrá

Kosið verður til stjórnlagaþings í síðasta lagi 31. október samkvæmt breytingatillögu meirihluta allsherjarnefndar á frumvarpi forsætisráðherra um þingið.

Innlent
Fréttamynd

Aðstæður gjörbreyttar

„Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnir verði endurvaktar

Stjórnir heilbrigðisstofnana verða endurvaktar nái tillaga nokkurra þingmanna, með Ásmund Einar Daðason, VG, í fararbroddi, fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Þurfandi mætt með aðstoð og leik

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað 30 milljónum króna úr sjóði sem stofnaður var í tilefni Evrópuársins gegn fátækt og félagslegri einangrun. 21 verkefni hlaut styrk en sótt var um framlög vegna 84 verkefna upp á samtals rúmlega 200 milljónir.

Innlent