Eldra fólk og karlar líklegri til að styðja ríkisstjórnina Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2016 18:36 Fjörtíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun 365 miðla. Karlar styðja stjórnina fremur en konur, sem og eldra fólk fremur en yngri kynslóðin. Í könnun 365 miðla sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi stjórnmálaflokkanna eru Píratar enn stærstir með rúmlega 38 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið frá kosningum með 27,6 prósent. Flygli Samfylkingarinnar hrynur hins vegar niður í 8,2 prósent. Aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum og áður og Björt framtíð næði ekki inn þingmanni. Samkvæmt sömu könnun styðja 40 prósent landsmanna ríkisstjórnina en sextíu prósent gera það ekki. Karlar styðja ríkisstjórnina frekar en konur eða 45 prósent karla á móti 36 prósentum kvenna. Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda stjórnarflokkanna, eða hjá 96 prósent framsóknarmanna og 91 prósent sjálfstæðismanna. Þá styðja 33 prósent stuðningsfólks Bjartrar framtíðar ríkisstjórnina, en 87 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg stjórninni og 94 prósent kjósenda Pírata styðja ekki ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík, þar sem 34 prósent styðja hana en 66 prósent ekki, 58 prósent styðja stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 45 prósent í Norðausturkjördæmi, 52 prósent í Suðirkjördæmi en í Kraganum eins og í Reykjavík er meirihluti íbúanna, eða 63 prósent, andvíg ríkisstjórninni. Eldra fólk er líklegra til að styðja ríkisstjórnina en það yngra, þar sem 37 prósent 18 til 49 ára styðja stjórnina en 44 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri gera það. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00 Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fjörtíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun 365 miðla. Karlar styðja stjórnina fremur en konur, sem og eldra fólk fremur en yngri kynslóðin. Í könnun 365 miðla sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi stjórnmálaflokkanna eru Píratar enn stærstir með rúmlega 38 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið frá kosningum með 27,6 prósent. Flygli Samfylkingarinnar hrynur hins vegar niður í 8,2 prósent. Aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum og áður og Björt framtíð næði ekki inn þingmanni. Samkvæmt sömu könnun styðja 40 prósent landsmanna ríkisstjórnina en sextíu prósent gera það ekki. Karlar styðja ríkisstjórnina frekar en konur eða 45 prósent karla á móti 36 prósentum kvenna. Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda stjórnarflokkanna, eða hjá 96 prósent framsóknarmanna og 91 prósent sjálfstæðismanna. Þá styðja 33 prósent stuðningsfólks Bjartrar framtíðar ríkisstjórnina, en 87 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg stjórninni og 94 prósent kjósenda Pírata styðja ekki ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík, þar sem 34 prósent styðja hana en 66 prósent ekki, 58 prósent styðja stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 45 prósent í Norðausturkjördæmi, 52 prósent í Suðirkjördæmi en í Kraganum eins og í Reykjavík er meirihluti íbúanna, eða 63 prósent, andvíg ríkisstjórninni. Eldra fólk er líklegra til að styðja ríkisstjórnina en það yngra, þar sem 37 prósent 18 til 49 ára styðja stjórnina en 44 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri gera það.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00 Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00
Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?